Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 74
heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201474 Nú get ég auð- veldlega farið í ferðalög og fór til dæmis til Kína nýlega. Helga Rún Pálsdóttir Helga Rún Pálsdóttir er klæðskerameistari, leikmynda- og búninga- hönnuður, fatahönnuður og hattadama og rekur saumaverkstæði á heimili sínu. Fyrir fimm árum fór hún að finna fyrir verkjum í hnjám, sökum slitgigtar. Hún átti erfitt með að ganga langar vega- lengdir og vaknaði iðulega á nóttunni vegna stöðugra verkja. Með notkun á Unloader One hnéspelkum frá Össuri hefur Helga endur- heimt fyrri lífsgæði og getur nú stundað hreyfingu og ferðalög. Nýtt líf með Unloader One hnéspelku H elga Rún Pálsdóttir er um fimmtugt og hefur átt við hné- vandamál að stríða í fimm ár vegna slitgigtar. „Brjóskið í hnjánum hefur eyðst svo þar nuddast bein í bein. Ég var með mikla verki og bólgur vegna þessa. Næst á dag- skrá hjá mér var að fara í hnéskipti en í rauninni er ég of ung því gerviliðir endast yfirleitt ekki nema í 10 til 15 ár,“ segir Helga.“ Eina úrræðið, fyrir utan gigtar-, verkja- og svefnlyf, var að fá spelkur. Til að byrja með hafði hún ekki mikla trú á því að spelkur myndu hjálpa. „Mér leist ekki vel á að þurfa að nota spelkurnar í fyrstu en nú geng ég með þær alla daga og finnst það frábært. Það varð fljótlega alveg gríð- arleg breyting og ég fann mun minna fyrir verkjunum. Eftir dálítinn tíma hurfu svo nær allir næturverkirnir og í fyrsta sinn í mörg ár gat ég sofið heila nótt.“ Þegar verkirnir voru sem mestir átti Helga erfitt með að stunda almenna hreyf- ingu og þyngdist því. „Ég gat ekki hreyft mig að neinu viti og treysti mér því til dæmis ekki í ferðalög til útlanda. Ég gat ekki gengið götuna mína á enda og til baka. Þegar ég var komin út á enda hringdi ég í manninn minn og bað hann að sækja mig.“ Breytt líf með spelkunni Líf Helgu hefur tekið miklum breytingum eftir að hún byrjaði að ganga með spelkurnar og nú getur hún ekki hugsað sér daginn án þeirra. Hún er nú alveg hætt að taka gigtar- og verkjalyf og er með spelkurnar frá morgni til kvölds og hefur endurheimt mikið af þeim lífsgæðum sem hún varð af vegna verkjanna. „Nú get ég auðveldlega farið í ferðalög og fór til dæmis til Kína nýlega. Svo geng ég langar vegalengdir án vandræða sem er alveg dásamlegt.“ Mælir með Slitgigtarskólanum Í vor sótti Helga námskeið hjá Slit- gigtarskólanum og segir hún námið þar hafa hjálpað sér mikið. „Þar læri ég æfingar hjá sjúkraþjálfur- unum og byggi mig upp í kringum hnén. Ég vildi að ég hefði haft þess kost strax í byrjun þegar verkirnir hófust að sækja námskeið þar,“ segir Helga en hún var svo heppin að vera í fyrsta námskeiðshópnum hjá Slitgigtarskólanum. Næstu námskeið verða haldin á þremur stöðum; í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Nánari upplýsingar um Slitgigtarskólann má nálgast á síðunni www.slitgigt.is og í síma 555 4449. Unnið í samstarfi við Össur. Unloader One-hné- spelkan veitir hnénu stuðning og dregur úr verkjum og notendur geta gengið með hana allan daginn. Í henni eru tveir borðar sem létta álagið af slitnum liðflötum og auðvelda sjúk- lingum að stíga í fótinn. Borð- arnir aðlagast hreyfingum sem gerir það að verkum að álagið flyst af slitna liðfletinum yfir á þann heila. Spelkan er tiltölulega fyrirferðarlítil, létt og með- færileg. Unloader One-spelkan er árangur margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu Össurar. Nánari upplýsingar í síma 425-3400 Hvað er slitgigt? Slitgigt er algengasta gerð gigtar. Verkur vegna slitgigtar orsakast af sliti í hnéliðnum og bólgum sem því fylgja. Slitgigt í hné kemur til þegar brjóskið sem hylur og dempar beinendana brotnar niður og veldur sársauka og hreyfingar- missi þegar slitnir liðfletir nuddast saman. Á æfingum er nauðsyn-legt er að huga að því að líða vel svo okkur langi að koma aftur. Fríða Rún Þórðardóttir, íþróttanær- ingarfræðingur og hlaupari með meiru, sendi á dögunum frá sér bókina Góð næring – betri árangur í íþróttum og heilsurækt og segir hún ein verstu byrjendamistökin að mæta fastandi á æfingu og líða hræðilega meðan á henni standi. „Þá er hætt við að fólk annað hvort langi ekki aftur eða hreinlega treysti sér ekki,“ segir hún og leggur áherslu á að fólk sem fylgi lágkolvetnis lífsstíl geti orðið orkulaust á æfingum og jafn- vel fundið fyrir alvarlegri svimatilfinningu. Skipulag lykillinn að árangri Ætli fólk að mæta á æf- ingu strax eftir vinnu, til dæmis um klukkan fjögur eða fimm, er nauðsynlegt að borða millimáltíð á milli klukkan þrjú og fjögur. „Stærri máltíð fjórum klukkustundum fyrir æfingu og létt milli- máltíð tveimur klukku- stundum fyrir er ágæt regla sem ekki ætti að vera erfitt að fylgja með smá skipulagi. Þegar ég spyr fólk hvers vegna það hafi ekki farið á æfingu er orkuleysi algengt svar. Oft kemur í ljós að síðasta máltíð var í hádeginu og skýrir vel af hverju fólk fer heim en ekki á æfingu.“ Hún segir alltaf gott að hafa í huga að hraði og streita á matmálstímum séu ekki góð fyrir meltinguna og geti jafn- vel ýtt undir hlaupasting og vanlíðan á æfingu, sem og uppköst sé æfingin mjög erfið. Æskilegt að borða fyrir morgunæfingar Að sögn Fríðu er oftast æski- legast að borða fyrir æfingar, þær séu hins vegar mis krefjandi og því breytilegt hversu mikið þurfi. Fyrir styrktaræfingar og púltíma sé mik- ilvægt að borða vel en þegar ganga á í rólegheitum í hálfa klukkustund er orkuþörfin ekki eins mikil. Hún segir það þó stundum tilfellið að fólk hafi ekki lyst á að borða mikið snemma morguns. „Flestir ættu þó að þola hálfan til heilan banana, aðrir myndu fá sér brauðsneið eða skál af morgunkorni eins og til dæmis Cheeriosi. Þeir sem ekki þola fasta fæðu gætu fengið sér glas af eplasafa, jafnvel þynnt hann að- eins út með vatni. Sumir myndu hins vegar fá sér væna skál af hafragraut með fræjum og rús- ínum og finnast þeir ekki geta farið á æfingu án þess.“ Mikilvægt að fylgjast með lit þvagsins Alltaf er mikilvægt að drekka nóg af vökva. Fríða segir gott að fylgjast með litnum á þvag- inu og miða við að það sé ljós- leitt, eins og dauflitað sítrónu- vatn. „Eftir því sem liturinn er dekkri, þeim mun meiri líkur eru á að líkaminn sé kominn í eða á leiðinni í vökvaskort.“ Betra er að drekka oftar og minna í einu en mjög mikið magn sjaldan. Máltíð eftir æfingar Íþróttafólki er ráðlagt að borða 20 til 30 mínútum eftir að æfingu lýkur. Stuttu eftir æfingar er blóðflæði um lík- amann mikið, hann er heitur og hormón á sveimi sem hafa það hlutverk að snúa niður- brotsferlinu, sem oft tengist stífum æfingum, við og hefja uppbyggingar- og viðgerðar- ferlið. „Það ferli þarf orku og næringu sem líkaminn fær hvergi annars staðar en úr fæðunni. Ef kvöldmáltíðin er innan við klukkustund frá því að æfingunni lýkur er í lagi að notfæra sér hana sem fyrstu máltíð eftir æfingu. Þá er ekki þörf á því að fá sér stóran próteinshake á leiðinni heim úr ræktinni þegar kvöldmatur sem inniheldur kjöt eða fisk bíður í ofninum.“ Ekki æfa á fastandi maga Fríða Rún Þórðardóttir, nær- ingarfræðingur, næringarráðgjafi, íþróttanæringar- fræðingur og hlaup- ari, sendi á dög- unum frá sér bók um næringu í íþróttum og heilsurækt. Fríða Rún gefur lesendum Fréttatímans ýmis góð ráð um næringu og matarvenjur í kringum æfingar. Á dögunum sendi Fríða Rún frá sér bókina Góð næring – betri árangur í íþróttum og heilsurækt. Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur. Þegar æft er á fast- andi maga er hætt við að fólk annað hvort langi ekki aftur á æfingu eða treysti sér ekki aftur. „Stærri máltíð fjórum klukkustundum fyrir æfingu og létt millimáltíð tveimur klukkustundum fyrir er ágæt regla sem ekki ætti að vera erfitt að fylgja með smá skipulagi,“ segir Fríða Rún. Ljósmynd/ NordicPhoto/GettyImages
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.