Þjóðlíf - 01.08.1987, Qupperneq 31

Þjóðlíf - 01.08.1987, Qupperneq 31
INNLENT Tómstunda- trillukarlar Viröulegir landkrabbar á skaki ÞEIR HJÁ LANDSSAMBANDI smábátaeig- enda giska á aö í júlímánuði leggi yfir eitt þúsund bátar stund á handfæraveiðar á mið- unum umhverfis landið. Drjúgur hluti þessa flota er gerður út ffá Austfjörðum og það lætur nærri að tíu prósent hans eigi heimahöfn í Neskaupstað. Frá Neskaupstað róa hátt í 90 smábátar yfir sumartímann og eru það hinir ólíklegustu menn sem eltast við þann gula á nieðan sól er hæst á lofti. Nokkrir kennarar á staðnum fást við smábátaútgerð þegar skólar starfa ekki, einnig taka margir togarasjómenn og aðrir sjómenn á stærri skipum sér vænt sumarfrí til þess að róa á trillum sínum. Bæjar- stjórinn, fjármálastjóri bæjarins og forstöðu- niaður Fjórðungssjúkrahússins hafa átt bát satnan og rafeindatæknifræðingur og sóknar- Presturinn eiga annan. Það er því ekkert óal- gengt að heyra spurt á löndunarbryggjunum í Neskaupstað spumingar á borð við þessar: Var presturinn á sjó í dag? Skyldi kennara- fleytan vera að fá’ann? A öðrum fjörðum eystra er það Iíka algengt að ýmsir virðulegir embættismenn haldi á skak yfir sumarmánuðina. Á Seyðisfirði t.a.m. stundar forstöðumaður útibús Á.T.V.R. sjó- 'nn á þessum árstíma, einnig annar læknirinn á staðnum svo og félagsmálafulltrúinn sem er kona af hressustu sort og að endingu skóla- stjórinn. Suður á fjörðum er einn stöðvarstjóri hjá Pósti og síma virtur trillukarl og á Vopna- firði sagði sveitarstjórinn upp störfum fyrir fá- um árum til að geta helgað sig smábátaútgerð. Á þessari upptalningu sést að þó svo að smá- bátaútgerðin sé blómlegust í Neskaupstað þá 'áta ekki íbúar á öðrum fjörðum sitt eftir liggja. Meira að segja hefur það gerst að undanfömu að menn búsettir á Héraði em famir að kaupa sér báta og fást við útgerð niðri á fjörðum yfir sumartímann. Til þess að fræðast nánar um þennan þátt 'slensks sjávarútvegs tók tíðindamaður ÞJÓÐ- LÍFS tvo tómstundatrillukarla í Neskaupstað fali. Karlar þessir gera út trilluna Lillu Heggu í sameiningu og em hinir roggnustu yfir fram- 'agi sínu til þjóðarbúsins þann tíma á árinu sem Þeir draga fisk úr sjó. Hér er um að ræða Uafnana Einar Má Sigurðsson og Einar Þórar- 'usson, en þeir em báðir kennarar við Verk- ^urintaskóla Austurlands í Neskaupstað auk Þess sem Einar Þórarinsson er forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á staðnum. Það var ákveðið með góðum fyrirvara að v,ötaliö skyldi fara fram strax að afloknum J'°öri fimmtudaginn 2. júlí. Þann dag komu Peir félagamir óvenju snemma að landi og v°ru daufir í dálkinn. „Helvítis lensikerfið fór Ur sambandi út af Glettinganesi", sagði annar • Einar Már Siguröarson í ham á miðum úti. þeirra, „og við vorum bara rétt byrjaöir". Eftir talsvert bölv og ragn út af biliríinu fékkst upp úr þeim félögum að þeir voru þó með 300 kg. af fiski. „Það er voðalegt að lenda í blaðavið- tali eftir slappasta róður sumarsins", sagði Einar Már og vonbrigðin leyndu sér ekki í svipnum. En það var ekkert undanfæri, viðtal- ið skyldi tekið, þó það hefði óneitanlega verið skemmtilegra fyrir þá félaga að eiga metróður að baki við þessar aðstæður. L 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.