Þjóðlíf - 01.08.1987, Qupperneq 6

Þjóðlíf - 01.08.1987, Qupperneq 6
BRÉF FRÁ LESENDUM Vændiskonur VÖRÐUR Látinn. Sr. Sigurður PáLsson, vígslubiskup á Selfossi, 86 ára að aldri. Var sóknar- prestur í Hraungerðisprestakalli 1933- 1971, Reykhólaprestakalli 1972-77, pró- fastur í Amesprófastsdæmi 1965- og kjör- inn vígslubiskup Skálholtsbiskupsdæmis 1966. Sr. Sigurður var útnefndur heiðurs- doktor við Háskóla íslands og heiðurs- borgari Selfossbæjar. Látin. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafn íslands, 69 ára að aldri. Selma var ráðin að Listasafni íslands árið 1950, skipuð umsjónarmaður safnsins árið 1953 og forstöðumaður þess árið 1961. Látinn. KrLstján Kristjánsson, fyrrverandi yfirborgarfógeti, 89 ára að aldri. Settur borgarfógeti í Reykjavík 1943 og skipað- ur 1944. Skipaður yfírborgarfógeti í Reykjavík 1963 en fékk lausn 1968. Látinn. Gunnlaugur Pétursson, fyrrver- andi borgarritari, 74 ára að aldri. Gunn- laugur var ráðinn borgarritari í Reykjavík árið 1956 og gegndi því embætti til 1982. Áður var hann forstjóri Coldwater Sea- food Corporation í Bandaríkjunum. Látinn. Alfreð Flóki, listamaður, 49 ára að aldri. Látinn. Tryggi Ófeigsson, fyrrverandi út- gerðarmaður, 90 ára að aldri. Greinin ykkar í síðasta hefti Þjóðlífs (júní 1987) snart mig mjög djúpt. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að vændi væri svona út- breitt hér á landi og svo er um fleiri. Greinin var mikið umtöluð á mínum vinnustað og mér heyrðist flestir vera sammála því að það væri Ijótur blettur á þjóðinni ef kjör kvenna eru orðin þvílík að þær þurfi að selja eigin líkami til þess að komast af. Guðrún, Patreksfirði. Greinin um vændi og vændiskonur þótti mér stórgóð og í alla staði stórmerkileg. Ég held að mjög fáir hér á landi hafi gert sér grein fyrir því að vændi er svona mikið stundað héma - við höfum tilhneigingu til þess að halda að ekkert Ijótt þrífist hér á landi, en það er auðvitað mikill misskilningur. Það er ljótt til þess að hugsa að sumir karlmenn hér skuli geta fengið það af sér að notfæra sér svona fjárhagsneyð kvenna. Ingimundur, Reykjavík. Þakka ykkur fyrir vændisgreinina. Hún var allt öðru vísi en ég bjóst við, mjög vel unnin og ykkur til sóma að öllu leyti, engin sorablaða- mennska eins og er allt of algeng hér. Jóna, Reykjavík. Breytingar til góðs Ég vil óska ykkur til hamingju með breyting- arnar allar á blaðinu ykkar. Ég hef keypt Þjóð- líf frá upphafi og hef yfirleitt þótt blaðið gott. Pessi breyting yfir í fréttatímarit er áreiðan- lega til góðs og ég hlakka til að fá áfram vand- aðar greinar í framtíðinni. Sigurður, Kaupmannahöfn. Ég vildi óska að þið hættuð að birta teiknaðar myndir á forsíðu þessa annars ágæta tímarits. Mér hafa alltaf fundist þær skelfing ljótar og svo er um fleiri hef ég heyrt. Ég tel engan vafa á því að þið spillið fyrir sölunni með því að hafa teikningar en ekki Ijósmyndir eins og hin blöðin gera. Fallegar ljósmyndir, helst af fall- egum stúlkum, selja áreiðanlega best, og slíkar myndir koma manni strax í gott skap! Kristján, Reykjavík. Utungiinarvélar? Ég er gjörsamlega ósammála því sem kom fram hjá Jóni Hilmari Alfreðssyni kvensjúk- dómalækni í maí-hefti Þjóðlífs. Þar segir hann að sér finnist koma til greina að reynt verði að hafa áhrif á konur sem hyggja á fóstureyðingu í þá átt að þær gangi heldur með bamið og gU' það bamlausu fólki. Ég veit ekki hvort Jón Hilmar áttar sig á því að hér er um að ræða lifandi verur, því konur eru lifandi, sem sja. heyra og finna til. Svona er ekki hægt að fara með fólk, eins og skynlausar útungunarvélar- Og gaman væri að fá að heyra eitthvað » kvennahreyfingunni um þetta mál. Ég vil óska ykkur til hamingju með blaðið; þetta er besta blaðið á markaðnum, það eina sem hægt er að lesa og lesa aftur sér til gamans og ffóðleiks. Elín, Kópavogi. 10 présent hjóna óriljandi harnlaus : Jón Hilmar Alfraðsson | kvensjúkdómaltoknir 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.