Þjóðlíf - 01.08.1987, Side 62

Þjóðlíf - 01.08.1987, Side 62
VIÐSKIPTI&FJARMAL * Island: Paradís smáatvinniirekstrar Medalfjöldi starfsmanna fyrirtækja aöeinsþrír LENGI HEFUR ÞVÍ verið spáð að smáat- vinnurekstur yrði undir í samkeppninni við stórfyrirtækin. Reyndin er önnur. í iðnvæddu löndunum eru smáfyrirtæki mörg og fjölgar jafnvel. Á undanförnum árum hefur áhugi á smáatvinnurekstri aukist og því er haldið fram að þar sé að finna fjöregg atvinnulífsins; vöggu frumkvæðis og nýsköpunar. Smáatvinnurekstur er þýðingarmeiri hér en í öðrum löndum sem búa við sambærilega vel- ferð og neyslustig. Stærðardreifing íslenskra fyrirtækja segir sína sögu. Árið 1984 voru skráð tæplega 30 þúsund fyrirtæki í landinu með eitt ársverk eða meira og þar af voru rétt rúmlega 250 með fleiri en 60 starfsmenn! Meðtaldar eru opinberar stofnanir og ríkis- fyrirtæki. Sé stærstu fyrirtækjunum raðað eftir veltu kemur í ljós að meginhluti þeirra eru annað- hvort opinber eða samvinnurekstur. Sam- kvæmt lista Frjálsrar verslunar fyrir árið 1985 kemur í ljós að 18 af 50 efstu fyrirtækjunum eru samvinnufyrirtæki, tólf eru ríkisfyrirtæki og þrjú sölusamtök. Eiginleg einkafyrirtæki eru sem sagt 17 og þar er að finna stóru sam- göngufyrirtækin, einkabankana, olíufélögin og nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki. Ef miðað er við veltu þá er fyrst hægt að finna eiginlegt framleiðslufyrirtæki í einkaeign sem ekki er fiskvinnslufyrirtæki í 72. sæti og það er Smjör- líki-Sól h/f. Myndin lítur nokkuð öðruvísi út ef miðað er við fjölda starfsmanna, þá hafa ríki og sveitar- félög heldur betur vinninginn, eða 18 af 30 fjölmennustu fýrirtækjunum en sex þessara 30 eru samvinnufyrirtæki. Samvinnufýrirtæki hafa þá sérstöðu að þeim er ekki ætlað að skila hagnaði heldur gæta hagsmuna eigenda sinna með öörum hætti eins og síðar veröur komið að. Við íslendingar náum ekki 250 þúsundum og tæpur helmingur okkar er á vinnumarkað- num en fyrirtækin eru þrjátíu þúsund. Meðal' fjöldi starfsmanna er því þrír. Sambandið og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SÍF, SölU' stofnun lagmetis og síldarútvegsnefnd erU formlega og að vissu leyti í reynd, í eigu sma' atvinnurekenda, bændur eiga SíS og frystl' húsaeigendur SH og hin fyrirtækin eru bein1 eða óbeint í eigu annarra fískframleiðenda og útgerðaraðila. Sögulega séð eru þessi samtök stofnuð til að gæta hagsmuna einyrkja og sma' atvinnurekenda á mismunandi starfssviðum- Þau voru vernd gegn „kaupmannavaldinu eða raunhæf leið til að koma franilciösluafufð unum á markað erlendis. Bankar og sjóðir landsins hafa allt fram a allra síðustu ár fremur haft stoðfúnksjón (sV° notað sé nútímaorð) en verið virkir fjar mögnunaraðilar, þ.e. ekki hefur vcrið lagt nia á hagkvæmni fjárfestinga nema að ta ^ mörkuðu leyti, heldur hafa veð, pólitísk tung og byggðasjónarmið ráðið ferðinni. Flo kvótakerfi var komið á lánsfé, enda eftn^ þegar þaö var niðurgreitt. Það segir sína s°8._ að ríkisbankarnir eru með yfir 40% at u. 3fnamr standandi lánsfé, sjóðir og opinberar ston standa fyrir rúmum 50% og hlutafjárbanka ^ ir eru nú á hraðleið upp í 10 prósentin. Þa ^ að myndast fjármagnsmarkaður á Islandt 62 j

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.