Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 44
WWW.LEIKHUSID.IS Justin Timberlake heillaði unga fólkið í Kópavoginum á sunnudagskvöld og miðaldra tónleikarýnir Fréttatímans hreifst með. Ljósmynd/Hari Júmbó og Justin É g er rétt tæplega fer-tugur karlpungur en hef alltaf verið ginnkeyptur fyrir svolitlu píkupoppi. Hef alltaf haft sérstakt dálæti á Michael Jackson og Spice Girls eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Britney Spears og Christina Aqui- lera reyndar líka. Það þurfti því ekkert að snúa rosalega hart upp á höndina á mér að rúlla í Kópa- voginn, rétt skal vera rétt, að sjá Justin Timberlake á tónleikum. Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur tala gjarnan um það þegar Led Zeppelin kom hér og spilaði á hátindi frægðar hljóm- sveitarinnar árið sjötíueitthvað og súrkál sem stærsta tónleika- viðburð Íslandssögunnar. Í mörg ár hér eftir munu þeir sem voru í Kórnum á sunnudaginn tala á svipuðum nótum um þessa tón- leika. Sú breyting hefur orðið á að nú eiga allir tónleikagestir, já allir tónleikagestir, myndir og mynd- bönd af tónleiknum því til stað- festingar. Ekki hefði ég viljað vera intervefurinn þegar öll selfíin, snapptjöttin og Facebookstatus- arnir byrjuðu að fylla hvern krók og kima af vefnum upp úr kvöld- matarleytinu. Kannski er það bara ég, en mér í það minnsta þykir óþarfi að hanga í símanum allan tímann á meðan viðburður eins og þessi á sér stað. Viðurkenni reyndar að ég tók upp brot af endurkomutónleikum Langa Sela og skugganna á Bar 11 hérna um árið þannig að ég skil konseptið. En er einhver að fara að horfa ömurlegt myndband tekið upp á símadruslu frá hinum endanum á fótboltavelli þar sem stjarnan er hálfur pixell, max og hljóðgæðin eru skruðningur í besta falli? Þannig að í framtíðinni – ef þú ert ekki fremst er þetta hálfgert tilgangsleysi. Ég var t.d. fremst á Langa Sela tónleikunum. Ein, tvær myndir, eitt selfí og fimm, sex snapptjött eru maxið. Svo á bara að skemmta sér á staðnum og hananú, er alla vega skoðun þess fúla karls sem þetta skrifar. Tónleikarnir voru góðir. Justin var í stuði og þrátt fyrir að hljóðið væri ekki alltaf upp á sitt besta, í það minnsta í stúkunni þar sem við frúin sátum, virðist vel hægt að halda tónleika þarna í uppsveit- um Kópavogs. Sá eða sú sem sá um skipu- lagninguna ætti að fá Fálkaorðu ekki seinna en um áramótin. Allur þessi fjöldi fólks, 17 þúsund manns, komst tiltölulega klakk- laust til og frá tónleikastaðnum sem augljóslega var ekki hann- aður til þess að taka á móti svona mörgu fólki í einu. Ég var svo stressaður að komast á réttum tíma á tónleikana að ég þorði ekki annað en fara vel tímanlega að heiman og þegar ég var svo allt í einu bara mættur á planið fyrir framan Kórinn sá ég ekki annan kost í stöðunni en að fara beinustu leið í Krónuna, hvar ég bauð eiginkonunni upp á Júmbó-lang- loku í tilefni kvöldsins. Þegar JT hafði farið vandlega í gegnum lögin, spilað bæði á kassagítar og píanó, dansað og spjallað við áhorfendur, sem voru einkar vel með á nótunum þrátt fyrir símahangsið, var komið að uppklappinu sem endaði á laginu Mirrors og þvílíka stemningu í einu knattspyrnuhúsi hefur eng- inn upplifað áður á Íslandi. Hárin risu á hnakkanum og gæsahúðin náði upp um alla handleggi. Justin Timberlake tókst að töfra alla í salnum upp úr skónum. Hafi ef einhver farið svekktur af vett- vangi hefur sá sami bara verið að basla við símann sinn allt kvöldið. Skemmtir sér svo bara eins og það sé árið 1993 næst þegar stærsti skemmtikraftur heimsins kíkir við. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Stórkostleg stemning var á Justin Timberlake tónleikunum í Kórnum í Kópavogi. Allir voru með símann á lofti sem kom að góðum notum þegar JT bað um smá rómó stemningu. 44 tónleikar Helgin 29.-31. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.