Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 37

Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 37
INNLENT •Þorvaldur Halldórsson syngur nú og spilar gospellög hjá Ungu fólki með hlutverk. Höfum valið heílaþvottinn Náöargjafir og handayfirlagning 1 GRENSÁSKIRKJU hljóma tónamir út á hlað og er greinilega margt söngfólkið í samtökunum Ungt fólk með hlutverk. Hempuklæddur Ptestur sést ekki en þess í stað stendur fyrir altarinu ágætis popphljóm- sveit, sem spilar hvert gospellagið á fætur öðru af mikilli innlifun. Lögin eru flest af rólegra taginu og söfnuður syngur með af krafti. Milli laganna er vitnað og Guð ákallaður. Hápunktur samkomunnar er Þegar mjóróma rödd talar allt í einu óskiljanlegt tungumál og menn eru ^eðnir að túlka hvaða skilaboð Guð hefur til safnaðarins. Margir standa á fætur til að túlka skilaboðin og gerir það hver á sinn hátt, nema Uvað aðalinntakið er hið sama hjá öllum: „Guð er hér inni og hann Piálpar okkur.“ Athygli mína vakti ung stúlka í hljómsveitinni sem virtist vera mjög n$m á líðan fólks í salnum. Hún vissi að margir vildu láta biðja fyrir sér, tn aðeins þrjár sálir gáfu sig fram. Mikil spenna ríkti alla samkomuna og hún stigmagnaðist eftir því ^m á leið þar til andrúmsloftið virtist orðið rafmagnað. Var það af uðs völdum eða manna? FRlÐRlK ó. schram er ritstjóri blaðsins Hlutverk sem er gefið út af l^mtökunum Ungt fólk með hlutverk. Samtökin hafa skrifstofu að ergstaðastræti 10A í Reykjavík. Þau voru stofnuð árið 1976 af ungu milli tvítugs og þrítugs. Meðlimir samtakanna starfa allir í söfnuð- UtT> þjókirkjunnar og samtökin teljast ekki söfnuður. Friðrik Ó. Schram íeg‘r að tilgangur samtakanna sé m.a. að reyna að hafa áhrif á þjóð- lrkjuna innnan frá. Hvemig? „Við viljum kalla fólki til lifandi trúar,“ svarar Friðrik. „Það sem hefur verið vanrækt innan þjóðkirkjunnar viljum við leggja áherslu á. Þar er um að ræða náðargjafir, eins og spádómsgáfa, og lækning með handayfirlagningu. Við teljum að kirkjan eigi að endurheimta það sem henni ber. Við teljum einnig að það sé gífurleg þörf á að fræða fólk um kristna trú.“ Þorvaldur Halldórsson söngvari er mikilvirkur meðlimur samtakanna og hann verður fyrir svörum þegar rætt er um hlutverk tónlistar í starfi samtakanna. Þorvaldur bendir á, að sú leið að syngja nútímasöngva innan kirkjunnar se engan veginn ný af nálinni. „Það varð bylting innan kirkjunnar þegar Lúther breytti kirkju- söngvum úr kaþólsku og leyfði fólki að syngja kirkjusöngva og sálma við lög sem alþýðan þekkti þá,“ segir hann. „Þau em sömu ættar og þau sálmalög sem við þekkjum í dag. Þau lög, sem vom dægurlög fýrri alda, eru nú orðin virðuleg sálmalög. Það sem er fornt þykir gjaman virðu- legt.“ Þegar minnst er á það við Þorvald að sumum kunni að finnast að tónlistin sé notuð til þess að sefja fólk kannast hann strax við þá röksemd. „ Við notum tónlistina vissulega til þess að hafa áhrif á fólk, og það er til í dæminu að fólk sefjist, “segir hann. „Þú getur allt eins spurt hvort við séum að heilaþvo fólk og það væri nokkuð til í því. Ameríski popparinn Barry McGuire var spurður að því eftir að hann frelsaðist hvort hann væri heilaþveginn og hann svaraði því játandi. Við sem trúum á Guð höfum valið þessa leið, þennan heilaþvott. Við verðum fyrir stöðugum heilaþvotti í þjóðfélaginu án þess að veita því athygli og áhrifin af þeim heilaþvotti geta verið mjög vond. En við hjá Ungu fólki með hlutverk segjum: Þú getur valið og þú getur ráðið hvaða Ieið þú ferð. Að því leyti hjálpar tónlistin okkur til þess að fá fólk til þess að hlusta á orð Guðs." 37

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.