Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 52
heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201452 Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI Saksóknarar í hörkuformi Saksóknararnir Kolbrún Benedikts- dóttir og Hulda Elsa Björgvinsdóttir stunda líkamsrækt af miklum móð. Báðar æfa þær kraftlyftingar, auk þess er Kolbrún í Crossfit og Hulda Elsa stundar hlaup af og til. K olbrún Benediktsdóttir og Hulda Elsa Björgvins-dóttir, saksóknarar, hófu báðar að æfa kraftlyfingar í byrjun ársins og líkar vel. Kolbrún hefur æft Crossfit í þrjú ár og upplifði þar í fyrsta sinn að langa virkilega á æfingu. Hulda Elsa byrjaði í einkaþjálfun í október síðastliðnum og hafði aldrei áður stundað kraftlyftingar. „Ég hafði verið að lyfta lóðum í líkams- ræktarstöðvum en ákvað svo að fara í einkaþjálfun þar sem ég kynnt- ist kraftlyftingum. Ég hefði aldrei trúað því hvað þetta er skemmtilegt. Mér finnst alltaf gaman að mæta á æfingar og það er engin kvöð enda er félagsskapurinn mjög góður,“ segir Hulda sem æfir lyftingarnar í fjögurra manna hópi. Fyrst eftir að Hulda Elsa byrjaði í einkaþjálfuninni vann hún að því að undirbúa líkamann undir kraft- lyftingarnar. „Fyrstu tvo til þrjá mánuðina fór ég ekkert nálægt stóru lóðunum. Svo í byrjun ársins fór ég að stunda bekkpressu, hnébeygjur, réttstöðulyftu og aðrar kraftlyftingar þrisvar sinnum í viku. Það er virki- lega hvetjandi að bæta sig. Það er svo áþreifanlegt þegar maður nær að lyfta fleiri kílóum og maður verður ægilega glaður þegar það tekst.“ Kolbrún tekur í sama streng og segir félagsskapinn skipta miklu máli. Sumarið 2011 byrjaði hún að æfa Crossfit og hafði aldrei áður stundað reglulega hreyfingu. „Ég byrjaði af forvitni því ég hafði heyrt af mörgum sem voru að æfa. Ég fann strax að þetta var eitthvað fyrir mig og upplifði í fyrsta sinn á ævinni að virkilega langa á æfingu,“ segir Kol- brún. Yfirleitt æfir hún Crossfit fjór- um til fimm sinnum í viku. „Í Crossfit er mikil samvinna og skemmtileg hópamyndum. Þetta er þannig íþrótt að fólk kynnist strax og það myndast skemmtilegur andi.“ Í janúar bætti Kolbrún svo kraft- lyfingum við og ætlar að taka þátt í sínu fyrsta kraftlyfingamóti á næstu dögum, Íslandsmótinu í réttstöðu- lyftu. „Það er nú pínu upp á grín og líka til að hafa gaman af þessu. Áður hef ég keppt í liðakeppnum í Crossfit.“ Eftir að Kolbrún byrjaði að æfa reglulega finnur hún mikinn mun á líðan sinni. „Það er mjög gott að fá reglulega hreyfingu þegar maður er í krefjandi starfi og með fjölskyldu. Ég finn að ef maður gefur sér tíma til að hreyfa sig er maður betur í stakk búinn að takast á við lífið.“ Hulda Elsa segir það algengan mis- skilning meðal kvenna að vöðvarnir verði mjög stórir af kraftlyftingum. „Það er eiginlega þvert á móti því kraftlyftingar hafa verið sú hreyfing sem hefur hjálpað mér hvað mest að léttast. Líkaminn mótast mikið við kraftlyfingarnar. Þegar ég lyfti sem þyngstu léttist ég mest.“ Ef maður gefur sér tíma til að hreyfa sig er maður betur í stakk búinn að tak- ast á við lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.