Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 58
heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201458 Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara Skráning á www.bakleikfimi.is og í síma 897 2896 Hádegis- og eftirmiðdagstímar í Grensáslaug, Grensásvegi 62. Með sambaívafi í Heilsuborg, Faxafeni 14 Hefst 3. september Bakleikfimi Upplýsingar í síma 561 5620 www.schballett.is Skráning hafin Á morgun, laugardaginn 30. ágúst, ætlar Heilsuborg í Faxafeni 14 að bjóða upp á opið hús til að kynna dagskrá vetrarins. Húsið verður opið frá klukkan 12 til 15 og munu starfs- menn Heilsuborgar vera til staðar til klukkan 13 til svara spurningum og kynna hin fjölmörgu námskeið sem eru að fara af stað. „Það er auð- velt að lofa góðri stemningu,“ segir Óskar Jón Helgason, forstöðumað- ur heilbrigðisþjónustu. „Húsið opnar í þann mund sem Heilsuborgarmaraþonið er að klárast og það er alltaf geysilega skemmtileg stemning sem fylgir því.“ Heilsuborgarmaraþonið er 5 km langt og fer af stað klukkan 11. Aðaláherslan í hlaupinu er að hver fari á sínum hraða og fyrir mjög marga er það talsverður sigur að klára 5 km. Klukkan 13 mun Sólveig Sigurðardóttir deila með gestum hvernig hægt er að búa til hollan mat á einfaldan og ljúffengan hátt, en hún hefur náð gríðarlega góðum árangri á Heilsulausnanámskeiðinu í Heilsuborg. Klukkan 14 verður síðan kynning á námskeiðunum sem eru að fara af stað í Heilsu- skóla Heilsuborgar. Stærsta námskeiðið í Heilsuborg heitir Heilsulausnir. Það hentar einstaklingum sem glíma við offitu með eða án fylgikvilla svo sem sykursýki. Námskeiðið spannar ár og skiptist í þrjár annir. Hátt í 300 manns sækja þetta námskeið árlega. Hóparnir á námskeiðinu æfa þrisvar í viku á föstum tímum en auk þess fara þátttakendur í viðtal hjá hjúkrunarfræðingi í upphafi og lok hverjar annar. Ásamt því að æfa reglulega fá þátttakendur stuðning fagfólks við að innleiða heilbrigð- ara neyslumynstur og betri lífsstíl. Vandaðir fræðslufundir fylgja þar sem farið er yfir þau atriði sem verið að taka fyrir og breyta hverju sinni. Óskar leggur ríka áherslu á að hér sé ekki um átaksnámskeið með öfgakenndum breytingum að ræða. „Á Heilsulausnanámskeið- unum hjálpum við þátttakendum að gera áherslubreytingar til framtíðar sem skila sér í heilbrigðari lífsstíl og bættum lífsgæðum. Hér er ekki um skyndilausn að ræða.“ Önnur námskeið á vegum Heilsu- skóla Heilsuborgar eru Stoðkerfis- lausnir sem hentar fólki með stoðkerfisvandamál, Orkulausnir sem hentar fólki sem þarf að ná upp þreki eftir erfið veikindi eða fólki sem þarf að fara rólega af stað í líkamsræktina vegna vefjagigtar og Hugarlausnir sem hentar fólki sem er að glíma við þunglyndi, kvíða eða streitu. Námskeið Heilsuskól- ans hefjast 1. og 2. september. Unnið í samstarfi við Heilsuborg. Kemur næst út 12. september Nánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, gigja@frettatiminn.is, í síma 531-3312. Opið hús í Heilsuborg Óskar Jón Helgason, forstöðumaður heilbrigðisþjónustu hjá Heilsuborg, segir að fjölbreytt námskeið verði í boði hjá Heilsuborg í vetur. Opið hús verður á laugardag þar sem fólk getur kynnt sér Heilsuborg. Lj ós m yn d/ N or di cP ho to s/ G et ty Im ag es Hlaup í góðum félagsskap Margir ætla eflaust að spretta úr spori í haust og komast þannig í sitt besta form. Góður félagsskapur getur verið drífandi og því er gott að fá góðan vin með út að hlaupa og þá verða skrefin léttari. Skokk- og hlaupahópar eru víða um land og um að gera að nýta sér visku þjálfara og hinna reyndari sem þar eru. Í nær hverju hverfi í höfuðborg- inni má finna hlaupahóp. Sama má segja um nágranna sveitarfélögin og ýmsa bæi á landsbyggðinni. Á vefsíðunni hlaup.is má finna lista yfir skokkhópa. Þar eru einnig að ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir hlaupara, eins og ýmsar ráð- leggingar, æfingaáætlanir og lista yfir almenningshlaup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.