Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 64

Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 64
VIÐSKIPTI&FJARMAL •Árið 1985 var framleiðslufyrirtæki í einkaeign sem ekki var fiskvinnslufyrirtæki í 72. sæti hvað stærð snertir. KOSTIR SMAATVINNUREKSTRAR. Hér erum við komin að því furðulegasta við ís- lenska hagkerfið. Þaö eru miklar líkur á því að það borgi sig fyrir þá sem með einhverjum hætti hafa yfir að ráða sérþekkingu og/eða atorku að verða sjálf síns herrar. Hér eru marg- ir þættir sem spila inn í. Landbúnaðurinn hefur allt til dagsins í dag tryggt grundvöll fjöl- skyldurekstursins eins og haugalambið er kaldhæðnislegt dæmi um. Hagkvæmni í land- búnaði var gerð brottræk með lögum þegar árið 1934 með mjólkuriögunum svonefndu. Ef grásleppan gengur sæmilega eða trilluveiðar almennt, geta menn leikandi náð tvöföldum árslaunum ríkisstarfsmanns á þremur mánuð- um. Sæmileg umboðslaun fyrir bátsvél getur náð árslaunum svo ekki sé minnst á magnaðari túrbínur. Iðnaðarmenn á besta aldri vinna hluta af vinnu sinni grátt, það gera jú allir. Fyrirtækin sjá um rekstur bíla, vissra matar- reikninga o.s.frv. Þannig mætti lengi telja og þó hef ég ekki minnst á ævintýramennina í versl- un, né fjölmiðlasprenginguna. Heildarmyndin verður vinnusemi, atorka og fjölhæfni. Það er ótrúlegt hverju fólk fer áorkað og neyslustig Iandans er ævintýralegt- En er þetta þá ekki allt gott og blessað? Það eru líklega fá samfélög þar sem einstaklingar fa jafn almennt að njóta sín og hér. Allir geta orðið kóngar. Mikilvægasti kostur þess hve smáatvinnurekstur er útbreiddur er sjálfræðið og það sjálfstraust sem því fylgir. Við getum allt oggerum allt! NUTRIBEL lífgjdfi húðarinnar Dagkremið sem nærir «j» veitir ruka Þad rennur eins og mjólk og er silkimjúkt. Nutribel hverfur inn í húðina á svipstundu. Leynivopn Nutribels er jojoba-olían og F- vítamínið. Mcð daglegri notkun Nutribels verður húdin aftur mjúk oggeislandi björt. Áhrifin hafa verið sannreynd. Berðu Nutribel á þig að morgni og húðin helst mjúk og eftirgefanleg 118-24 klukkustundir. wnuíUJ * LANCÖME^ PARIS 64

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.