Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 63

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 63
heilsaHelgin 29.-31. ágúst 2014 63 Göngugreining Pantaðu tíma í síma 517 3900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum ÁSKRIFTARKORT 14.500 kr. Fjórar nýjar sýningar Bestu sætin, á okkar besta verði. Þín föstu sæti á sýningar á Stóra sviðinu, leikskrá og kaffibolli á hverri sýningu. UNGMENNAKORT 9.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali, fyrir 25 ára og yngri LEIKHÚSKORTIÐ 11.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali FRUMSÝNINGARKORT 23.000 kr. Fjórar frumsýningar á Stóra sviðinu KÚLUKORT 5.500 kr. Þrjár sýningar í Kúlunni og á Brúðuloftinu ÁRSKORT NÝR VALKOSTUR Tryggðu þér þitt sæti á sýningar vetrarins. WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS Góð ráð í ræktinni Ásdís Árnadóttir, sjúkraþjálfari og hóptímakennari. Látum skynsemina ráða Það er mjög skemmtilegt og hvetjandi að sjá árangur og að geta smám saman meira. Hér gildir þó að hafa stignun skyn- samlega og hlusta á líkamann. Þannig má forðast meiðsli og afturför. Það er eðlilegt að finna fyrir smá harðsperrum eftir nýjar æfingar, auknar þyngdir eða hraða en ef verkir í stoðkerfi fara að gera vart við sig þarf að staldra við og endurskoða málið. Með réttri beitingu má forð- ast óæskilegt álag á liði. Fólk þarf fyrst að ná góðri stjórn á hreyfingum áður en það fer að bæta við þyngdum eða hoppum. Byrjendur ættu að fá leiðbein- ingar og byrja rólega. Við eigum bara einn líkama, förum vel með hann. Fjölbreytileiki Blandið saman styrktar-, þol-, liðleika- og æfingum sem reyna á jafnvægi. Hafið æfingarnar fjölbreyttar, fólk fær fljótt leið á að gera alltaf það sama. Það er margt í boði fyrir utan hinn hefðbundna tækjasal eins og jóga, spinning, margs konar þol- og styrktartímar, dans og fleira. Frístandandi æfingar Þó það sé ekkert eitt sem hentar öllum, þá ráðlegg ég flestum að gera frístandandi æfingar eins og framstig, uppstig, hnébeygj- ur og þess háttar. Þar reynir á styrk, þol og jafnvægi. Þeir sem eru lengra komnir og ráða vel við hreyfinguna geta bætt hoppum við. Góðir skór Mikilvægt að vera í góðum íþróttaskóm og að þeir henti viðkomandi og þeirri hreyfingu sem fólk ætlar að vera í. Fólk þarf mis mikinn stuðning frá skóm og því þarf að velja vel. Ef skórinn styður ekki nægilega vel við þá er hætta á að fóturinn lendi ekki í góðri stöðu þegar stigið er niður og það hefur áhrif á stöðu og álag á aðra liði svo sem hné, mjaðmir og bak. Þetta skiptir ekki bara máli í hlaupum og hoppum heldur líka í styrkt- aræfingum og annarskonar þungaberandi æfingum. Ásdís Árnadóttir, sjúkraþjálfari hjá Afli sjúkraþjálfun og hóptíma- kennari hjá World Class, gefur góð ráð til þeirra sem ætla að taka í ræktinni í vetur. Hún segir mikilvægt byrjendur fái leiðbeiningar og byrji rólega. Hreyfing skiptir máli Regluleg hreyfing hefur fjölþættan ávinning fyrir heilsuna eins og vísindarannsóknir hafa staðfest. Fólk sem hreyfir sig reglulega minnkar meðal annars líkur á að fá kransæðasjúkdóma, heilablóð- fall, sykursýki af tegund 2, sumar tegundir krabbameina, stoðkerfis- vandamál og geðröskun. Umfram allt eykur regluleg hreyfing líkurnar á að fólk lifi lengur og því við betri lífsgæði en annars. Kyrrseta getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu og fjárhag fólks og það er ekki síður mikið í húfi fyrir samfélagið í heild. Margar þjóðir hafa áætlað kostnað sam- félagsins vegna kyrrsetu lands- manna, meðal annars beinan kostnað vegna meðferðar á lífsstíl- stengdum sjúkdómum og óbeinan kostnað vegna veikindafjarvista. Tækniþróun undanfarinna ára- tuga hefur stuðlað að gríðarlegum framförum á mörgum sviðum en um leið hefur dregið úr að hreyfing sé eins sjálfsagður og eðlilegur hluti af daglegu lifi og áður var. Upplýsingar af vef embættis landlæknis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.