Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 17

Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 17
ERLENT Tvær þjóðir, eitt land — ------------------------------------- Israelsmenn og Palestínuarabar 20 árum eftir sex daga stríöiö 5.-10 júní 1967 ISEX DAGA stríöinu tjórfölduðu ísraelsmenn yfirráðasvæði sitt. Hátt í 300 þúsund arabar flúðu undan þeim og hafa ekki átt afturkvæmt. Hátt í ein og hálf milljón araba er undir stjóm þeirra á herteknu svæðunum. Golda Meir sagði 1971: “Landamærin eru þar sem gyðing- ar búa, ekki lína á korti". Tugþúsundir ísra- elsmanna hafa tekið sér bólfestu á herteknu svæðunum. Vesturbakki Jórdanar og Gaza- svæðið hafa ekki verið formlega innlimuð í Israelsríki en stofnun nýrra byggða gyðinga þar er hægfara, óformleg innlimun. Réttindi Palestínuaraba eru ekki virt. LANDVINNINGAR. Hvílík fagnaðarstund þegar fréttist að ísraelsmenn hefðu unnið frækilegan sigur á aröbum í sex daga stríðinu 5--10. júní 1967. Arabar, sagðir þess albúnir að eyða ísrael og kasta gyðingum í sjóinn, höfðu ekki bara beðið ósigur heldur misst |önd. Sveitir Dayans hershöfðingja lögðu und- lr sig austurhluta Jerúsalem, vesturbakka lórdanar, Gaza, Sinaiskagann og Gólanhæðir. Loks réðu gyðingar Palestínu allri. Innan þess- ara nýju landamæra voru mörg hundruð þús- und palestínuarabar. Fjölmiðlar á Vesturlöndum fögnuðu ákaf- *ega. Davíð hafði einu sinni enn sigrað Golíat. Hayan sagði á fyrsta degi stríðsins að það væri ekki landvinningastríð heldur vamarstríð, til að verja “þjóð vora, heimili og föðurland". í Israel og á Vesturlöndum vom menn sann- færðir um að ríki gyðinga stafaði mikil ógn af aröbum og lofuðu mjög þá herkænsku að verða fyrri til í þann mund sem arabar virtust ætla að ganga milli bols og höfuðs á gyðingum. Samúð var óskipt með þeim. Ég kom til ísraels í íyrsta sinn árið 1970 og fór þá í skoðunarferð frá Jerúsalem inn á herteknu svæðin, til Hebron og Betlehem og fleiri staða. ísraelskur leiðsögumaður tilkynnti þegar farið var yfir gömlu landamærin: “Nú erum við komin á herteknu svæðin, eða ef þið kjósið fremur að kalla þau svo, á frelsuðu svæðin". Skoðun hans var augljós og sam- ferðafólkið brosti. Við vomm ekki bara á vesturbakka Jórdanar heldur vomm við á ferð um Júdeu og Samaríu. Þetta vom “frelsuð" svæði. Biblían var sönnunargagnið um eignar- hald gyðinga á þessu landi. Ekki hugsuðu allir svo en bókstafstrúarmenn héldu því fram að gyðingar ættu þetta land og hefðu loks endur- heimt það. Fleiri héldu því fram að öryggi ríkisins væri best tryggt með því að færa út landamærin. Porri ísraelsmanna var þó reiðu- búinn til þess að skila stómm hluta herteknu svæðanna gegn varanlegum friðarsamningum við araba samkvæmt skoðanakönnun 1968. Síðan hefur afstaða ísraelsmanna gerbreyst. ísraelsmenn innlimuðu austurhluta Jerúsa- lem, gömlu borgina með helgidómunum, skömmu eftir sex daga stríðið. Peir innlimuðu hluta Gólanhæða en skiluðu sýrlendingum hluta þeirra, þeir sömdu frið við egypta árið 1979 og skiluðu Sinaiskaganum 1982. Meiri- hluti þeirra er andvígur því að skila Gaza og Vesturbakka Jórdanar og alls ekki Jerúsalem. Þeir vita þó að varanlegir friðarsamningar verða ekki gerðir nema þeir skili herteknu svæðunum. Friðarafstaða þeirra er því stund- um einkennileg. Amoz Oz, kunnur ísraelskur rithöfundur og friðarsinni, sagði nýlega á mál- þingi: “Hvers konar geðsýki plagar þjóðina? Þegar einhver ber að dyrum og segist vera kominn til þess að ræða frið, erum við fljót að læsa og draga fyrir glugga, hlaupa niður í kjallara og setja sírenur í gang - eins og uppá- stungan um fríðarviðræður væri sprengju- flaug". LANDNÁMIÐ, HÆGFÆRA INNLIMUM. Fljótlega eftir sex daga stríðið tóku fýrstu hópar gyðinga sér bólfestu á herteknu svæð- unum. Þegar landnemar spurðust fyrir um það hvort gróðursetja mætti olíutré sem bera ekki ávöxt fýrr en að sjö árum liðnum varð ljóst að ekki var tjaldað til einnar nætur. Byggðir voru stofnaðar samkvæmt markvissri landnáms- áætlun. Nú búa um 60 þúsund gyðingar á Vesturbakkanum sem er um fimm þúsund og fimm hundruð ferkílómetrar. ísraelsmenn, Iandnemar og stjómvöld hafa náð undir sig beint eða óbeint rúmlega helmingi jarðnæðis. Á Vesturbakkanum búa um 850 þúsund arab- ar en þeir ráða ekki iengur nema tæpum helmingi lands síns. Á Gazasvæðinu sem er aðeins um 350 ferkílómetrar, 40 kílómetra löng ræma og mjó eftir því, búa um 550 þúsund arabar, þrír af hveijum fjórum eru L’EXPRESS sJ5\Sember 1986: un9ir Palestínumenn í átökum við ísraelska hermenn í flóttamannabúðunum á Gaza- æúinu. Slík átök eru nær daglegt brauð á hernumdu svæðunum. 17

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.