Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 6
DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Aldrei að snúa n Svæðaskipt poka gorma kerfi n Steyptar kant styrk ingar n Sterkur botn n Burstaðar stállappir n Heilsu- og hæg inda lag í yfir dýnu 160x200 cM TilBoðSveRð 127.415 Dýna, botn og lappir VeRðDæMi NAtuRe’s cOMfORt heilsurúm KOMDu til OKKAR! við aðstoðum þig við að finna drauma- rúmið þitt! HeilSuRúM á fRáBæRu veRði DúúúúnDuR TvennuTilBoð 20% AfsláttuR 18.900 kRónuR tvennutilboð sæNg + KODDi DORMA dúnsæng stök sæng fullt verð kr. 18.900 DORMA dúnkoddi stakur koddi fullt verð kr. 4.900 Ferðaþjón- ustan var á síðasta ári sú atvinnugrein sem skilaði þjóðarbúinu mestum gjald- eyrisstekjum, 26,8% af heildartekjum og er stærsta útflutnings- atvinnugrein þjóðarinnar. S tjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir augljósa hagsmuni í því að einfalda virðisaukaskattskerfið enda hafi ferðaþjónustan haft frum- kvæði að því að setja á fót vinnuhóp til að koma með hugmyndir til stjórnvalda að því hvernig hægt væri að einfalda annars afar flókið virðisaukaskattskerfi í greininni og að gera það skilvirkara. „Í dag er kerfið íþyngjandi, en fjármála- og efnahagsráðuneytið er nú að vinna að útfærslu,“ segir í ályktun stjórnarinnar en þar segir einnig: „Þó er ljóst að þær breytingar til einföldunar mega ekki hafa áhrif á greinina til hins verra.“ Ferðaþjónustan var á síðasta ári sú atvinnugrein sem skilaði þjóðarbúinu mestum gjaldeyrisstekjum, 26,8% af heildartekjum og er stærsta útflutnings- atvinnugrein þjóðarinnar. Stjórn SAF leggur út af þessu og segir að ferða- þjónustan hafi haldið uppi hagvexti og atvinnustigi í landinu undanfarin ár. „Á sama tíma,“ segir stjórnin, „hafa sprottið upp raddir þess efnis að setja skuli frek- ari klafa á ferðaþjónustuna með því að hækka eigi virðisaukaskatt á greinina og afnema undanþágur.“ Stjórn SAF bendir á, í ályktun sinni, að ferðaþjónusta sé í eðli sínu alþjóðleg atvinnugrein. „Íslensk ferðaþjónustufyr- irtæki starfa því á alþjóðlegum markaði og í samkeppni við erlenda áfangastaði. Erlendis er ferðaþjónustan almennt í lægri þrepum virðisaukaskattskerfisins. Það hefur sýnt sig að þau lönd sem eru t.a.m. með gististaði í efri skattþrepum hafa lotið í lægra haldi í samkeppni við aðra áfangastaði – þar tala dæmin sínu máli í fækkun gistinátta. Á síðustu misserum hefur ferðaþjón- ustan því miður horft upp á aukningu í leyfislausri starfsemi, m.a. gistingu, og taka þarf á slíku. Það að hækka virðis- aukaskatt enn frekar eykur því miður líkur á frekari undanskotum sem má gera ráð fyrir að skekki samkeppnis- stöðu rekstraraðila hótela enn frekar en nú er raunin.“ „Ferðaþjónustan,“ segir líka, „skilar nú þegar umtalsverðum tekjum til ríkisins í formi virðisaukaskatts. Mikilvægt er að benda á að þær greinar ferðaþjónust- unnar sem eru undanþegnar virðisauka- skatti eins og t.d. hópbifreiðafyrirtæki geta ekki nýtt sér innskatt á móti og greiða hann því að fullu til ríkissjóðs.“ „Rétt er að benda á,“ segir stjórnin, „að aðrar stórar útflutningsatvinnu- greinar á Íslandi eins og sjávarútvegur og áliðnaður, sem starfa í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi eins og ferða- þjónustan, eru undanþegnar virðis- aukaskatti. Þær hafa einnig heimild til frádráttar vegna virðisaukaskatts af aðföngum vegna rekstrarins sem ferða- þjónustan hefur ekki rétt á. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Vegagerðin hefur sent Skipulags- stofnun tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmd á Vestfjarðavegi númer 60 milli Bjarkalundar og Melaness. Ný veglína um Teigs- skóg er í matsáætluninni, en fyrri veglínu var hafnað í umhverfis- mati. Nýja veglínan sem er kölluð lína Þ-H er milli Þórisstaða og Hallsteinsness í Þorskafirði, að því er Reykhólavefurinn greinir frá. „Skipulagsstofnun hefur til þessa lagst gegn vegagerð í Teigs- skógi,“ segir enn fremur „og hafa deilur um vegagerð þar farið alla leið til Hæstaréttar. Í greinargerð með veglínu Þ-H segir að nýja veglínan sé sett fram sem mála- miðlun sem kæmi betur til móts við vernd Teigsskógar. Vegurinn færi fyrir ofan skóginn og svo í gegnum hann á stuttum kafla og loks neðan við skóglendið. Vegurinn yrði lagður á um 2,15 km kafla í gegnum skóginn en fyrri veglínur lágu í gegnum hann á 6 km löngum kafla. Engin efnistaka yrði í skóglendinu utan vegstæðisins og segir í greinar- gerðinni að svo hafi verið háttað í vegagerð í friðlandinu í Vatns- firði. Vegagerðin segir að veglína Þ-H sé til þess fallin að halda raski skóglendis í lágmarki án þess að það bitni á umferðarör- yggi. Samkvæmt mati Vegagerðar- innar myndu um 0,9% af skóg- lendi í vestanverðum Þorskafirði raskast, að teknu tilliti til mót- vægisaðgerða.“ Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7- 21,7 km langur, háð leiðarvali. - jh  Samgöngur ný tillaga Vegagerðarinnar Send SkipulagSStofnun Málamiðlun sem verndar Teigsskóg betur Hreinn Haralds- son vegamála- stjóri og Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkis- ráðherra í Teigs- skógi í fyrra, er ráðherra kynnti sér vegamál á sunnanverðum Vestfjörðum. Ljósmynd/Innan- ríkisráðuneytið  Saf augljóSir hagSmunir í að einfalda VirðiSaukaSkattSkerfið Ferðaþjónustan búi við sanngjörn rekstrarskilyrði Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar segja núverandi kerfi íþyngjandi en breytingar til einföldunar megi ekki hafi áhrif til hins verra. Ferðaþjónustan er í eðli sínu alþjóðleg atvinnugrein, segir stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. 6 fréttir Helgin 29.-31. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.