Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 21

Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 21
E R L E N T Hollt eitur? Reykingamenn fá nýja hjálp I ÞÝSKALANDI er nú verið að gera tilraunir með nýja aðferð sem á að hjálpa reykingafólki v'ö að losna endanlega undan þessum hvim- leiða ósið. Aðferðin felst í því, að límdur er nikótínmettaður plástur á húð reykinga- mannsins, sem gefur frá sér eitrið með reglu- *egu millibili allan sólarhringinn. Nikótín- magið sem reykingamaðurinn fær á sólarhring er um 40 mg, en það svarar til þess að reyktar séu 40 sígarettur. Nú er verið að prófa þennan Plástur við háskólann í Múnster og binda visindamenn miklar vonir við hann. Ef allt gengur að óskum munu reykingamenn geta fengið plásturinn gegn lyfseðli í næsta apóteki í i°k þessa árs í Þýskalandi. Aðalkosturinn við plásturinn, að sögn visindamanna við Mnsterháskólann, er sá, að reykingamenn eiga erfitt með að reykja þegar Plásturinn er kominn á sinn stað. Sígarettan mun ekki veita neina fróun, heldur þvert á móti mun líkaminn ofmettast og viðkomandi mun því beinlínis líða illa. Þegar reykingamaðurinn hefur drepið í siðustu sígarettunni getur hann límt á sig plást- Ur, en stærð hans mun fara dagminnkandi. SPIEGEL Sálfræðingurinn Buchkramer, sem stendur fyrir tilraunum með plásturinn, segir að flest- um ætti að duga að nota plásturinn í tvær til þrjár vikur og eftir það eigi eftirleikurinn að reynast auðveldari. í tilraun sem gerð hefur verið með plástur- inn voru 131 reykingamaður fengnir til þess að prófa notkun hans. Eftir þrjár vikur var plásturinn tekinn af og gátu þá 70 prósent fólksins verið með öllu án niktótíns og fundu lítil fráhvarfseinkenni. í samanburðarhópnum var plástur ekki notaður, og í honum fengu tveir þriðju svo mikil fráhvarfseinkenni að þeir skítféllu á fyrstu dögum. Það þykir hins vegar rétt að taka það fram, að plásturinn er engin allsherjarlausn þeirra sem hyggjast hætta að reykja. Af þeim sem tóku þátt í ofangreindri tilraun voru tveir þriðju famir að reykja aftur að hálfu ári liðnu. Það er samt betri árangur en hjá hinum sem ekki fengu plásturinn, eða fimm prósentustig- um færri. Ekkert getur komið í stað viljastyrks- ins, segja vísindamennimir við Múnster- háskólann - án hans er orrustan töpuð fyrir- fram. Það er hins vegar unnt að létta fólki baráttuna, t.d. með nikótíntyggjói, nikótín- plástri og margs konar sálstyrkingarmeðferð. En viljinn er úrslitaatriðið. • Reykingamaður og sálfræðingur virða fyrir sér nikótínplásturinn. jmw / Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200 21

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.