Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 41

Fréttatíminn - 29.08.2014, Page 41
Það er aðeins einn sigurvegari. Spanhelluborðin frá Siemens eru afbragðsgóð. www.sminor.is Siemens er í forystusætinu við framleiðslu á spanhelluborðum rétt eins og ýmsu öðru. Það er því auðveld ákvörðun að velja spanhelluborð frá Siemens í eldhúsið. Siemens þróar, hannar og framleiðir spanhelluborð sín í eigin verksmiðjum en það færir kaupendum ávallt nýjustu tækni. Glæsileg hönnun, gegnheil gæði og frábærir kostir spanhelluborðanna frá Siemens tryggja fyrsta flokks frammistöðu í hvert sinn sem þau eru notuð. Það kom okkur því ekki á óvart að eitt þeirra span- helluborða, sem við höfum á boðstólum í verslun okkar (EH 651FE17E), hlaut hæstu einkunn í nýjustu prófunum Testfakta í Svíþjóð (www.testfakta.se). Siemens. Framtíðin flyst inn. því til baka með Cooori.“ Þegar Arnar flutti til Japans árið 2003 kunni hann ekki japönsku en ákvað að læra hana með tölvunar- fræðinni. Í japönskunáminu var hann í hópi með nemendum frá Kóreu og Kína. „Þeir voru miklu sneggri en ég að læra svo ég dróst alltaf aftur úr og hætti á námskeið- unum. Þá fór ég að hugsa um það hversu gamaldags tungumálanám í dag væri. Síðastliðna hálfa öld hafa tímarnir breyst mikið en tungu- málanámið hefur ekki fylgt með. Ég var að grúska í gervigreind og tungutækni í tölvunarfræðináminu á þessum tíma og sá þar ýmis tól sem ég var að nota í rannsóknum mínum sem gætu mögulega nýst í tungumálanámi. Ég gerði rann- sóknir á nánum vinum og komst á sporið og sá að það er vel hægt að læra tungumál öðruvísi en með bók fyrir framan sig.“ Arnar deildi hugmyndinni fyrst með Eyþóri Eyjólfssyni, doktor í málvísindum og fjárfesti, sem lengi hefur starfað í Japan. „Þá byrjaði þetta að rúlla því hann gaf mér góð ráð og hvatti mig áfram. Í dag er hann enn með mér í þessu og er einn fjárfestanna.“ Á meðan Arnar var að þróa hug- myndina að Cooori bjó hann í Japan en þar sem fyrirtækið var á þróun- arstigi hafði hann ekki neina skrif- stofuaðstöðu og fór því á hverjum degi í sex mánuði í Yogogi-garð í miðborg Tókýó. Þar lagði hann drög að þróun hugbúnaðarins. Þó fyrir- tækið sé komið með þak yfir starf- semina í dag kann Arnar alltaf best við að vera á ferðinni í vinnunni. „Ég kann ekki við að sitja á sama stað allan daginn. Um daginn var fínt veður og ég hafði ákveðið að eiga fund með einum samstarfsmanna minna. Við fórum í göngutúr um El- liðaárdalinn og héldum fundinn á leiðinni. Þannig fundir eru góðir enda hugsar maður skýrar úti í náttúrunni.“ Ný hugsun í tungumálanámi Hugbúnaður Cooori miðar að því að hjálpa fólki að læra tungumál með notkun gervigreindar. Það sem er einstakt við hugbúnaðinn er að nemendum er gert mögulegt að hámarka lærdóminn á sem stystum tíma. „Tölvan lærir á heilann í notend- um eftir því sem náminu miðar áfram. Það eru ákveðnar tengingar í heilanum sem við vinnum að því að styrkja með því að bæta við nýjum orðum sem tengjast þeim sem nemandinn hefur þegar lært. Þetta er margslungið en nýlegar rannsóknir á tækninni okkar hafa sýnt að þetta virkar vel. Þegar við lærum nýtt orð einu sinni eða tvisvar er það í skammtímaminninu en Cooori passar upp á að orðið festist lengur í minninu með því að láta Skrifstofur Cooori í Tókýó eru á 49. hæð í byggingunni Roppongi Hills, einu helsta kennileiti borgarinnar. Ljósmynd/NordicPhoto/ GettyImages Framhald á næstu opnu viðtal 41 Helgin 29.-31. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.