Þjóðlíf - 01.08.1987, Page 52
LISTIR
hreintungustefnunnar) á meðan löngunin er
fyrir hendi í stað þess að láta hann nauðga sér
eftir á. Annars sitjum við bara hér í sífelldum
sveindómi sem er ákveðið menningarástand
sem fólk ætti að kannast við frá eigin reynslu
þar sem allt er sótthreinsað og spennulaust og
engin verða bömin til. Þetta sjáum við skýr-
legast í útvarpsdæminu þar sem fyrr á ámm
einokunarinnar fór mikill tími og orka al-
mennings í nöldur út í rás eitt og aldamótablær
þeirrar stöðvar. Nú er sá söngur þagnaður og
allir orðnir leiðir á hinu eilífa lummuspili nýju
stöðvanna, en þær rækja alls ekki hlutverk sitt
sem á að vera að spila “dægur“lög, nýjasta nýtt
°g fylgjast með erlendum straumum í stað
þeirrar meðalmennsku sem þær stunda enda
íslendingar sjaldan verið jafn aftarlega á popp-
merinni. Og þá skeði það að Gamla Gufan er
orðin eina öðmvísi stöðin og sannkallað költ-
fyrirbæri, er orðin töff. Þetta sjáum við líka á
vídeóleigunum sem spmttu hér upp eins og
hver önnur monster á sínum tíma en em nú
orðnar á svipinn saklausar sem sjoppur og oft á
tíðum helstu menningarstofnanir í sínum
byggðarlögum að því er mér er sagt.
ÁÐAN MINNTIST ÉG á hugsanlega deyfð í
hinum hérlenda myndlistarheimi og því get ég
heldur ekki stillt mig um að nefna hið áberandi
tíðindaleysi og náladofa sem manni finnst ein-
kenna skáldin hér á bæ. Heimur þeirra virðist
gjörsamlega lokaður og er að vísu skiljanlegt
þar sem hann heitir málheimur. En í hann
vantar allt fjör og þor og frumleika að ekki sé
nú talað um tón og sánd. Menn virðast hér
misfastir í eldgömlum klisjum eins og atóm-
ljóði, opnu ljóði, módemisma, tilvistarvanda,
borgarósóma, umhverfisangist, fjölmiðlafælni,
firringu nútímamannsins eða nýjustu klisjunni
- perversinu sem þó eru lítið annað en mis-
munandi pen vers. Gömlu skáldin eru fast-
gróin í sínum urðargaldri og orðatilgerð sem
endar yfirleitt í litlum gestaþrautum fyrir bestu
vini ljóðsins. Gátusmiðimir guða á litlu kósí
kjallaragluggana þar sem inni situr við lítil
lúxóljós á harðskóluðum B.A. beddunum 400
manna hópurinn sem mætir á ljóðakvöldin og
kaupir bækumar. Og “ungskáldin" gefa þeim
gömlu lítið eftir í uppfinningaleysinu og yrkja
ljóð sem hefðu sómt sér í framsæknum neðan-
jarðartímaritum á eftirstríðsámnum. Nema
hvað nú þykir hæfilegt að blanda smá blóði í
þetta gamla uppstúf eins og til merkis að eitt-
hvað lífsmark sé í textanum. Það er drukkið
blóð úr bleikum bollum og blóðugar mínútur
leka niður eftir svörtu næloni eða blásvartar
geirvörtumar rísa og hníga í blóðhafinu svo
nokkur dæmi séu tekin af því sem maður hefur
rekist á að undanfömu. Og allt er þetta þó hið
allra geðugasta fólk sem yrkir svona og rauð-
vínsglasið líklega það óhuggulegasta sem það
hefur snert á. Þetta er kannski súrrealisminn,
hin vandmeltanlegasta listastefna sem menn
geta í sig látið, sem loksins er að breiðast úr
eins og alnæmi í íslenskum skáldskap nú kom-
in hátt í sjötugt og gerir mönnum kleift að yrkja
ljóð um Tristan Tzara sem byijar á rósabúnti
sem vex upp úr Kókópöffspakka. í sumum
þessum nýjustu ljóðum h'ður manni jafnvel
eins og í “djúpum" dægurlagatexta þar sem
“gátur eldsins inní sóhnni" rímar við “fegurðin
kemur frá sálinni“. öll em þessi dæmi skýr um
aðra hættu sem er fyrir hendi hjá sveitamönn-
um sem er sú að gleypa við útlenskum og
yfirleitt afdönkuðum stefnum algjörlega hrá-
um og byrja svo að gubba útúr sér verkum
samkvæmt þeirri forskrift. Ekkert mið er tekið
af okkar sérlensku aðstæðum, engin not höfð
af endalausum og sínýjum möguleikum okkar
eigin móðurmáls, engu er bætt við og þess
vegna hljóma þessi “ljóð“ eins og þýðingar. Því
er skiljanlegt að ljóðabækur seljist ekki þar
sem efni þeirra finnur ekki erindi í hinu al-
menna og saklausa brageyra. Nei hér þurfum
við eitthvað allt annað en nýtt blóð, hér þurf-
um við e.t.v. bara góðan kafla úr gamalli grein
eftir Kiljan um tísku og menningu sam á jafn-
vel við um síðustu orð mín sem þau fyrri:
“Það er augljóst að gáfaðir menn yrkja. Hitt
vita þeir ekki, hve tilgangslaust er að yrkja í
þeim stfl sem fegurstur þótti feðrum vorum,
þareð vér hugsum í öðrum myndum, íklæðum
þánka vora öðrum formum en fyr, hrærumst í
öðrum hugarheimi.
Og hér skal áherslan lögð að endíngu.
Vilji skáld láta samtíðina verða sín vara, þá
er honum sæmst að vera samtíðarinnar barn,
markaður hennar æðstu menm'ng, eða út-
hrópuð ómenníng, klæði hans séu kröfur
hennar til forms. Eftirhreyta eignast aldrei stað
í listasögunni; skáld sem er afturúr kemur eins-
og veislugestur eftir dúk og disk. Þeir lifa einir 1
framtíðum allra mennta, sem mestir voru ein-
hverrar samtíðar, öflugastar básúnur tísku
þeirrar er tímum réði þeirra dag.“*
* Halldór Laxness: Tíska og menning, um Ijóð.
Mbl. 21. maí 1925.
Við bjóðum þrjár gerðir af ídýfu.
Vogaídýfu m / kryddblöndu
Vogaídyfigfn/lauk
Létta VogjfljMFu m/beikon
sem eru jafffffii^Pgóðar sem sósur m
yflHIÍwm maty t
Att þu von
á gestum?
i
52
SuperGlandin
Ncering fyrir húðina
FÆST Á íslandi SuperGlan-
din húðnæring, húðkremið sem
J'innur gegn ótímabærri öldrun
núðarinnar, hindrar hrukku-
^iyndun og eykur teygjanleika og
mótstöðukraft húðarinnar.
Galdurinn að baki þessu kremi
er að það inniheldur í ríkum mæli
nina mikilvægu fitusýru GLA.
frannsóknir síðustu ára hafa leitt í
‘Jós að þessi fitusýra er húðinni
pnjög mikilvæg. GLA umbreytist í
“úðinni í prostaglandin, sem við-
nalda húðinni.
Margar konur þekkja núorðið
til eiginleika GLA-fitusýrunar.
að er einmitt GLA sem er virk-
I asti þátturinn í t.d. Pre-Glandin og
^audicelle Forte, tveimur vinsæl-
Urr> náttúrumeðölum sem gefin
eru við tíðaverkjum og erfiðleik-
Urtl á bre.ytingaskeiðinu. En GLA
aefur einnig mikil áhrif á húðina.
að er einnig vitað, að hæfileikar
ukamans til að framleiða GLA eru
mJÖg takmarkaðir og minnka þar
að auki með vaxandi aldri.
;--- ly i ii lÆM, llllCIIlUrUlC
A Isomedel í Malmö, hefur nú haf-
1 framleiðslu á húðkremi með
v'LA-fitusýrum og kallast það
')uPerGlandin húðnæring. Með
Pessu kremi er hægt að bera GLA
g *nt á húðina og þar umbreytist
s Usýran í nothæf prostaglandin,
vlðt, Cru óúðinni nauðsynleg til
evk dS enclurnæringar. GLA
Qs K*r blóöstreymiö lil húðarinnar
^8 þar með eykst einnig flutningur
Q.nngar til ytri laga húðarinnar.
^ ^ hyggir upp frumuveggi og
hnAUr á jafnvægi í rakastigi
u°arinnar.
KNARTILRAUNIR.
SLbCrGlandin húðnæringvarvita-
hú ^ Prbbið 1 bak og fyrir áður en
artn ''ar sett á markað. Dr. Lenn-
Nilsson í Malmö var einn
þeirra fjölmörgu lækna sem próf-
aði SuperGIandin á sjúklinga sína.
Hann sagði svo í skýrslu sinni:
“Fyrri hluta árs 1986 prófaði ég
SuperGlandin á 50 konum á
Skáni. Meðalaldur þeirra var 38.2
ár og þriðjungur þeirra var heima-
vinnandi, hinar útivinnandi.
Allar konumar urðu fyrir út-
fjólublárri geislun, geislun af
tölvuskjám, þurru loftslagi (léleg
loftræsting o.s.frv.) og umgengust
þurrkandi efni (sápur, þvottalög
o.s.frv.), í misríkum mæli þó.
Allar konumar prófuðu Super-
Glandin í þijár vikur og árangur-
inn varð sá hinn sami hjá þeim
öllum:
• SuperGlandin gekk fyrr og
betur inn í húðina en nokkurt
annað húðkrem.
• SuperGlandin jók hæfileika
húðarinnar til að viðhalda réttu
rakastigi, þótt það væri aðeins
borið á tvisvar á dag.
• Eiginleikar SuperGlandins
sem snyrtilyfs em ótvíræðir. Það
gengur alveg inn í húðina og það
eykur mjög teygjanleika hennar,
það klessist ekki og myndar ekki
lag á húðinni.
• Eiginleikar SuperGIandins til
að koma á jafnvægi í rakastigi
húðarinnar em miklir og allar
konumar kusu því að nota það
áfram, bæði þær sem áttu við
húðvandamál að stríða sem og
hinar,“ segir dr. Nilsson að lokum.
Til em skýrslur sem benda til
þess, að SuperGlandin þyki eiga
mjög vel við vandamálahúð, exem
og jafnvel psoriasis. Nú em
einmitt í gangi rannsóknir sem
eiga að prófa þessa þætti hjá fólki
sem á við þessi vandamál að stríða.
SuperGlandin fæst aðeins í apó-
tekum og kostar kr. 1.250.- hver
55 ml dós.
• Dr. Lennet Nilsson hefur prófað SuperGlandin á sjúklingum sínum
með góðum árangri.
Vinnið dós af
SuperGlandin!
L_
Fimmtíu áskrifendur ÞJÓÐLÍFS eiga þess kost að fá dós af Super
Glandin að gjöf frá Félagsútgáfunni. Hafir þú áhuga skaltu fylla út
seðilinn hér að neðan og senda til okkar fyrir 15. september. Skrifið
tiL Fréttatímaritið ÞJÓÐLÍF, Vesturgötu 10, Pósthólf 1752,
121 Reykjavík. Merkið umslagið: SuperGlandin.
Nafn:...........................................................
Heimilisfang: ........................................
Póststöð: .....................................................
Sveitarfélag: .................................................
53