Þjóðlíf - 01.08.1987, Side 13
ERLENT
PHOTOGRAPHIC SERVICES
• Neil Kinnock, leiötogi Verkamannaflokksins, þótti standa sig einstaklega vel í kosningabaráttunni, en allt kom fyrir ekki.
fyn- en eftir næstu kosningar eru þeir mun
líklegri arftakar en ýmsir þeirra sem nefndir
v°ru tii sögunnar hér að ofan.
Pólitískt líf er hverfult og valdabaráttan
§etur verið skeinuhætt - það vita ráðherrar
Ihaldsflokksins og að því ganga þeir. Hins veg-
ar finnst mörgum þeirra erfitt að heyja þennan
valdabaráttukappleik þar sem Thatcher er í
raun allt í senn, - fyrirliði, framkvæmdastjóri
°g dómari.
STJÓRNARANDSTAÐAN í SÁRUM. Sigur
. Idsflokksins í kosningunum 1983 var alltaf
utskýrður í ljósi Falklandseyjastríðsins, en í því
Stríði tókst Thatcher að blása í glæður þess
eutisveldis sem enn býr í brjóstum sumra
reta. Nú, fjórum árum síðar, þegar Falk-
ndseyjastríðið tilheyrir sögunni og rúmlega
PrJar milljónir Breta ganga atvinnulausar,
’st stjórnarandstöðuflokkum ekki betur en
v° að til samans minnka þeir fýlgi íhalds-
°kksins um aðeins 0,2 prósent. Ekki bætir
a svo úr skák fyrir stjómarandstöðuflokk-
aria að af flestum var kosningabarátta íhalds-
flokksins talin hálf mislukkuð. Hvað misfórst?
Hverjir eru ábyrgir?
BANDALAG OG BRÆÐRAVÍG. Fyrir kosn-
ingar virtist hnífsblað vart geta skilið á milli
þeirra David Steels, leiðtoga Frjálslynda
flokksins, og David Owens, leiðtoga Jafnaðar-
mannaflokksins. Nú, mánuði síðar, beita þeir
hins vegar pólitískum hnífsblöðum í rimmu
sem fáa óraði fyrir að yrði jafn beinskeytt og
raun ber vitni. Bandalagið í þeirri mynd sem
það var er liðið undir lok. Grundvallarhug-
myndafræði Bandalagsins um samvinnu, sam-
töl og skynsamlegar málamiðlanir hefur verið
kastað fyrir borð og menn eiga nú í illdeilum.
Tilefnið er sameining. í stuttu máli má segja að
frjálslyndir og stór hluti jafnaðarmanna undir
forystu og að frumkvæði Steels vilja að flokk-
amir sameinist í einn flokk og það helst á þessu
ári. Owen, þingflokkur jafnaðarmanna og
meirihluti miðstjómar telja hins vegar að
flokkamir eigi áfram að vera til og samhæfing
stefnumála eigi að eiga sér lengri aðdraganda
en þann sem sumarlangur sammni byði upp á.
Almennir flokksmenn beggja flokkanna
munu í sumar greiða atkvæði, í sitt hvorri at-
kvæðagreiðslunni, um sameininguna. Owen
hefur þegar lýst því yfir að hann muni ekki
hlýða vilja meirihlutans fari svo að hann mæli
með sameiningu. Hann segist ekki ætla að
ganga í nýja flokkinn þó svo honum yrði boðið
leiðtogaembættið. Hann telur að ágreinings-
efni flokkanna séu enn það mörg og mikilvæg
að stefnuskrá slíks flokks yrði aldrei annað en
grautur. Pessar yfirlýsingar Owens hafa vakið
þær spumingar meðal stjómmálaskýrenda
hvort Owen hafi nokkm sinni trúað á sam-
vinnu og sambandshugmynd Bandalagsins,
sem hann þó boðaði hvað ákafast. Hafa sumir
greinahöfundar gengið svo langt að kalla hann
lygara og segja að í hans huga hafi samvinnu-
hugsjónin aldrei verið annað en lygavefur til að
hylma yfir þá staðreynd að bandalagið var
einskonar neyðarbandalag smáflokka í kosn-
ingakerfi sem hyglir stómm flokkum.
Fyrirlitning Owens á “sandalaliðinu" í Frjáls-
lynda flokknum hefur verið rifjuð upp í þessu
samhengi, en “sandalaliðið" em hópur friðar-
13