Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 16
Það er allt í lagi að vera vandræða- legur. Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. 20% afsláttur Þ etta er dramakómedía um mannleg samskipti og sambönd sem geta orðið ansi snúin í okkar litla, ís- lenska samfélagi,“ segir Sigurður Skúlason leikari um mynd- ina París norðursins sem frumsýnd verður þann 5. september. Sigurður leikur Svan, skólastjóra í þorpinu, sem býður aðalpersónunni Huga vinnu. „Hugi hefur flúið höfuðborgina og vandamálin þar til finna sjálfan sig. Hann hefur átt við vandamál að glíma í einkalífinu og farið að drekka full mik- ið,“ segir Sigurður en skólastjórinn Svanur stýrir heldur kómískum AA- fundum sem setja svip sinn á myndina en aðeins þrír menn eru á fundunum og bindast þeir allir nánum böndum. Traust samskipti við leikstjórann Með önnur helstu hlutverk fara þau Björn Thors, sem leikur Huga, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Helgi Björns- son, Jón Páll Eyjólfsson og Haki Lorenzen. Sigurður segir að myndin sé fyrst og fremst afrakstur samvinnu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar leik- stjóra og Huldars Breiðfjörð hand- ritshöfundar. „Þeir hafa unnið saman áður, voru á sama tíma í námi úti í New York og ég hef einnig unnið með þeim áður,“ segir Sigurður en hann lék í stuttmyndinni Skröltormar sem þeir Hafsteinn Gunnar og Huldar unnu saman og varð hlutskörpust á árlegri kvikmyndahátíð Columbia-háskólans í New York á námstíma þeirra þar. Auk þess vann Sigurður með Haf- steini Gunnari að heimildamyndinni Paradox sem fjallar um samnefnda stuttmynd frá árinu 1967 og aldrei var fullgerð. París norðursins er önnur kvikmynd leikstjórans í fullri lengd en sú fyrsta var Á annan veg sem hlaut fádæma lof, hérlendis sem erlendis. Sigurður ber Hafsteini Gunnari vel söguna, segir hann sjálfstæðan og fara gegn straumnum. „Hann fer sínar eigin leiðir, sem er gott. Hann hefur líka lag á að velja gott fólk í kringum sig þannig að það er góður andi í Tileinkuð minningu Drafnar París norðursins er önnur kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar í fullri lengd en sú fyrsta, Á annan veg, hlaut fádæma lof hérlendis sem erlendis. Sigurður Skúlason fer þar með hlutverk skólastjóra í litlu þorpi úti á landi. Eiginkona Sigurðar heimsótti hann á tökustað síðasta sumar en lést í bílslysi á leiðinni aftur heim. París norðursins er tileinkuð minningu hennar. eiginmann sinn á tökustað á Flat- eyri. Hún lenti í bílslysi í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi þann 13. júní þegar hún var á leiðinni aftur heim til Reykjavíkur. „Þrátt fyrir að það sé liðið rúmt ár síðan þá þykir mér enn erfitt að ræða þetta opinberlega. Nú þegar verið er að fara að frumsýna mynd- ina rifjast þessi tími allur upp aftur og það tekur á,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir áfallið lauk hann vinnu við myndina en þegar slysið varð átti hann eftir tvo og hálfan töku- dag. „Ég hefði aldrei getað klárað þessa daga svona nálægt þessu áfalli ef góður vinur minn hefði ekki boðist til að koma með mér án þess að ég nefndi það við hann, vinur sem vinnur við sálfræðimeð- ferð. Annars vegar var það ástæðan og síðan var það sá andi á tökustað sem mætti mér þegar ég kom aftur. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Allir voru eins og einn hugur sem var ákaflega fallegt,“ segir Sigurður. Leikstjóri myndarinnar ákvað strax eftir fráfall Drafnar að myndin skyldi vera tileinkuð minn- ingu hennar. Sigurður hefur undanfarið ár unnið úr sorginni, meðal annars með aðstoð frá Nýrri dögun, sam- tökum um sorg og sorgarviðbrögð. Hann segir fólk oft ekki vita hvern- ig það á að haga sér í samskiptum við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli en hvetur alla bara til að vera þeir sjálfir. „Það er í lagi að vera vand- ræðalegur,“ segir hann. Íslensk kvikmyndagerð blómstrar Sigurður er stoltur af myndinni og segir íslenska kvikmyndagerð sannarlega blómstra um þessar mundir. „Það er svo margt gott sem er verið að gera. Leikarar og leik- stjórar eru farnir að hasla sér völl úti í hinum stóra heimi. Við eigum mikið hæfileikafólk hér, bæði fyrir framan og aftan kvikmyndatöku- vélina,“ segir hann. Íslensk kvik- myndagerð þarf þó á frekari stuðn- ingi að halda, að mati Sigurðar, sem hvetur stjórnvöld til að leggja meira fé í þessa listgrein. „Danir tóku þá ákvörðun á sínum tíma að búa almennilega að kvikmyndagerð og lögðu mikið fé til hennar svo kvikmyndagerðar- menn fengu tækifæri til að prófa sig áfram. Það hefur sannarlega skilað sér því Danir eru nú að verða fremstir í heimi í gerð kvikmynda og sjónvarpsþátta. Það er ótrúlegt að sjá þættina sem þeir eru að gera. Þarna höfum við fyrirmynd. Við erum auðvitað bara ríflega 300 þús- und manna samfélag en við getum gert góðar myndir. Það fer mikið til eftir metnaði þeirra sem fara með völdin og fjármálin hversu langt við náum. Við getum haslað okkur völl og tekið okkur stöðu í samfélagi þjóðanna sem skapandi menningar- þjóð í fremstu röð. Við getum það ef við viljum.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is vinnunni, frjáls og opinn. Maður finnur fljótt hvað hann vill, þó hann sé opinn fyrir samtali um hvert hlutirnir eiga að þróast, en maður hvílir í traustum samskipt- um og sambandi við leikstjór- ann og getur talað opinskátt við hann,“ segir Sigurður. Áfallið rifjast aftur upp Það reyndi sannarlega á þessi nánu tengsl við gerð myndar- innar þegar Sigurður varð fyrir því áfalli að missa eiginkonu sína, Dröfn Guðmundsdóttur, í bílslysi. Myndin var tekin upp á Flateyri í maí og júní á síðasta ári. Dröfn var myndhöggvari og glerlista- maður en hafði einnig getið sér gott orð sem leiðsögumaður og meðan á tökum myndarinnar stóð fór hún með þýska konu í ferð um Vestfirði. Hún notaði síðan tækifærið og heimsótti Sigurður Skúlason missti eiginkonu sína á meðan á tökum stóð. Hann segir andann á tökustað hafa verið einstakan þegar hann sneri aftur til að ljúka myndinni. Ljósmynd/Hari Sigurður Skúlason sem Svanur og Jón Páll Eyjólfsson sem Richard í kvikmyndinni París norðursins. Dröfn Guðmundsdóttir, eiginkona Sigurðar, lést þann 13. júní 2013 í bílslysi. Hún var 66 ára gömul, fædd 20. mars árið 1947. 16 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.