Fréttatíminn - 29.08.2014, Blaðsíða 18
WWW.LEIKHUSID.IS
Tenórsöngvarinn Stefán Helgi Stefánsson syngur sig inn í hjörtu alzheimersjúklinga. Starfsfólk þessara lokuðu deilda er sannfært
um að hægt væri að spara mikla peninga í lyfjakostnað fengju sjúklingarnir að hlýða oftar á sönginn. Ljósmyndir/Hari.
Söngurinn kætir og bætir
líf alzheimersjúklinga
Tenórsöngvarinn Stefán Helgi Stefánsson hefur sungið sig inn í hjörtu alzheimersjúklinga
á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin fimm ár. Hann og samstarfskona hans, Margrét Sesselja
Magnúsdóttir, fara af stað með söfnun á Karolina Fund í næstu viku svo hægt verði að halda
áfram að bæta líf sjúklinganna sem, samkvæmt starfsfólki deildanna, er aldrei jafn glatt og þegar
söngurinn ómar um deildina.
Þ etta verkefni byrjaði í mars árið 2009 þegar Margrét Sesselja hringir í mig og spyr hvort að ég sé til í að koma og syngja fyrir mömmu
sína sem var að verða níræð. Móðir hennar
var búin að búa á alzheimerdeild Hrafnistu
í Reykjavík til fjölda ára og þeim datt helst í
hug að tónlistaratriði gæti lífgað upp á hana
og þá glatt aðra á deildinni í leiðinni,“ segir
tenórsöngvarinn Stefán Helgi Stefánsson.
Hann var heldur betur til í það, klæddi sig í
smóking og söng gömul og klassísk lög fyrir
sjúklingana. „Og það bara gerðist eitthvað.
Fólk bara lifnaði við, leit í kringum sig og
byrjaði að brosa. Ættingjar sjúklinganna og
starfsmenn deildarinnar sögðust ekki nokk-
urn tímann hafa séð þvílík viðbrögð. Þá bara
ákvað Margrét Sesselja að þetta yrði að halda
áfram og fékk mig auðveldlega til liðs við
sig.“
Stefán Helgi á ekki langt að sækja söng-
hæfileikana en hann er barnabarn hins
fræga söngvara Stefáns Íslandi.
Elligleði í fimm ár
Stefán Helgi og Margrét Sesselja
skýrðu uppátækið Elligleði og fóru
til að byrja með á þrjár dagdeildir
en fljótlega vorum þau komin upp í
þrjátíu staði, bæði lokaðar deildir og
dagvistun fyrir alzheimersjúklinga.
Og svona hefur Elli-
gleðin gengið í
fimm ár.
„Til að byrja
með fengum
við aðstoð
frá líknar-
félögum,
fyrir-
Plus-Plus kubbar í öllum
stærðum og gerðum
18 viðtal Helgin 29.-31. ágúst 2014