Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 92

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 92
 Í takt við tÍmann edda gunnlaugsdóttir Finnst Snapchat hundleiðinlegt Staðalbúnaður Ég er ekkert mjög fríkuð í klæða- burði, ég er mikið í skyrtum og gallabuxum og reyni að klæðast þægilegum fötum. Ég þoli ekki óþægileg föt. Svo er ég stundum í fínni fötum eins og kjólum og samfestingum. Ég geng yfirleitt í Converse-skóm eða ökkla-boots. Ég kaupi fötin mín oftast úti en mér finnst gaman að finna eitt- hvað hérna heima líka. Núorðið kaupi ég yfirleitt færri flíkur en fleiri og legg áherslu á gæðin. Hugbúnaður Ég á mjög stóra fjölskyldu og er mikið með henni og vinkonum mínum þegar ég er á Íslandi. Ég fer mikið á kaffihús og út að borða með vinkonum mínum og mér leiðist sjaldan. Foreldrar mínir eru líka duglegir að heimsækja mig í London. Ég hef ekki mikinn tíma til að fara út að skemmta mér og ég er líka léleg við að horfa á sjón- varpið. Ef ég horfi á eitthvað þá er það Friends og stundum Suits. Mér er dugleg við að lesa og hef mjög gaman af listum yfirleitt. Vélbúnaður Ég er með iPhone 4 og bíð eftir því að hann skemmist alveg svo ég geti fengið mér nýjan. Ég er ekkert rosa góð að nota öpp, mér hundleiðist Snapchat en ég fer auðvitað inn á Facebook. Ég fer eiginlega bara á Instagram og þess vegna er ég spennt að fá mér nýjan síma með góðri myndavél, mér finnst svo gaman að breyta myndum. Aukabúnaður Pabbi og mamma eru rosa góð að elda og við borðum oft saman. Mér finnst ítalskur matur mjög góður og fer oft niður í bæ og fæ mér pítsu og rauðvín. Hér heima finnst mér Sakebarinn mjög góður en Fiskmark- aðurinn er í uppáhaldi, hann er svona spari. Ég er mjög dugleg að fara út að borða með fólki sem heimsækir mig í London og þá er skemmtileg- ast að fara um Notting Hill. Það er líka frábær staður fyrir safnara eins og mig. Mér finnst mjög gaman að ferðast og reyni að nýta mér að það er mjög ódýrt að ferðast um Evrópu frá London. Því miður eru engin ferðalög á planinu á næstunni. Lj ós m yn d/ H ar i Edda Gunnlaugsdóttir er 23 ára Garðabæjarmær sem er að læra textílhönnun í London Col l e ge of Fashi on. Hún skrifar auk þess um tísku og listir á Femme.is. Edda elskar Instagram og Fiskmarkaðinn. Klapparstígur 40 101 reyKjavíK sími 5714010 Lokadagar útsölu 50 - 70 % af öllum útsöluvörum finndu okkur á facebook „Það verða nokkrir fastir liðir, eins og sýningin á fornbílum á Tungubökkum, grænmetismarkaðurinn í Mosfellsdal og matar-og handverksmarkaðurinn í Álafosskvosinni,“ segir Aldís Stefáns- dóttir, forstöðumaður þjónustu og upp- lýsingamála hjá Mosfellsbæ. Á laugardagskvöldið verða útitón- leikar á miðbæjartorginu. „Í ár koma fram okkar menn úr Kaleo, sem eru einmitt Mosfellingar, systkinin Páll Óskar og Diddú og það er Jógvan Hansen sem mun halda utan um dag- skrána. Svo hefst barnadagskráin á laugardaginn klukkan 13 á Hlégarðs- túninu en auk þess verða hoppukast- alar víðsvegar um bæinn,“ segir Aldís. Ullarvinnsla hefur lengi verið stund- uð í Mosfellsbæ og því verður þema hátíðarinnar í ár ullin. „Við erum með nokkra viðburði sem eru tengdir ullar- þemanu. Meðal annars höfum við látið hanna Mosfellsbæjarpeysu, sem er lopapeysa með skjaldamerki Mosfells- bæjar og hana verður hægt að nálgast í Álafossbúðinni eða ná í uppskriftina á netinu. Svo verður ullarpartí í Álafoss- kvosinni á föstudagskvöldinu þar sem allir eru hvattir til að mæta í lopapeys- um,“ segir Aldís. Aldís segir bæjarbúa vera sérstak- lega spennta fyrir kjúklingaveislunni en það var Mosfellingurinn Hjalti Úrs- us sem fékk hugmyndina og skipulegg- ur veisluna. „Það hefur alltaf verið heil- mikil kjúklingaframleiðsla í bænum, hér er bæði ræktun, sláturhús og fram- leiðsla, og okkur langaði að draga at- hyglina að því. Það er gaman að tengja hátíðina við mat og það verður boðið upp á kjúkling við Varmá á laugardeg- inum. Svo fékk Hjalti Úrsus veitinga- hús úr bænum, eins og td. Fabrikkuna og Ghandi, til að bjóða upp á litla rétti á góðu verði. Þetta verður algjör veisla.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  HátÍð Í túninu Heima Í mosfellsbæ Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er haldin í ellefta sinn nú um helgina. Mosfellska hljómsveitin Kaleo, systkinin Páll Óskar og Diddú og Jógvan Hansen eru þeirra sem troða upp á tónleikunum á laugardagskvöld. Þema hátíðarinnar í ár er ullin í öllu í öllu sínu veldi en auk þess verður blásið til kjúklingaveislu við Varmá. Systkinin Páll Óskar og Diddú munu troða upp á laugardagskvöldið, auk Kaleo og Jógvan Hansen. Ullarpartí og kjúklingaveisla 92 dægurmál Helgin 29.-31. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.