Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 46
Völusteinar H Hvenær lærist manni leti – eða að minnsta kosti tilhneiging til að fresta því sem gera þarf? Þessu velti ég fyrir mér um liðna helgi þegar ég hafði loks­ ins dug í mér að renna með kerruna í eftirdragi og kaupa eina gröfuskóflu af völusteinum svokölluðum hjá BM Vallá. Nokkur ár eru liðin frá því að minn betri helmingur orðaði þessi kaup við mig. Völusteinunum vildi sú góða kona raða meðfram veggjum í garðinum hjá okkur til þess að koma í veg fyrir illgresisvöxt. Mér leist strax vel á hugmynd konu minnar og samþykkti hana óðar. Það er snyrtilegt að setja jarðvegsdúk með­ fram steyptum veggjum og völustein­ ana ofan á. Þá eiga óæskilegar plöntur erfiðara með að sá sér, aðskiljanlegar jurtir sem ég kann ekki að nefna – en vaxa af ótrúlegri þrautseigju á stöðum þar sem þær eiga ekki að vera. Það á við um skorur við húsveggi, milli hellna og víðar. Þótt hugmyndin væri góð og einróma samþykkt á heimili okkar dró ég það að sækja völurnar. Þess vegna var ill­ gresið með frítt spil. Ég hef á langri ævi þróað með mér hæfileika til þess að horfa fram hjá ýmsu svona, hvort heldur er illgresi, flögnuð málning, ósleg inn túnbleðill eða drasl í bílskúrn­ um, vitandi þó að framkvæmdaleysi í þessum málaflokki getur farið svolítið í taugarnar á athafnasamri frúnni. Hún hefur þó sýnt bónda sínum umburðar­ lyndi í þessum efnum þótt fyrr á árum hafi hún stundum bent honum á verk­ glaða nágranna sem héngu í köðlum við vinnu á þökum, skröpuðu gamla málningu af gluggapóstum, klipptu tré og slógu garða. Verstur var samanburð­ urinn á aðventunni þegar grannarnir létu desemberkulda ekki á sig fá heldur hengdu seríur á tré og þakskegg undir aðdáunaraugum eiginkvenna sinna sem horfðu á aðfarirnar úr hlýjum stofum sínum. Þá þótti mér skynsamlegra að vera líka í hlýjunni, helst upp í sófa með góða bók eða blað. Af umhverfisþrýst­ ingi kom þó yfirleitt að því að ég rölti út með seríudræsu sem ég dró á tré, stundum úr stiga, en þakskeggið lét ég eiga sig – og komst upp með það. Eftir að við fluttum okkur um set fyrir nokkrum árum eru hvorki tré né gras­ flöt í garðinum okkar. Það verður seint fullþakkað – en þar eru steyptir veggir og ég hafði lofað, skömmu eftir að þeir voru reistir, að setja að þeim völustein­ ana í fegurðarskyni og sem illgresis­ vörn. Eftir áralangan drátt á þeirri framkvæmd mannaði ég mig loks upp í völusteinakaupin um helgina – og bætti við jarðvegsdúk til að gera illgresinu enn erfiðara fyrir. Þegar að verkinu kom voru í um­ sjón minni tveir fimm ára afadrengir, systkinasynir og góðir leikfélagar. Amman hafði brugðið sér af bæ svo ég var einn í eftirlitinu. Ég stakk því upp á því við sveinana að þeir kæmu í verka­ mannavinnuna með afa, vissi af litlum leikfangahjólbörum innan um annað dót í bílskúrnum. Þeir voru til í það, engin leti á þeim bænum. Hún hellist víst ekki yfir karlkynið fyrr en síðar á lífsleiðinni, án þess að ég viti nákvæmlega hvenær. Ég klippti því jarðvegsdúkinn í ræmur sem pössuðu meðfram veggjun­ um. Drengirnir héldu hvor í sinn enda dúksins, hreyknir af hlutverkinu. Enn kátari urðu þeir þegar að völumokstri og hjólböruakstri kom. Þá fylltu þeir leikfangahjólbörunar um leið og afinn fyllti sínar úr völuhrauknum á stétt­ inni. Saman ókum við börunum síðan á áfangastað og helltum úr þeim, snurfus­ uðum og gerðum fínt fyrir ömmu. Amman varð glöð þegar hún kom til baka og þakkaði vinnumönnum sínum vel unnið verk, þeim yngri kannski frekar en afanum sem dregið hafi fram­ kvæmdina, þetta lítilræði, í nokkur ár. Þeim var verkið augljós leikur. Það var gaman að keyra hjólbörur í réttri stærð með hæfilegu hlassi völusteina við hliðina á þeim stóru sem afinn stýrði. Þeir skiptust á að moka og keyra leik­ fangabörurnar af því að við áttum bara einar. Sennilega hefði vinnan verið enn skemmtilegri ef við hefðum átt tvennar. Vandann leystum við með því að sá sem hvíldi fékk að halda í handföngin hjá afa – og báðir röðuðu þeir völunum eftir hverja ferð. Það var ekki að sjá að þeir þreytt­ ust. Ég er viss um að strákarnir munu hlaupa til og aðstoða afa sinn með glöðu geði – gefist þeim hjólbörufæri eða annað viðlíka á næsta ári – og líka þegar þeir verða sjö eða átta ára. Spurningin er svo hvenær þeir komast á það stig að segja: „Æ, ég nenni því ekki.“ Sennilega er það þroskamerki, að átta sig á því að maður getur komist undan verki með því að þráast eða þumbast við. Kannski gerist það ekki fyrr en afadrengirnir verða unglingar – og kannski gerist það ekki. Sumir eru þeirrar náttúru að þeir eru að allt sitt líf og fá loks viðeigandi ummæli í minn­ ingargrein: „Hann var verkmaður góður, hagur á járn og tré og féll aldrei verk úr hendi.“ Þannig ummæli fá án efa nokkrir af duglegu nágrönnunum mínum gegnum árin. Í mínu tilfelli eru slík ummæli ólíkleg. Af tillitssemi verður þó varla sagt að hinn gengni hafi legið með bók uppi í sófa á meðan aðrir rústbörðu bárujárn, hefluðu fjalir eða hengdu seríur á greinar. Líklegra er að þar muni standa: „Hann sinnti sínu, blessaður, var dagfarsprúður en nokkur sveimhugi.“ Kannski verða guttarnir líka eins og afinn þegar tímar líða, draga það miss­ erum eða árum saman að sækja völu­ steina fyrir ömmur framtíðarinnar – en á hinn bóginn getur líka verið að þeir hafi fengið fítonskraftinn frá ömmunni í vöggugjöf. Hver veit? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 20.08.14 - 26.08.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Lífið að leysa Alice Munro Ísl/ensk- ensk/ísl orðabók Laufey Leifsdóttir Afdalabarn Guðrún frá Lundi Ísl/dönsk- dönsk/ísl orðabók Halldóra Jónsdóttir Ljósa Kristín Steinsdóttir Fangi himinsins Carlos Ruiz Zafón Mánasteinn Sjón Kynlíf já, takk Ragnheiður Eiríksdóttir I was here Kristján Ingi Einarsson 46 viðhorf Helgin 29.-31. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.