Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 58

Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 58
heilsa Helgin 29.-31. ágúst 201458 Betri líðan í hálsi, herðum og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara Skráning á www.bakleikfimi.is og í síma 897 2896 Hádegis- og eftirmiðdagstímar í Grensáslaug, Grensásvegi 62. Með sambaívafi í Heilsuborg, Faxafeni 14 Hefst 3. september Bakleikfimi Upplýsingar í síma 561 5620 www.schballett.is Skráning hafin Á morgun, laugardaginn 30. ágúst, ætlar Heilsuborg í Faxafeni 14 að bjóða upp á opið hús til að kynna dagskrá vetrarins. Húsið verður opið frá klukkan 12 til 15 og munu starfs- menn Heilsuborgar vera til staðar til klukkan 13 til svara spurningum og kynna hin fjölmörgu námskeið sem eru að fara af stað. „Það er auð- velt að lofa góðri stemningu,“ segir Óskar Jón Helgason, forstöðumað- ur heilbrigðisþjónustu. „Húsið opnar í þann mund sem Heilsuborgarmaraþonið er að klárast og það er alltaf geysilega skemmtileg stemning sem fylgir því.“ Heilsuborgarmaraþonið er 5 km langt og fer af stað klukkan 11. Aðaláherslan í hlaupinu er að hver fari á sínum hraða og fyrir mjög marga er það talsverður sigur að klára 5 km. Klukkan 13 mun Sólveig Sigurðardóttir deila með gestum hvernig hægt er að búa til hollan mat á einfaldan og ljúffengan hátt, en hún hefur náð gríðarlega góðum árangri á Heilsulausnanámskeiðinu í Heilsuborg. Klukkan 14 verður síðan kynning á námskeiðunum sem eru að fara af stað í Heilsu- skóla Heilsuborgar. Stærsta námskeiðið í Heilsuborg heitir Heilsulausnir. Það hentar einstaklingum sem glíma við offitu með eða án fylgikvilla svo sem sykursýki. Námskeiðið spannar ár og skiptist í þrjár annir. Hátt í 300 manns sækja þetta námskeið árlega. Hóparnir á námskeiðinu æfa þrisvar í viku á föstum tímum en auk þess fara þátttakendur í viðtal hjá hjúkrunarfræðingi í upphafi og lok hverjar annar. Ásamt því að æfa reglulega fá þátttakendur stuðning fagfólks við að innleiða heilbrigð- ara neyslumynstur og betri lífsstíl. Vandaðir fræðslufundir fylgja þar sem farið er yfir þau atriði sem verið að taka fyrir og breyta hverju sinni. Óskar leggur ríka áherslu á að hér sé ekki um átaksnámskeið með öfgakenndum breytingum að ræða. „Á Heilsulausnanámskeið- unum hjálpum við þátttakendum að gera áherslubreytingar til framtíðar sem skila sér í heilbrigðari lífsstíl og bættum lífsgæðum. Hér er ekki um skyndilausn að ræða.“ Önnur námskeið á vegum Heilsu- skóla Heilsuborgar eru Stoðkerfis- lausnir sem hentar fólki með stoðkerfisvandamál, Orkulausnir sem hentar fólki sem þarf að ná upp þreki eftir erfið veikindi eða fólki sem þarf að fara rólega af stað í líkamsræktina vegna vefjagigtar og Hugarlausnir sem hentar fólki sem er að glíma við þunglyndi, kvíða eða streitu. Námskeið Heilsuskól- ans hefjast 1. og 2. september. Unnið í samstarfi við Heilsuborg. Kemur næst út 12. september Nánari upplýsingar veitir Gígja Þórðardóttir, gigja@frettatiminn.is, í síma 531-3312. Opið hús í Heilsuborg Óskar Jón Helgason, forstöðumaður heilbrigðisþjónustu hjá Heilsuborg, segir að fjölbreytt námskeið verði í boði hjá Heilsuborg í vetur. Opið hús verður á laugardag þar sem fólk getur kynnt sér Heilsuborg. Lj ós m yn d/ N or di cP ho to s/ G et ty Im ag es Hlaup í góðum félagsskap Margir ætla eflaust að spretta úr spori í haust og komast þannig í sitt besta form. Góður félagsskapur getur verið drífandi og því er gott að fá góðan vin með út að hlaupa og þá verða skrefin léttari. Skokk- og hlaupahópar eru víða um land og um að gera að nýta sér visku þjálfara og hinna reyndari sem þar eru. Í nær hverju hverfi í höfuðborg- inni má finna hlaupahóp. Sama má segja um nágranna sveitarfélögin og ýmsa bæi á landsbyggðinni. Á vefsíðunni hlaup.is má finna lista yfir skokkhópa. Þar eru einnig að ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir hlaupara, eins og ýmsar ráð- leggingar, æfingaáætlanir og lista yfir almenningshlaup.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.