Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 71

Þjóðlíf - 01.08.1987, Síða 71
ÍÞRÓTTIR en Islendingar sem leika og hafa leikið í Noregi meta stöðuna þannig að 2-3 sterkustu íslensku liðin gætu leikið í norsku 1. deildinni. Við ís- lendingar eigum hinsvegar snjallari einstakl- lnga, Norðmenn eiga enga jafnoka Ásgeirs Sigurvinssonar og Arnórs Guðjohnsens. Munurinn á landsliðum íslands og Noregs er ekki sérlega mikill, og þegar í leikina er komið munu metnaður og hugarfar ráða miklu um Urslit. Sennilega hefur skellurinn gegn Austur- Þýskalandi verið íslensku leikmönnunum þörf arninning. Þeir gengu sigurvissir til þess lciks, ofmátu styrkleika sinn og möguleika, og því *ór sem fór. Þeir mættu ekki með baráttuvilj- ann og kraftinn að vopni, eins og gegn Frökk- 11 rn og Sovétmönnum í fyrrahaust. Án þessara lykilatriða nær íslenskt knattspymulandslið ekki árangri - hveijir sem mótherjamir em. BREIDDIN í íslenskri knattspymu er að aukast. Frammistaða ólympíulandsliðsins í vor fyndi það, svo ekki varð um villst. Naumt tap á Italíu og jafntefli gegn Hollandi, 2-2, í leik sem gat endað á hvom veginn sem var er betri arangur en flestir áttu von á. Mótherjarnir v°ru í báðum tilfellum úrval úr bestu liðum kvorrar þjóðar fyrir sig, allt atvinnumenn sem etu í eða við A-landslið. íslenska liðið var uinsvegar skipað áhugamönnum úr íslensku 'ðunum, einum leikmanni úr vestur-þýsku 3. ðeildinni og einum úr varaliði belgísks 1. ðeildarfélags. Leikimir á versta tíma fyrir ís- enska liðið, fyrir og í byrjun keppnistímabils- jns hér heima á meðan mótherjamir vom að klára sín tímabil. Það kom fram í þessum leikjum að flestallir eikmenn Ólympíuliðsins geta þrýst á um sæti í ^'landsliðinu. Breiddin er meiri en flestir gerðu sér grein fyrir. Þá hjálpar til að leikið er eftir sömu leikaðferð í A-, Ólympíu- og 21-árs andsliði. Þeir sem ganga upp í gegnum tvö s,ðarnefndu liðin eiga auðveldara með að falla lnní leikstílinn þegar að því kemur að þeir v‘nna sér sæti í A-landsliðinu. ^ARGIR VORU efins þegar ákveðið var að Jenda lið í forkeppni Ólympíuleikanna. ís- nskt landslið án atvinnumannanna ætti enga n’óguleika á að spjara sig og fengi stóra skelli. aunin hefur verið önnur til þessa og Ólym- Ptuliðið hefur reynst mikilvægt verkefni. . 'kirienn sem em gengnir uppúr 21-árs li nusliðinu en hafa ekki unnið sér sæti í A- "'u fá þar með dýnnæta reynslu á alþjóð- a^nrn vettvangi og em betur undir það búnir 'eika mikilvæga leiki í Evrópu- og heims- l e,starakeppni. Stökkið verður ekki eins stórt s egur kallið kemur. Landsleikir em alltaf af Ofnum skammti og það er því gullið tækifæri Urn'r marga ae) ntta Ietk' gegn sterkum þjóð- a tveimur árum. ísland mun ekki eiga full- 5 1 knattspymukeppni Ólympíuleikanna í nt'lí-i Cn Þatttaka í forkeppninni er okkur jafn ltVæg og öðmm þrátt fyrir það. Það er ekki Píi |nSta ^ætta a a(1 leikmenn íslenska Ólym- 'ðsins vanmeti andstæðinga sína, þeir vita að þeir þurfa að taka á öllu sínu til að forðast slæm töp og það er gott veganesti fyrir fram- tíðina. Sigfried Held hefur úr stórum hópi að velja fyrir leikina við Norðmenn en ég á ekki von á róttækum breytingum á landsliðshópnum. Enda finnst mér sanngjamt að þeir sem fengu skellinn gegn Austur-Þýskalandi fái tækifæri til að sýna að það var siys. Þeir em eftir sem áður okkar bestu knattspymumenn, einn óhappaleikur breytir því ekki. Eldri leik- mennirnir í liðinu em komnir á Iokasprettinn á sínum ferli og hafa vafalítið þann metnað að vilja ljúka landsliðsferlinum með sæmd. Takist hinsvegar illa til í leikjunum við Noreg verður það merki um að tími sé kominn til vemlegrar uppstokkunar. I framhaldi af landsliðsmálum: íslensk knattspymuforysta hefur staðið heldur höllum fæti hvað varðar samninga um leikdaga í stór- mótum. Hvað A-landsIiðið varðar gengur þokkalega upp að leika seint á hausti og snemma á vori, það er að mestu leyti byggt upp á atvinnumönnum sem spila með sínum félög- um frá hausti til vors. Þetta kemur þó heldur verr við þá leikmenn íslenskra félaga sem hafa verið í landsliðshópnum og oft er erfitt að halda þeim í góðri æfíngu þegar keppnistíma- bilinu hér heima er Iokið eða ekki farið al- mennilega af stað. Ólympíulandsliðið hefur hinsvegar ekki fengið hagstæða leikdaga í forkeppni Ólym- píuleikanna. Það er að langmestu leyti byggt uppá leikmönnum sem leika hér heima en samt fór fyrsti leikurinn í keppninni fram um miðjan apríl, áður en tímabilið hér hófst, og annar, gegn Hollandi, þegar það var nýhafíð. Næsti leikur er á ágætum tíma, í september, en sá fjórði ekki fyrr en í október. Leikimir á næsta ári eru síðan allir í apríl og maí. Það ætti að vera krafa í samningum um þessa leiki að heimaleikir íslands séu leiknir þegar okkur hentar betur, t.d. um miðjan júní eða í ágúst, eins og hagstæðast hefði orðið fyrir Ólympíuliðið í þessu tilfelli. Útileikimir verða þá frekar að ráðast af duttlungum andstæðing- anna. Það er óhagstætt að taka þátt í keppni sem þessari og leika sjö leiki af átta á tíma sem hentar betur mótherjunum en okkur. Hinum Norðurlandaþjóðunum hefur orðið betur ágengt í samningum um heimaleiki. Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar vom allir að leika á heimavelli í júní, í Evrópukeppni landsliða og forkeppni Ólympíuleikanna. Svíar fengu meira að segja einn af úrslitaleikj- um sínum í Evrópukeppninni í júnímánuði, heimaleikinn við Itali, og Danir fengu sömu- leiðis Tékka í heimsókn. Þá gátu Norðmenn fengið heimaleikinn við Frakka um miðjan júní, í sama riðli og ísland. Þó við séum lítil og fámenn eigum við að standa á rétti okkar, ekki síst þegar um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir íslenska knattspymu. LITUM Á ÞANN þátt landsliðsmálanna sem minna er í sviðsljósinu en er ekki síður mikil- vægur en aðrir. Unglingalandslið íslands tekur nú þátt í Evrópukeppni og hefur lokið þremur leikjum. Byrjunin var góð, 1-1 jafntefli gegn Dönum ytra, en síðan tapaði liðið 2-3 fyrir Belgum í Garðabæ og 0-2 fyrir Dönum suður í Garði. Að auki em Pólverjar í riðlinum. Þrátt fyrir óhagstæð úrslit hér heima er Ijóst að í þessu unglingalandsliði eru margir framtíðar- leikmenn í íslenskri knattspymu. Það hafa kornungir piltar á borð við Rúnar Kristinsson úr KR og Harald Ingólfsson frá Akranesi sýnt framá í 1. deildarkeppninni í sumar. Tapið gegn Belgíu er hægt að afgreiða sem slys, eða stjórnunarleg mistök. Staðan var 2-1 fyrir ís- land þar til á lokamínútunum að Belgar skoruðu tvisvar og stálu sigrinum. Reyndar var íslenska liðið óheppið með meiðsli í leiknum, tveir meiddust og urðu að fara útaf. En skoski dómarinn sagði eftir leikinn að ísland hefði tapað vegna mistaka. Á lokamínútunum hefði liðið haldið áfram að leika eins og það gerði allan tímann, í stað þess að þétta vöm og miðju og halda þannig 2-1 forystunni í þær fáu mínútur sem eftir vom. Nokkuð til í þessu, þótt alltaf sé erfítt fyrir stjómendur að grípa inní þróun leiks og breyta henni að vild. Frá landsliðsmálum að íslandsmótinu. Eitt af því sem stendur frekari þróun og framfömm í knattspymunni innanlands fyrir þrifum er stutt keppnistímabil. Aðeins fjórir mánuðir í 1. og 2. deild, niður í tvo mánuði og sex til átta leiki hjá sumum félögum í 4. deild. Nú er það svo að á hinum Norðurlöndunum er tímabilið átta til níu mánuðir, þótt þau geti eðlilega byrjað mikið fyrr en við á vorin. Það er erfítt að þenja þetta mikið meira út hérlendis vegna ytri aðstæðna. En það hefur sýnt sig undanfarin ár að yfirleitt er hægt að leika knattspymu með góðu móti út september og jafnvel lengra framí vetrarmánuðina. DEILDARBIKARKEPPNI er hugmynd sem skotið hefur upp kollinum stöku sinnum en aldrei komist í framkvæmd. Hana ætti að vera hægt að halda að loknu íslandsmód, a.m.k. á Suðvesturlandi. Á svæðinu frá Suðumesjum að Borgamesi og austur á Selfoss em 22 lið í þremur efstu deildunum og reikna má með að flest þeirra hefðu áhuga á slíkri keppni. Til viðbótar em ein ellefu lið í 4. deild á þessu svæði og sum þeirra væm án efa til í að lengja sitt keppnistímabil. Þau þeirra sem ekki kom- ast í úrslit 4. deildar gætu þá jafnvel hafíð undankeppni strax í ágúst. Annars staðar á landinu yrði sennilega erfítt um vik að lengja keppnistímabilið á þennan hátt, þar myndu skólar og aukinn ferðakostnaður vafalítið setja mörgum stólinn fyrir dymar. Svona deilda- bikarkeppni, haustmót, eða hvað sem fyrir- bærið yrði kallað, væri hægt að leika í 4-6 liða riðlum, heima og heiman, og sigurliðin lékju til úrslita. Þetta er raunhæfasti möguleikinn á að fjölga verkefnum og lengja okkar stutta keppnistímabil - það er að segja ef metnaður og áhugi hjá félögunum sjálfum er fyrir hendi. • Víðir Sigurösson 71

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.