Þjóðlíf - 01.08.1987, Page 19

Þjóðlíf - 01.08.1987, Page 19
ERLENT • Mágur Ásmundar var á bíl með Reykjavíkur- númerí og voru þá flestar leiðir greiðar. Her- nienn stöðvuðu oft bíla með Hebron-númer og tóku þá sérstaklega fyrir. í R-bílnum voru þeir álitnir útlendingar og var oft veifað að halda áfram för. • Ásmundur (t.v.) og Allan Shwalki ásamt börnum úr fjölskyldum þeirra. Hatrift mikið og gagnkvæmt íslendingur í ísrael VAR STUNDUM hræddur. Arabamir gátu haldið að ég væri gyðingur og gyðingamir gátu haldið að ég væri einhvers konar njósnari. Arabarnir hata gyðingana og gyðingamir hata araba. Þeir hugsa ná- kvætnlega eins. Gyðingarnir telja þetta sitt land og arabamir telja þetta s'tt land. Það er barist um landið og gyðingamir em smám saman að taka það.“ Ásmundur Ásgeirsson sölumaður fór ti! ísraels og til Hebronborgar a Vesturbakka Jórdanar í lok maí. Erindið var að heimsækja systur sína ^'gurlaugu og mág Allan Shwaiki. Sigurlaug og Allan búa á íslandi en voru í heimsókn hjá fjölskyldu Allans í Hebron. “Framtíðin? Unga fólkið sér ekki að breyting verði á þessu stríðs- ástandi og vill komast í burtu til annarra landa. Hermennimir taka menn, sérstaklega unga menn, út af minnsta tilefni og fara oft illa með þá. Hermennirnir ganga um með byssur og em stöðugt með fingur á gikk. Fólk er hrætt við þá. Ég sá í gömlu Hebron þar sem þeir höfðu sett upp girðingar við verslanir gamalla araba og vom svo þar á verði. Fólk þorir ekki lengur að versla þar og kaupmennimir verða þá að hætta. Jamal bróðir Allans var tekinn fastur. Þeir vildu að hann gerðist njósnari fyrir þá. Hann vildi það ekki og var látinn standa uppréttur í kassa í fangelsi í marga daga og gat ekki einu sinni beygt sig. Hann var loks leystur úr haldi en vísað úr landi, var sendur til Amman í Jórdaníu og þaðan kemst hann ekki aftur til Hebron. Arabamir trúa því að þeir sigri að lokum. Þeir geta h'tið sem ekkert andspænis ofurefli ísraelsmanna. Hatrið er mikið og gagnkvæmt." 19

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.