Fréttatíminn - 17.04.2014, Qupperneq 70
Það eru
bjartir tímar
fram undan í
mörgu tilliti.
Sumarið er á
næsta leiti,
vetur og
myrkur víkja
og það birtir
líka í sálunni.
Æska landsins heldur á vit nýrra verkefna
að lokinni skólagöngu þetta vorið og
lífið brosir við henni. En vítin eru mörg
og við foreldrar þurfum að halda vöku
okkar. Við erum fyrirmyndir æskunnar,
við eigum að leiða hana réttan veg út í
lífið. Því hlutverki verðum við að sinna
af alvöru.
Forvarnarstarf er mikilvægt nú líkt og
fyrr en blikur eru á lofti. Raddir heyrast
um tilslökun þegar kemur að fíkniefnum.
Undir slík sjónarmið getur Vímulaus æska
– Foreldrahús ekki tekið. Ef við slökum
hið minnsta á í baráttu gegn fíkniefnum,
er hætta á að við missum tökin.
Öflugt forvarnarstarf hefur skilað
umtalsverðum árangri, hvort heldur
litið er til reykinga, áfengisneyslu eða
annarrar vímuefnanotkunar ungmenna.
Forvarnir eru viðvarandi viðfangsefni og
á ábyrgð okkar allra.
Kosningar til sveitarstjórna fara fram í
lok maí. Mig langar að höfða til ábyrgðar
stjórnmálamanna sem bjóða fram krafta
sína í þágu almennings og hvetja þá til að
gefa forvörnum enn meiri gaum en gert
hefur verið. Myndarleg aukning á fjár-
framlögum til forvarna í þágu æskunnar
er trúlega ein besta fjárfesting sem
þjóðin getur lagt í.
Úrræði þurfa líka að vera til staðar fyrir
þann hóp sem lendir í vanda, m.a. vegna
vímuefnanotkunar. Foreldrahús sinnir,
auk annars, námskeiðahaldi og ráð-
gjafaþjónustu fyrir fjölskyldur sem eiga
börn og unglinga í einhverskonar vanda.
Álag á starfsfólk Foreldrahúss í að veita
ráðgjöf, viðtöl og stuðning við foreldra
og börn vegna margþættra vandamála,
vex stöðugt. Þá er mikil spurn eftir sjálfs-
styrkingarnámskeiðum. Heilbrigð og
sterk sjálfsmynd er lykillinn að velgengni
í lífinu öllu og ábyrgð okkar foreldra er
mikil í þeim efnum.
Vímulaus æska – Foreldrahús gæti
ekki haldið úti öflugu starfi sínu ef ekki
kæmi til velvild og öflugur stuðningur
einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Mig
langar fyrir hönd Vímulausrar æsku, að
þakka fyrir þann stuðning og velvild sem
samtökin njóta. Þá færi ég starfsfólki
einlægar þakkir fyrir framlag þess.
Gætum æsku landsins. Verum óhrædd
við að taka afstöðu gegn vímuefnum.
Gleðilegt sumar.
Framkvæmdin er eftirfarandi:
· Forvörn fer fram í gegnum fræðslu
og almenna umræður.
· Sjálfsskoðun fer fram í gegnum
verkefnavinnu, sköpun og leiki.
· Tilfinningaleg úrvinnsla fer fram í
gegnum hlustun og tjáningu.
Nálgunin á námskeiðinu felst í að
veita öruggt umhverfi, byggja upp
traust innan hópsins og að allir fá
tækifæri til þess að njóta sín á sinn
hátt. Leiðbeinendur sameina hæfni
á sviði sköpunar og mannlegra sam-
skipta og þannig aðstoða börnin og
unglingana til að nýta sér sitt eigið
innsæi, getu, reynslu og tjáningu til
að ná félagslegri og tilfinningalegri
kjölfestu.
Lagt er upp úr að trúnaður ríki
meðal allra, bæði meðal þátttak-
enda og leiðbeinenda. En það þýðir
að það sem opnað er á og unnið er
með fer ekki út fyrir hópinn. Það
getur komið upp sú staða að leið-
beinendur telji vera þörf á að vinna
frekar með mál og er það þá alltaf
gert með samþykki og samvinnu
þess sem í hlut á. Allt sem kemur
upp á námskeiðinu er unnið vand-
lega með og ef þess þarf, bæði fyrir
utan námskeiðið og/eða eftir lok
þess.
Traust er byggt upp með því að
nálgast hvern og einn út frá þeirra
forsendum og fær hver og einn að
vinna þau verkefni sem lögð eru
fyrir á sinn hátt.
Þau viðfangsefni sem þátttakend-
urnir fá tækifæri til vinna með og
skoða eru samskipti, tilfinningar og
tengsl sín við sitt nánasta umhverfi,
fjölskyldu, vini og skóla.
Boðið er upp á margar leiðir til
þess að opna sig og tjá sig út frá
ofangreindum viðfangsefnum
eins og t.d. með myndlist, tónlist,
leikrænni tjáningu, hreyfingu og
orðlist. Með því er verið að efla
sjálfstæði, sköpun, tengsl, sjálfs-
þekkingu og samvinnu. Hlustun
og munnleg tjáning eru mikilvægir
þættir sem haldið er vel utan um hjá
hverjum og einum innan hópavinn-
unnar. Þannig fá allir að upplifa þá
virðingu, vinsemd og viðurkenn-
ingu sem þeir þurfa og eiga skilið.
Námskeiðið er fyrir börn og ung-
linga á aldrinum 10 ára til 17 ára eða
frá 5. bekk í grunnskóla til 1. bekkj-
ar í framhaldsskóla. Hóparnir eru
aldursskiptir og er kynjaskipt frá
13 ára aldri. Fjöldi í hóp er frá 12-
16 og eru tveir ráðgjafar með hvern
hóp. Lengd námskeiðanna er 15-20
klukkustundir sem dreifast yfirleitt
yfir 10-15 vikna tímabil.
Á miðju námskeiðstímabilinu er
foreldrum boðið upp á foreldrakvöld
þar sem farið er ítarlega í gegnum
þá hugmyndafræði og nálgun sem
unnið er eftir. Þeir ráðgjafar sem
hafa komið að námskeiðinu hafa
mikla fagþekkingu í formi reynslu
og menntunar í tenglsum við börn
og unglinga, eins og t.d. í sálfræði,
listmeðferð, sálfræði, uppeldisfræði
og félagsfræði. Undanfarin ár hefur
Elísabet Lorange, kennari og list-
meðferðarfræðingur, haldið utan
um námskeiðið, þróun þess, leið-
beinendur og samstarf við stofnanir
og samtök.
Tvisvar á ári hverju hittast ráð-
gjafarnir til þess að fara yfir stöðuna
með það að leiðarljósi að efla bæði
samvinnu og þróun námskeiðsins,
sem miðast út frá þörfum þeirra
sem nýta sér námskeiðið. Gæðin
hafa verið metin út frá aðsókn og
ummælum þátttakenda og aðstand-
endum þeirra, sem og þeim fagað-
ilum sem hafa vísað á námskeiðið
í gegnum árin. Frá upphafi hafa
nokkur þúsund börn og unglingar
sótt námskeiðin og eykst aðsókn ár
hvert. Samstarf hefur verið við ýmis
samtök, stofnanir og skóla um allt
land eins og t.d. Ljósið, VáVest og
Námsflokka Reykjavíkur.
Metnaður okkar felst í því að
sinna þörfum í samfélaginu og þá
hefur ytra form námskeiðsins, eins
og lengd, aldur og fleira, vikið. Er
þá innihald námskeiðsins sniðið að
því formi sem fyrir er, t.d. í skólum,
stofnunum eða samtökum. Það er
okkar mat að sjálfsstyrking sem
þessi sé mikilvægt úrræði til þess
að sinna þeirri sjálfsrækt sem öllum
er holl og mörgum nauðsynleg.
Elísabet
Lorange
„Vel skipulagt, faglegt, metnaðarfullt
starf sem skilaði heilmiklum árangri með
minn ungling. Við erum hæstánægðar
mæðgurnar.“
„Námskeiðið bjargaði og styrkti mína
dóttur.“
„Þetta námskeið er eitthvað sem öll börn
eiga að fara á.“
„Foreldrahús er stórkostlegur staður.
Dóttir mín hefur sótt 3 námskeið þar og
árangurinn ótrúlegur. Hún hlakkar til í
hverri viku að mæta og hitta stelpurnar.
Þessi námskeið hafa kennt henni svo
ótrúlega margt og fengið hana til að opna
sig og vera meðvituð um sjálfa sig. Starfs-
fólkið er líka svo yndislegt og býður upp
á opna arma. Hún getur ekki beðið eftir
næsta námskeiði.“
Kynningarblað Vímulausrar æsku – Foreldrahúss
1. tbl. – 28. árgangur – apríl 2014
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hrafndís Tekla Pétursdóttir
Prentun: Landsprent Upplag: 82.000
Vímulaus æska Foreldrahús Borgartúni 6 105 Reykjavík s. 511 6160
vimulaus@vimulaus.is www.vimulaus.is
Foreldrar eru fyrir-
myndir.
Tökum afstöðu gegn vímuefnum
Kristján Guðmundsson formaður stjórnar Vímulausrar æsku
2 Vímulaus æska 17. apríl 2014
Sjálfsstyrkingarnám-
skeið Foreldrahúss
Sjálfsstyrkingarnámskeið Foreldrahúss var sett á laggirnar árið 2001 af Ólöfu Ástu Farestveit, þá-
verandi ráðgjafa hjá samtökunum. Námskeiðið hefur verið í stöðugri þróun síðan en ætíð hefur verið
stuðst við megin tilgang námskeiðsins, sem er að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga og bæta líðan
þeirra, út frá þeirra eigin forsendum. Hugmyndafræðin byggist á: Forvörn – Sjálfsskoðun – Tilfinn-
ingaleg úrvinnsla
Starfsfólk
Foreldrahúss
Hrafndís Tekla
Pétursdóttir
Framkvæmda-
stjóri Foreldrahúss.
Hrafndís Tekla er
klínískur sálfræðingur
að mennt. Hún hefur um áraraðir unnið
að meðferðarmálum ungmenna og
sinnt ráðgjöf fyrir fjölskyldur. Hrafndís
Tekla hefur starfað við fjölskylduráðgjöf
Foreldrahúss frá árinu 2008 og sinnir
þar sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, auk
annarra úrræða.
Guðbjörg Erlings-
dóttir
ICADC vímuefnaráð-
gjafi sinnir áfengis- og
vímuefnaráðgjöf í
Foreldrahúsi fyrir
unglinga og fjölskyldur þeirra. Hún
hefur starfað í Foreldrahús frá árinu
2009 og býr að langri reynslu í með-
ferðarmálum unglinga með hegðunar-
og vímuefnavanda.
Guðrún Ágústs-
dóttir
ADC vímuefnaráð-
gjafi og foreldraráð-
gjafi hefur unnið um
áraraðir í með-
ferðarmálum unglinga og fullorðna með
áfengis- og fíkniefnavanda.
Umsagnir um sjálfsstyrkingarnámskeið
Aðalfundur Vímulausrar æsku –
Foreldrahúss verður haldinn
miðvikudaginn 30. apríl nk. kl: 17,
að Borgartúni 6.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Samkvæmt lögum samtakanna hafa
félagsmenn Vímulausrar æsku rétt til
setu á aðalfundi með atkvæðarétt og
kjörgengi hafi þeir verið á félagsskrá
minnst 3 mánuði fyrir aðalfund og
greitt félagsgjöld minnst 7 dögum fyrir
aðalfund.
Stjórn
Vímulausrar æsku – Foreldrahúss.
Aðalfundur
Vímulausrar æsku
– Foreldrahúss
30. apríl
Síða 2 - ávarp formanns stjórnar:
--> skipting í fyrri dálki, neðsta lína: Mig langar að höfða til
ábyrgðar stjór- nmálamanna....
--> ætti að vera: Mig langar að höfða til ábyrgðar stjórn- málamanna....
Síða 2 - Aðalfundur Vímulausrar æsku - Foreldrahúss:
--> skipting texta milli lína eitthvað skrýtin er það ekki?
Síða 3 - V.E.R.A.:
--> Skiptingin skrýtin á textanum??