Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 41
Það er aðeins einn sigurvegari. Spanhelluborðin frá Siemens eru afbragðsgóð. www.sminor.is Siemens er í forystusætinu við framleiðslu á spanhelluborðum rétt eins og ýmsu öðru. Það er því auðveld ákvörðun að velja spanhelluborð frá Siemens í eldhúsið. Siemens þróar, hannar og framleiðir spanhelluborð sín í eigin verksmiðjum en það færir kaupendum ávallt nýjustu tækni. Glæsileg hönnun, gegnheil gæði og frábærir kostir spanhelluborðanna frá Siemens tryggja fyrsta flokks frammistöðu í hvert sinn sem þau eru notuð. Það kom okkur því ekki á óvart að eitt þeirra span- helluborða, sem við höfum á boðstólum í verslun okkar (EH 651FE17E), hlaut hæstu einkunn í nýjustu prófunum Testfakta í Svíþjóð (www.testfakta.se). Siemens. Framtíðin flyst inn. því til baka með Cooori.“ Þegar Arnar flutti til Japans árið 2003 kunni hann ekki japönsku en ákvað að læra hana með tölvunar- fræðinni. Í japönskunáminu var hann í hópi með nemendum frá Kóreu og Kína. „Þeir voru miklu sneggri en ég að læra svo ég dróst alltaf aftur úr og hætti á námskeið- unum. Þá fór ég að hugsa um það hversu gamaldags tungumálanám í dag væri. Síðastliðna hálfa öld hafa tímarnir breyst mikið en tungu- málanámið hefur ekki fylgt með. Ég var að grúska í gervigreind og tungutækni í tölvunarfræðináminu á þessum tíma og sá þar ýmis tól sem ég var að nota í rannsóknum mínum sem gætu mögulega nýst í tungumálanámi. Ég gerði rann- sóknir á nánum vinum og komst á sporið og sá að það er vel hægt að læra tungumál öðruvísi en með bók fyrir framan sig.“ Arnar deildi hugmyndinni fyrst með Eyþóri Eyjólfssyni, doktor í málvísindum og fjárfesti, sem lengi hefur starfað í Japan. „Þá byrjaði þetta að rúlla því hann gaf mér góð ráð og hvatti mig áfram. Í dag er hann enn með mér í þessu og er einn fjárfestanna.“ Á meðan Arnar var að þróa hug- myndina að Cooori bjó hann í Japan en þar sem fyrirtækið var á þróun- arstigi hafði hann ekki neina skrif- stofuaðstöðu og fór því á hverjum degi í sex mánuði í Yogogi-garð í miðborg Tókýó. Þar lagði hann drög að þróun hugbúnaðarins. Þó fyrir- tækið sé komið með þak yfir starf- semina í dag kann Arnar alltaf best við að vera á ferðinni í vinnunni. „Ég kann ekki við að sitja á sama stað allan daginn. Um daginn var fínt veður og ég hafði ákveðið að eiga fund með einum samstarfsmanna minna. Við fórum í göngutúr um El- liðaárdalinn og héldum fundinn á leiðinni. Þannig fundir eru góðir enda hugsar maður skýrar úti í náttúrunni.“ Ný hugsun í tungumálanámi Hugbúnaður Cooori miðar að því að hjálpa fólki að læra tungumál með notkun gervigreindar. Það sem er einstakt við hugbúnaðinn er að nemendum er gert mögulegt að hámarka lærdóminn á sem stystum tíma. „Tölvan lærir á heilann í notend- um eftir því sem náminu miðar áfram. Það eru ákveðnar tengingar í heilanum sem við vinnum að því að styrkja með því að bæta við nýjum orðum sem tengjast þeim sem nemandinn hefur þegar lært. Þetta er margslungið en nýlegar rannsóknir á tækninni okkar hafa sýnt að þetta virkar vel. Þegar við lærum nýtt orð einu sinni eða tvisvar er það í skammtímaminninu en Cooori passar upp á að orðið festist lengur í minninu með því að láta Skrifstofur Cooori í Tókýó eru á 49. hæð í byggingunni Roppongi Hills, einu helsta kennileiti borgarinnar. Ljósmynd/NordicPhoto/ GettyImages Framhald á næstu opnu viðtal 41 Helgin 29.-31. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.