Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 73

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 73
heilsaHelgin 29.-31. ágúst 2014 73 FYRIRLESARAR OG KENNARAR Heilsunámskeið Haust Vetur Sími 512 8040 | www.heilsuhotel.is | heilsa@heilsuhotel.is Heilsuhótel Íslands | Lindarbraut 634 | 235 Reykjanesbær Hjúkrunarfræðingur BSc heilsuvísindi Yogakennari Ásdís Ragna Einarsdóttir Grasalæknir Heilsa, hvíld og gleði Vigdís Steinþórsdóttir Chad Keilen Kristín Stefánsdóttir 2. - 26. september, Heilsunámskeið , 2 vikur Frábært tækifæri, enn laust. *Staðfestingargjald 40.000.- Flest stéttarfélög og fyrirtæki styrkja þátttakendur 2. -16. janúar, pantið tímanlega vinsæll tími H já Heilsuhóteli Íslands starfar hópur sérfræðinga á sviði heilsu. Einn þeirra er Chad Keilen, nudd- og heilsuráðgjafi. Chad er frá Minneapolis og flutti hingað til lands með íslenskri eiginkonu sinni árið 2007. Heilsusamlegt líferni án öfga er ástríða Chad og fer hann með gesti hót- elsins í gönguferðir á morgnana, sér um kennslu í léttri leikfimi, nudd og veitir ráð- gjöf um hreyfingu. „Á Heilsuhótelinu veiti ég gestum persónulega ráðgjöf um hreyf- ingu. Þegar gestir fara fá þeir æfingaáætlun til að geta haldið áfram að gera æfingar heima að lokinni dvöl hjá okkur. Nær dag- lega held ég svo fyrirlestra um ýmis mál- efni tengd heilsu, meltingu og mataræði.“ Markmiðasetning mikilvæg Þegar verið er að stíga skref í átt til bættrar heilsu er lykilatriði að setja raunhæf mark- mið og segir Chad mikilvægt að hugsa til framtíðar þegar markmiðin eru ákveðin. „Við hvetjum fólk til að hreyfa sig til að bæta lífsgæðin en ekki endilega til að vinna keppni. Það gerist stundum þegar keppnis- skapið nær yfirhöndinni að fólk hugsar bara um að verða sem sterkast á sem skjótastan hátt. Það er ekki endilega það besta því minna er oft betra til að lifa við góða heilsu fram á efri ár. Það er útbreiddur misskiln- ingur að til að líta vel út þurfi fólk að vera í ræktinni í margar klukkustundir á dag og aldrei að borða súkkulaði eða fá sér pítsu. Lykillinn er hófsemi og að fólk sjái stóru myndina og hreyfi sig reglulega en fyllist ekki samviskubiti þegar það borðar eitt- hvað óhollt.“ Jafnvægi er lykillinn Í nútímasamfélagi er algengt að fólk vinni við skrifborð í átta tíma alla virka daga ár eftir ár og hreyfi sig lítið sem ekkert í frí- tímanum. Þeim lífsstíl hefur verið líkt við reykingar á árum áður því afleiðingarnar eru mjög slæmar og þekktar en þó er stór hluti fólks sem tekur ekki mark á aðvör- unum. „Slíkur lífsstíll er ógn við heilsuna. Líkaminn venst því að sitja og halla sér fram að tölvunni og fólk getur jafnvel ekki lengur staðið beint í baki. Það er mikilvægt fyrir líkamann að ná jafnvægi og fá hreyf- ingu á móti allri kyrrsetunni.“ Chad bendir á að ýmsir aðrir þætti í lífi nútímamanneskjunnar stuðli að kyrrsetu eins og til dæmis sjónvarp og tölvurnar sem fólk notar í frítíma sínum. „Í mörgum tilfellum krefst daglegt líf ekki hreyfingar. Sem dæmi er tiltölulega auðvelt er að nálg- ast mat og fólk þarf ekki lengur að veiða sér fæðu, heldur getur keyrt í búðina.“ Aldrei of snemmt að huga að heilsunni Gestir Heilsuhótelsins eru í mis góðu líkamlegu formi og segir Chad í raun aldrei of snemmt að byrja að huga að heilsunni. „Fólk þarf ekki að vera í ofþyngd eða við slæma heilsu til að dvelja á Heilsuhótelinu. Það hafa allir gott af heilsumeðferð og að læra eitthvað nýtt. Hreyfing og heilsusam- legt líferni er svipað og tannhirða. Henni þarf að sinna daglega en ekki bara eftir að tennurnar skemmast.“ Nánari upplýsingar um Heilsuhótel Ís- lands má nálgast á vefnum www.heilsu- hotel.is og á Facebook-síðunni Heilsuhótel. Næsta tveggja vikna námskeið Heilsuhótels Íslands verður dagana 12. til 26. september. Fyrirspurnir og pantanir má senda á net- fangið info@heilsuhotel.is. Unnið í samstarfi við Heilsuhótel Íslands Lykillinn er hófsemi og að fólk sjái stóru myndina og hreyfi sig reglulega en fyll- ist ekki samviskubiti þegar það borðar eitthvað óhollt. Chad Keilen, nudd- og heilsuráðgjafi. Kyrrseta jafn slæm og reykingar Gestir Heilsuhótels Íslands í Reykja- nesbæ fá allir pers- ónulega ráðgjöf um lífsstíl og hreyfingu. Chad Keilen, nudd- og heilsuráðgjafi hjá hótelinu, segir hófsemi lykilinn að góðri heilsu til framtíðar. Chad Keilen, nudd- og heilsuráðgjafi hjá Heilsu- hóteli Íslands, segir aldrei of snemmt að byrja að huga að heilsunni. „Fólk þarf ekki að vera í of- þyngd eða við slæma heilsu til að dvelja á Heilsu- hótelinu. Hreyfing og heilsusamlegt líferni er svipað og tannhirða. Henni þarf að sinna daglega en ekki bara eftir að tennurnar skemmast.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.