Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 2
 TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Safna fötum og skóm fyrir börn á Grænlandi Það er eðlilegt að þeim bregði aðeins fyrst því við erum ekki vön því að horfa á myndir af kynfærum. Teitur Jónasson framkvæmda- stjóri og Valdi- mar Birgisson, auglýsingastjóri og stjórnar- formaður Morgundags.  Fjölmiðlar Uppgjör morgUndags ehF. Hagnaður af rekstri Fréttatímans Rekstur Fréttatímans gekk vel á síðasta ári og skilaði Morgundagur ehf., rekstrarfélag Fréttatímans, 25 milljóna króna hagnaði. Tekjur juk- ust um tæp 6% á milli áranna 2012 og 2013 og eru enn að vaxa. Eigið fé er 42 milljónir króna. „Það hefur verið stöðugur vöxtur í tekjum Frétta- tímans á milli ára,“ segir Valdimar Birgisson, fráfarandi framkvæmda- stjóri Fréttatímans. „Árangurinn á síðasta ári fór fram úr vonum okkar og erum við tilbúin að takast á við nýjar áskoranir,“ bætir hann við. Þær breytingar verða á stjórn Morgundags ehf. að Teitur Jónasson útgefandi tekur við framkvæmda- stjórastöðunni og Valdimar Birgis- son auglýsingastjóri verður formað- ur stjórnar. Stjórn Morgundags ehf. skipa Valdimar Birgisson stjórnarformað- ur, Teitur Jónasson framkvæmda- stjóri, Jónas Haraldsson ritstjóri, Þórdís Sigurðardóttir ráðgjafi og Gunnlaugur Árnason ritstjóri. Þórdís og Gunnlaugur, sem koma ný inn í stjórn Morgundags ehf., hafa bæði langa reynslu í viðskipta- lífinu. Þ að mátti heyra í salnum að mynda-sýningin kom flatt upp á fermingar-börnin og óundirbúið. En svo var það að baki og snúið sér að öðru efni,“ segir Ninna Sif Svavarsdóttir, prestur í Selfosskirkju, um sýningu á kynfæra- myndum í fermingarfræðslu. Um var að ræða ljósmyndir sem kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir tók af kynfær- um Íslendinga til að nota í fræðsluskyni til að endurspegla hversu fjölbreytileg typpi og píkur eru útlits. Sigríður Dögg hefur víða haldið erindi fyrir ungmenni við góðan orðstír. Ninna hafði heyrt vel látið af henni og hafði sam- band við hana til að fræða fermingarbörn- in í Selfosskirkju. „Þegar Sigríður Dögg var beðin um að koma til okkar var það ekki undir formerkjum kynfræðslu heldur um samskipti kynjanna, nánd og sam- skipti,“ segir hún. Áður en erindi hennar hófst var tekið fram að fermingarbörn mættu fara út ef þau vildu. „Tvær stelp- ur fóru fram skömmu eftir að Sigríður Dögg hóf sinn fyrirlestur og þrír strákar eða svo fóru út að hjóla. Einn prestur var á gangi og frammi við og úti eftir að börnin yfirgáfu salinn,“ segir Ninna. Það kom einhverjum foreldrum á óvart þegar þeir fréttu af því að börnunum hefði verið sýndar ljósmyndir af kynfærum í kirkjunni en enginn hefur kvartað og er almenn ánægja með fermingarfræðsluna í Selfosskirkju. Sigríður Dögg segist hafa upplifað að fermingarbörnin væru ánægð með erindið. „Það er eðlilegt að þeim bregði aðeins fyrst því við erum ekki vön því að horfa á myndir af kynfærum,“ segir hún. Árni Svanur Daníelsson, prestur og upplýsingafulltrúi Biskupsstofu, segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann heyrir af því að sýndar séu myndir af kynfærum í fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar. Það er presta í hverri kirkju að skipuleggja fermingarfræðsluna en hann segir eigin- lega kynfræðslu ekki hluta af fermingar- fræðslunni. „Hins vegar er ekki óalgengt að rætt sé um samskipti kynjanna, kærasta og kærustur, kynhneigð og fleira sem snertir þetta svið mannlífsins. Í nýju fermingarkveri sem kom út á síðasta ári eru kaflar um kærasta og kærustur, sjálfs- mynd unglinga, það vera ástfangin, um kynlíf og klámmyndir. Þetta eru málefni sem eru unglingunum hugleikin og þau eru ekki undanskilin í fræðslunni. Út- gangspunkturinn í fermingarkverinu er mikilvægi þess að við berum virðingu fyrir öðrum og virðum þeirra mörk og okkar sjálfra,“ segir Árni Svanur. Misjafnt er hvaða leiðir prestar fara til að fræða fermingarbörn um kynferðismál. „Í einni kirkju veit ég til þess að kallaðir hafa verið til sérfræðingar á sviði kyn- fræðslu til að leiða svona samtal. Í annarri voru kirkjan og heilsugæslan í samstarfi. Haldinn var fræðslufundur fyrir unglinga og foreldra þeirra um unglinginn og kyn- menningu. Heilsugæslulæknir sá um fræðsluna á þeim fundi,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  KynFræðsla misjaFnt hvernig Fermingarbörn erU Frædd Um KynlíF Sýndi fermingarbörnum á Selfossi kynfæramyndir Prestur í Selfosskirkju fékk Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing til að fræða fermingarbörn um samskipti kynjanna. Hluti af erindinu fólst í að sýna ljósmyndir af kynfærum og brá sumum fermingarbörnunum í fyrstu en voru almennt ánægð með erindið. Í nýju fermingarkveri, sem kom út á síðasta ári, eru kaflar um kærasta og kærustur, sjálfsmynd unglinga, um kynlíf og klámmyndir. Ninna Sif Svavarsdóttir, prestur í Selfosskirkju, fékk Sigríði Dögg Arnardóttir kynfræðing til að fræða fermingarbörnin um sam- skipti kynjanna. Hluti af fræðslunni var sýning ljósmynda af mismunandi útliti kynfæra. Ljósmynd/Hari Selfosskirkja. „Vinir okkar í grænlenska þorpinu sögðu okkur að mörg börn í bænum sár- vantaði bæði föt og skó. Við höfum þess vegna hrundið af stað fatasöfnun, og ætlum að koma fyrstu sendingu til Græn- lands strax í næstu viku,“ segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, sem stendur fyrir fatasöfnun í þágu barna á aldrinum 0 til 15 ára í Ittoqqorto- ormiit, afskekktasta þorpi Grænlands. Fatasöfnuninni var hleypt af stað í sam- vinnu við heimamenn á Grænlandi. „Mest þörf er fyrir vetrarfatnað, kulda- stígvél, íþróttaskó og íþróttaföt fyrir leikfimitímana, ung- barnaföt og yfirhöfuð allskyns föt á börn allt að 16 ára aldri,“ segir Hrafn.Alls búa 110 börn á aldrinum 0 til 15 ára í þorpinu, Uppgjör borgar- innar jákvætt Rekstrarniðurstaða sam- stæðu borgarinnar, A og B hluta, er 1.520 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Niðurstaðan var jákvæð um 3.723 milljónir króna en gert var ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 2.203 milljónir Í fréttatilkynn- ingu segir að jákvæðan rekstarkostnað megi rekja annars vegar til tekjufærslu matsbreytinga fjárfestinga- eigna hjá Félagsbústöðum og hins vegar til áhrifa fjár- magnsgjalda hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þar vegi þyngst gengismunur og verðmæti innbyggðra afleiða. og er óskað eftir nýjum eða óslitnum og hreinum fötum og skóm. Rimaskóli og Barnaskóli Hjallastefnunnar taka þátt í þessu verkefni, og fólk víða um land hefur boðið fram krafta sína. Flugfélag Íslands, Norlandair og Norðursigling taka höndum saman um að koma fötunum til Grænlands. Þá er tekið við fötum á skrifstofu Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, en þar er opið á virkum dögum milli 9 og 16. Sigmundur yfirtekur dómsmálin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra tók við fyrr í vikunni við sem nýr dóms- málaráðherra. Ríkisstjórn- in ákvað í framhaldi af ósk Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra að færa tímabundið mál- efni dómstóla, lögreglu og ákæruvalds undan ábyrgðarsviði innanríkis- ráðherra með því að setja á fót nýtt embætti dóms- málaráðherra. - jh Færri landar á Hornströndum Fjöldi ferðamanna í Hornstrandafriðlandi í sumar er á svipuðu róli og undanfarin ár. Íslenskum gönguferðalöngum hefur fækkað og útlendingunum fjölgað, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði „Það er vont að missa Íslend- ingana, þeir eru góðir kúnnar og versla mikið þegar þeir ferðast,“ segir Jón Björnsson, landvörður í friðlandinu. „Göngumenn sem ganga um friðlandið í lengri ferðum eru á milli 12 og 14 prósent ferðamanna sem koma þangað. Aðrir hópar eru dagferðafólk og húsafólk sem á þar sumarbústaði,“ segir enn fremur. „Sum- arið hefur að mestu snúist um gönguferðamennina þrátt fyrir að þeir séu til- tölulega fámennur hópur. Við höfum mikið þurft að snúast í kringum þá og kallað til björgunarsveitir oftar en við höfum áður gert.“ - jh 2 fréttir Helgin 29.-31. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.