Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 17.04.2014, Blaðsíða 64
 Í takt við tÍmann LÍna Birgitta Sigurðardóttir Þoli ekki kósíföt Lína Birgitta Sigurðardóttir er 23 ára Hafnfirðingur sem á og rekur tískuverslunina Define The Line. Lína opnaði netverslun þegar hún var að jafna sig af veikindum í lok árs 2012 en viðtökurnar voru slíkar að síðasta sumar opnaði hún verslunina í Borgartúni. Lína býr nú á Laugaveginum og elskar að borða á Sushisamba og dansa á b5. Staðalbúnaður Mér líður best þegar ég er vel til höfð og í hælaskóm. Fatastíllinn minn er stílhreinn og „classy“ og ég reyni að ganga með fallegt skart, ekki of mikið samt. Ég fer ekki út úr húsi án þess að vera með perlueyrnalokka og ilmvatn. Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að fara út í kósígallanum og ég eiginlega þoli ekki kósíföt. Maður má ekki leyfa sér of mikil þægindi. Það er ný regla hjá mér að kaupa mér ekki leggings, bara gallabuxur. Uppáhalds búðin mín hérna heima fyrir utan mína er Zara og erlendis er það H&M. Ég kaupi eiginlega alla mína skó í GS skóm og Sixty Seven er uppáhalds merkið mitt í dag. Hugbúnaður Ég mæti tvisvar í viku til þjálfarans míns í Laugum og svo reyni ég að mæta oftar þar fyrir utan. Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að horfa á sjón- varp en ég horfi stundum á bíómyndir. Þá er ég svo gamaldags að ég labba út í sjoppu og leigi mér mynd og fæ eina gamla fría með. Reyndar næ ég aldrei að klára myndir í einum rykk, ég þarf að taka nokkrar pásur. Ég er ekki mikill lestrarhestur en les þó svolítið af sjálfsstyrkjandi bókum og bisness- bókum. Ég er svolítill djammari og uppáhalds staðirnir mínir í dag eru b5 og Austur því mér finnst gaman að dansa. Vélbúnaður Ég er mikið á netinu út af versluninni, ég nota símann mestmegnis en tölvan er alltaf við höndina líka. Ég er mjög dugleg á Instagram og finnst það pers- ónulega skemmtilegra en Facebook. Ég væri ekki á Facebook ef ég væri ekki með síðu fyrir búðina mína. Aukabúnaður Ég eldaði í gær og finnst ég vera algjör hetja. Við kærastinn erum nefnilega mjög dugleg að fara út að borða. Ég þoli ekki skyndibitastaði og vil frekar fá góðan mat. Tapasbarinn er í upp- áhaldi og líka Sushisamba og Arg- entína. Uppáhalds snyrtivörurnar mínar eru frá Mac, Kanebo og Kiko og ég elska að vera með flotta varaliti. Síðastliðið ár hef ég farið sjö sinnum til útlanda. Mér fannst skemmtilegast að koma til Los Angeles og Las Vegas því ég hafði aldrei áður komið til Bandaríkjanna. Ég er rosalega ýktur persónuleiki og Ameríka hentar mér mjög vel. Stolt íslenskrar náttúru Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM Íslenskt heiðalamb VELDU GÆÐI, VELDU KJARNAFÆÐI WWW.KJARNAFAEDI.IS Ég er kremfíkill og get ekki farið neitt án þess að setja krem á líkamann. Þessi handáburður er frábær því ég fæ kuldaexem á hendurnar. Lj ós m yn di r/ H ar i Versace- ilmvatnið er í uppáhaldi hjá mér. Það er bara ég og er búið að vera það lengi. Svo er ég líka mjög hrifin af Flowerbomb og Tommygirl. Ég get ekki verið án iPhone-sins míns. Í honum er vinnan mín, dagbókin, vekjaraklukkan. Nefndu það, það er allt í símanum. 64 dægurmál Helgin 17.-21. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.