Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 64
Helgin 29.-31. ágúst 2014
Á tak heilsurækt rekur tvær glæsilegar líkamsræktar-stöðvar á Akureyri. Önnur
er við hliðina á Sundlaug Akureyrar
við Skólaveg og hin við Strandgötu.
Í vetur verður boðið upp á fjölmörg
spennandi námskeið og opna tíma
fyrir unga sem aldna. Eigendur
Átaks heilsuræktar eru hjónin Guð-
rún Gísladóttir og Ágúst H. Guð-
mundsson. Guðrún hefur kennt lík-
amsrækt frá árinu 1992. „Enn þann
dag í dag veit ég fátt skemmtilegra
en að kenna og meðfram því að sjá
um reksturinn kenni ég á námskeið-
um og tek að mér einkaþjálfun,“
segir hún.
Aldrei hefur verið boðið upp á
eins gott úrval tíma hjá Átaki og í
ár. Að sögn Guðrúnar eru sérstök
námskeið fyrir unglinga, sömuleiðis
fyrir fólk 60 ára og eldri og í raun alla
aldurshópa þar á milli. „Við verðum
með morgunyoga fyrir 60 ára og
eldri og sérstakt styrktarnámskeið
fyrir þann hóp sömuleiðis. Þar verða
gerðar góðar styrktaræfingar en
engin hopp og læti. Námskeiðin hjá
okkur eru mjög fjölbreytt svo allir
ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“
Hjá Átaki hefur lengi boðið upp
á karlaþrek og Betra form fyrir kon-
ur. Karlaþrek hefst mánudaginn
15. september. Það er lokað nám-
skeið sem byggir á þol- og styrkt-
aræfingum fyrir karlmenn á öllum
aldri sem vilja bæta styrk sinn og
þol. Betra form er aðhaldsnámskeið
fyrir konur og hefst mánudaginn 1.
september. Kennt verður fjórum
sinnum í viku. Á námskeiðunum er
mikið aðhald, fræðsla og hvatning
svo þau eru frábær leið til að koma
sér vel á veg í átt að bættri heilsu.
Ýmsir opnir tímar eru á dag-
skránni hjá Átaki í vetur, svo sem
Foam Flex, Butt Lift og Hatha jóga.
Nýr þolfimisalur hefur verið opn-
aður í Átaki við Skólastíg en þar
verður meðal annars boðið upp á
Hot yoga.
Áskrift að heilsu
Nú eru ýmis góð tilboð hjá Átaki.
Eitt þeirra er Áskrift að góðri heilsu
en með henni kostar ársáskrift
6.900 krónur á mánuði. Sérstök til-
boð eru fyrir námsfólk. Bæði við
Skólastíg og Strandgötu er boðið
upp á barnapössun á morgnana,
kvöldin og um helgar. Þar er mjög
góð aðstaða fyrir börnin sem hefur
verið vel nýtt.
Frábær hópur kennara
Góður hópur kennara starfar hjá
Átaki, sumir sem kennt hafa árum
saman og aðrir nýjir. „Hjá okkur eru
um sextán þolfimikennarar og ann-
að eins af einkaþjálfurum. Hópur-
inn samanstendur bæði af reynslu-
miklum kennurum sem sumir hafa
kennt í hátt í þrjátíu ár og öðrum
nýjum og yngri,“ segir Guðrún.
Nánari upplýsingar um dag-
skrána hjá Átaki heilsurækt má
nálgast á vefnum www.atakak.is
og á Facebook-síðunni Átak heilsu-
rækt.
Unnið í samstarfi við
Átak.
Líf og fjör í Átaki
heilsurækt
Húsnæði Átaks við Strandgötu er byggt út í sjó og er útsýnið því fallegt. Mikið var
lagt upp úr hönnun hússins og var innanhússhönnun í höndum þeirra Fanneyjar
Hauksdóttur og Margrétar Jónsdóttur.
Veturinn verður spennandi hjá heilsu-
ræktinni Átaki á Akureyri. Á næstu dögum
hefjast ýmis lokuð aðhaldsnámskeið sem og
opnir tímar fyrir fólk á öllum aldri.
Ýmis góð tilboð eru núna hjá Átaki heilsurækt á Akureyri og
kostar ársáskrift 6.900 krónur á mánuði.
Guðrún
Gísladóttir
eigandi Átaks
heilsuræktar
hefur kennt
líkamsrækt í
yfir tuttugu ár
og er enn að.
Hlíðasmára 10, 201 Kóp, S. 568 3868
www.matarfikn.is Esther Helga Guðmundsdóttir M.Sc.
Stjórnar át- og þyngdarvandi lí þínu?
NÝTT LÍF !
www.matarfikn.is
Áhugasamir ha samband í síma 568 3868 eða sendið póst á matarkn@matarkn.is
Næstu námskeið:
Næsti NÝTT LÍF hópur hefst 02.10.14.: 5 vikna meðferaðarnámskeið með þriggja mánaða eftirfylgni, fyrir nýliða og þá sem þurfa að
komast í "fráhald". Meðferðin hefst með helgarnámskeiði, síðan tekur við daglegur stuðningur við meðferða- og matarprógramm,
vikulegir hópfundir, fyrirlestrar og kynningar m.a. á 12 spora star.
Næstu FRÁHALD Í FORGANG framhaldshópar heast 03.09.14 og 22.09.14 5 vikna framhaldsnámskeið með þriggja mánaða eftirfylgni, fyrir
þá sem vilja áframhaldandi stuðning og endurkomufólk.
VIÐTÖL: Skimunarviðtöl, samtals- og dáleiðslumeðferðir Estherar Helgu, leiðbeiningar um mataræðisbreytingar í fráhaldi.
Frá skjólstæðingum MFM miðstöðvarinnar:
„Mér nnst alveg frábært að það séu til fagaðilar sem taka á þessum kvilla og nnst mér þið vinna frábært og mjög
svo þarft verk. Áfram MFM“.
NÁMSKEIÐ
KVÍÐAMEÐFERÐARSTÖÐVARINNAR
Eftirfarandi námskeið verða á dagskrá hjá
Kvíðameðferðarstöðinni haustið 2014
Nánari upplýsingar má finna á www.kms.is
Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is
Námskeið við félagskvíða
Sjálfsöryggi og sátt
Streitustjórnun
Öryggi í námi
Námskeið við athyglisbresti
Svefnnámskeið
Íþróttastuðningshlífar
Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic.
Vandaðar vörur á góðu verði.
Sporlastic vörurnar fást einnig í ýmsum apótekum.
FA
S
TU
S
_H
_2
7.
05
.1
4
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Veit á vandaða lausn