Þjóðlíf - 01.08.1987, Page 28

Þjóðlíf - 01.08.1987, Page 28
órétti og þeirri kúgun sem þær eru beittar í samfélaginu þar sem konur eiga annars að hafa sömu réttindi og menn. Aðalmeðferðin er fólgin í því að karlmenn- imir ræða saman og segja má að megintilgang- ur þeirrar umræðu sé fjórþættur: • Að koma þeim út úr sinni einangrun, þannig að þeir þori að ræða vandamálin opin- skátt og við aðra. • Að gera ofbeldið sýnilegt í samfélaginu og þannig opna almenna umræðu um ofbeldi. • Að þjálfa karlmenn í því að tala opinskátt um sitt tilfinningalíf. (Ekki bara um bfla og verðbréfamarkaðinn). • Að þjálfa karlmenn til þess að vinna saman í hópum og leysa sín mál sameiginlega. BER ÞETTA EINHVERN ÁRANGUR? Það virðist sem meðferð þessi gagni hér sem og við aðrar aðstæður. Sýnt hefur verið fram á að áfengissjúklingar sem fara í meðferð ná tölu- verðum árangri og svo er einnig um þá sem leitað hafa sér hjálpar á öðrum sviðum. Það að ræða við aðra einstaklinga sem eiga við svipuð vandamál að glíma skapar aukið sjálfsöryggi, samkennd og byggir upp traust sem áður var ekki fýrir hendi. Að tala um árangur meðferð- ar vegna ofbeldishneigðar er tiltölulega nýtt, bæði vegna þess að stutt er síðan ofbeldi gegn konum varð þekkt vandamál í vestrænum samfélögum og hinsvegar vegna þess að með- ferðarstaðir af þessu tagi eru fáir. Ýmislegt fróðlegt kemur í ljós þegar upp- lýsingar frá hjálparstöðinni í Boston eru skoðaðar. Frá því stöðin var stofhuð 1977 hafa milli 1500-2000 karlmenn sótt hjálp og tekið þátt í þeirri starfsemi sem boðið er upp á. Þetta þýðir að u.þ.b. 200 einstaklingar eru í meðferð á ári hveiju. Um 25% karlmannanna taka verulegum breytingum á meðan á meðferðinni stendur og eftir að meðferð lýkur. (þeir koma reglulega til viðtals og á hópfundi). Þessi 25% hafa eftir meðferðina allt annað samband við konur. Þeir líta öðrum augum á þær og sitt samband, jafnframt því sem þeir virðast geta tjáð sig á mun eðlilegri hátt og alveg án þess að nota ofbeldi. 50% þeirra sem fara í gegnum prógrammið hjá meðferðarstöðinni tekst að breyta sinni hegðun verulega þannig að báðir aðilar í sam- bandinu verða varir við breytingar. Þeir virðast hafa betri stjóm á gerðum sínum og hafa lært aðrar leiðir til þess að fá útrás. Allt getur geng- ið þokkalega um stundarsakir en ef upp koma erfiðar eða óvæntar aðstæður er hætt við að sjálfstjómin bresti. Þetta þýðir að um 75% af þeim sem fara til meðferðar hjá stöðinni breyta vemlega um stfl ef svo má að orði komast og sumir hverjir þannig að ofbeldi verður þeim mjög fráhverft. Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem starfa við stöðina, mun ekki vera hægt að sjá strax í upphafi hvort viðkomandi karlmaður kemur til með að þroskast úr því að nota ofbeldi sem lausn á vandamálum í það að geta rætt og tjáð sín vandamál. Þegar líður á meðferðina koma oft ákveðin einkenni í ljós hjá þeim sem detta fljótlega út úr meðferð og hætta að leita sér hjálpar. Það virðist sem svo, að þeir sem eiga jafnframt við áfengisvandamál að stríða eru þeir sem verst er að vinna með, svo og þeir sem sífellt horfa á makann og ræða hversu slæmur hann er, þ.e.a.s. komast ekki að eigin til- finningum og sjálfi. í Bandaríkjunum er nokkur fjöldi með- ferðarstöðva þar sem fengist er við þetta vandamál. Flestir sem vinna að þessum mál- efnum eru bjartsýnir á að meðferðin sé til verulegra bóta fyrir alla aðila. Þeir telja að í u.þ.b. 40-80% tilvika náist einhver árangur. Þessir sömu aðilar eru allir sammála um að þetta sé tímafrekt og langt og erfitt verkefni, þar sem breyta þarf viðhorfum karla bæði til þeirra sjálfra og til kvenna. • Hansína Bjarnfríður Einarsdóttir BOR&4R- húsqöqn Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Sími: 68-60-70 — 68-59-44 NÝ SENDING AF LEÐURSÓFASETTUM OG HORNSÓFUM

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.