Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Side 26

Fréttatíminn - 29.08.2014, Side 26
Kringlunni - Skeifunni - Spönginni Kringlunni Skeifunni Spönginni Sími 5 700 900 Umgjörð og gler í þínum styrkleika +/- 4 Fullt verð 44.590 kr. þegar maður syngur fyrir Garðar, hann er ennþá skólastjórinn í mínum huga og mér finnst ég ekkert minni nemandi í dag en þá,“ segir Þóra. „Er maður ekki alltaf að læra? Ég er alltaf nemandi, ég sé það ekki öðruvísi.“ Hver er munurinn á tónleikauppfærslunni og óperuuppfærslunni? Er einhver munur á undir- búningnum? „Við gerðum þetta með Ragnheiði, óper- unni hans Gunnars Þórðarsonar, þá byrjuðum við á því að flytja hana sem tónleika og það er rosalega gott. Þá hefur maður ekkert, maður stendur bara einn. Engir búningar, engir leik- munir. Bara innra líf persónunnar. Maður fer bara inn í textann og ég held að túlkunin sé bara sterkari og dýpri. Að flytja óperu á leik- sviði er svo annað, aðrar víddir sem bætast við. Víóletta er þekkt stærð í óperuheiminum.“ Finnst þér þú þekkja karakterinn þrátt fyrir að hafa ekki túlkað hana? „Ég hélt ég gerði það,“ segir Þóra. „Það sem maður þekkir eru þó bara klisjurnar en þegar maður fer sjálfur að syngja þá þarf maður að horfa fram hjá þeim og uppgötva karakterinn út frá sjálfum sér og það er mjög spennandi.“ Upptökur og sýningar á Ragnheiði Hvert er draumahlutverkið? Ertu búin að syngja það? „Nei, það væri ekki nógu gott ef ég væri búin að því, hvað er þá eftir,“ segir Þóra. Það verður alltaf að vera eitthvert hlutverk sem mann dreymir um. Það er alltaf auðvelt að segja að næsta hlutverk sé draumahlutverkið en það er eitt hlutverk sem mig hefur lengi langað að syngja, en það er hlutverk Marg- aretu í Faust eftir Gounoud. Ég veit ekki af hverju, en ég hef lengi verið með það í kollin- um. Leikritið eftir Göthe er auðvitað frábært, og þó að útfærslan í óperunni sé aðeins önnur þá er tónlistin stórkostleg og ég er mjög hrifin af franskri óperutónlist. Það eru mörg hlut- verk sem ég á eftir að syngja, alltaf nóg sem má bæta við. Ég er á þeim aldri sem margir eru nánast Þóra segir Hörpu vera frábært hús og gott að syngja þar, yfirleitt sé ekki svona góður hljómburður í óperuhúsum úti í heimi. nýbúnir með sitt nám, svo að því leytinu er mjög gott að hafa byrjað svona snemma að læra. Ég hef verið mjög lánsöm að hafa haft mikið að gera og haldið raddheilsu og komist óskemmd út úr þessu svo það ég á nóg eftir, nóg af hlutverkum sem ég á eftir að takast við.“ Hvernig blasir íslenskt óperulíf við söngkonu sem hefur starfað meira og minna erlendis undanfarin 20 ár? „Mér finnst ég ekki vera nógu dómbær á það því ég hef verið það lengi í burtu. Mér finnst samt einhver hreyfing vera í gangi núna, vaxandi áhugi. Það kom ákveðið fylgi með Ragnheiði, þá held ég að margir hafi upp- götvað þetta listform sem höfðu ekki kynnt sér það áður. Þá fannst mér koma einhver áður ókunn ástríða fyrir óperu. Þegar fólk tengir við söguna og slíkt. Harpa hjálpar líka til. Þetta er frábært hús og gott að syngja þar, yfirleitt er ekki svona góður hljómburður í óperuhúsum úti í heimi og fólki finnst gaman að fara í Hörpu.“ Það er margt fram undan hjá Þóru á næstu misserum, fyrir utan hlutverk Víólettu og nýtt starf hjá Listaháskólanum. „Ég er að ljúka meistaranámi í kennslu- fræðum og í haust er ég að fara að syngja Sálu- messu Mozarts í Fílharmóníunni í München. Svo taka við upptökur á Ragnheiði og nokkrar sýningar að auki á henni í desember og fleira skemmtilegt, svo ég þarf eiginlega að fá mér tímaskipuleggjanda fyrir mig, ég næ ekki alveg utan um þetta allt,“ segir Þóra og hlær. La Traviata verður flutt í Norðurljósasal Hörpu 6. og 7. september. Í aðalhlutverkum, auk Þóru, verða þeir Garðar Thor Cortes, Viðar Gunnarsson og Bergþór Pálsson. Með önnur hlutverk fara þau Einar Dagur Jónsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Guðrún Lóa Jónsdóttir, Jón Ingi Stefánsson, Guðmundur Karl Eiríks- son og Davíð Ólafsson. Hljómsveitarstjóri og stjórnandi Óperukórsins er Garðar Cortes. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Stóru húsin vilja nýta fólkið eins mikið og hægt er og eru ekkert að spá í það hvort söngv- arar brenni fljótt upp, þá ráða þeir bara einhverja nýja. 26 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.