Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 9
IN N LENT „leyndarmálið": að við værum þegar búin að ganga frá samningi við Phonogram hljómplötufyrirtækið uppá 100 þúsund pund og bað hann að láta þetta ekki fara lengra. Raunverulega sýndu öll stóru hljómplötufyrirtækin áhuga en það þurfti eitthvað til að þau tækju skrefið til fulls og byðu fram samning. Þetta tókst og nú keppast þau um að fá samning. Við réðum lögfræð- ing í London til að eiga samskipti við þessi fyrirtæki - og með þeim fyrirmælum að það þýddi ekkert að bjóða fram samninga upp á hundrað þúsund. Við værum með mikiu stærri samning í huga.“ - Eru Sykunnolarnir að brjótast fram með nýja stefnu í músík eins og bresku poppblöðin halda fram? Björk: „Þegar við komum til London í haust urðum við strax vör við að menn héldu að allt sem við værum að gera væri úthugsað, t.d. öll smáatriði á myndbandinu Birthday. En það sem við erum aðeins að gera er að spila tónlist sem okkur þykir gaman að. Svo einfalt er það. Sumir hafa haldið að munurinn á Kuklinu og Sykurmolunum væri sá að nú værum við fyrst og fremst að hugsa um að gera eitthvað skemmtilegt en okkur finnst þetta mjög skrítið vegna þess að í Kuklinu vorum við ekkert síður að gera skemmtilega hluti og því höfum við aldrei fengið skilið hvers vegna fólk hér hefur ekki alveg eins getað dansað og skemmt sér með Kukli og Sykurmolunum rétt eins og Stuðmönnum. Við fengum strax á okkur þann stimpil að við værum eitthvað „enfant terrible'4 og höfum ekki losnað við hann síðan.“ - Sumir halda því þó fram að tónlistin ykkar sé orðin léttari og auðmeltari? Einar: „Það er ekkert meðvitað. Þetta er ómeðvitað ferli hjá okkur því þegar við fórum inn í Sykurmolana gerðum við það með allt annað í huga en í Kuklinu. Við erum ekki að leika okkur að tónlistinni heldur leika okkur sjálf. Það skiptir líka máli að það er enginn einn lagahöfundur í hljómsveitinni því við semjum öll tónlist- ina. Það yrði helvíti góður fundur hjá okkur ef við gætum öll sest niður til að ákveða hvernig tónlist við ætluðum að spila - hvernig stíl við vildum fylgja.“ Björk: „Aftur á móti er stefna Sykurmolanna mjög mörkuð af því að nú leyfum við okkur að gera ýmsa hluti sem Kuklið gerði ekki. í Kuklinu vorum við sjálf búin að takmarka okkur við ákveðinn stíl og af þeim áhrifum sem við höfðum á aðra. Undir lokin vorum við farin að einbeita okkur eingöngu að því að gera bara ljóta tónlist. Kuklið hafði alltaf það takmark að ljótasta tónlistin er í rauninni fallegasta tónlistin. Það hefur líka haft sín áhrif að aðeins þrír af fimm meðlimum Sykurmolanna komu úr Kuklinu. Gítarleikarinn og bassaleikarinn voru ekki í Kuklinu og þeir hafa mikil áhrif því þeir eru, ásamt söngvurunum, melódían í hljómsveitinni." - Hvernig verður tónlist Sykurmolanna til? Björk: „í flestum lögum byrjar bassaleikarinn á að semja línuna. Við komum svo inn með okkar hugmyndir og Sigtryggur trommu- leikari semur sín bít. Það er ýmist að við setjum laglínu ofaná bassalínuna eða ákveðinn takt..." Einar: „Og síðan fæ ég að útsetja smávegis á endanum." Björk: „Það sér bara hver um sig.“ - Komu þessi lœti með ykkur ípoppheiminum á óvart? Einar: „Já,ég er skíthræddur og hef ekkert sofið í marga daga. Derek hringdi í mig á mánudaginn og sagði að við yrðum að spila á föstudaginn því hann sé búinn að stefna öllum þessum fyrirtækjum hingað. Það var erfitt að finna hús fyrir tónleikana með svo stuttum fyrirvara en það tókst. Þessu hefur fylgt heilmikið álag. Fólk heldur að þetta sé allt ósköp einfalt og skemmtilegt en ég er voðalega hræddur við þetta allt saman. Þetta gerðist bara allt í einu...“ Björk: „Þetta er slys.“ Einar: „Já, þetta er slys. Við höfum aðeins verið að gera sömu hluti og við höfum verið að fást við í mörg ár og svo kemur þetta allt í einu upp.“ HELGI FRIÐJÓNSSON • „Svo einfalt er það.“ (!) Derek: „Venjulega fara hljómsveitir til hljómplötufyrirtækjanna og biðja þau um að gefa út sínar plötur. Við vildum snúa þessu við og sögðum við þá að ef þeir hefðu áhuga þá skyldu þeir drífa sig til íslands og hitta Sykurmolana þar. Við sögðum þeim jafnframt að Sykurmolarnir væru eingöngu til viðtals um samning ef þau fengju að gera þetta eins og þau vilja sjálf. Aðalatriðið er að fyrirtækin koma til þeirra og biðja um hljómplötusamninga. Fulltrúar flestra fyrirtækjanna hafa þegar séð Sykurmolana á tónleikum úti og eru vægast sagt mjög áhugasamir. Þetta er líka trúlega í fyrsta skipti sem þessi stórfyrirtæki taka sig upp og fara til annars lands til að reyna að ná samningum við tónlistarmenn." Einar: „Þetta skelfir mig því við erum ekki tónlistarfólk í bransan- um - við erum ekki atvinnumenn heldur bara áhugafólk og þurfum að passa okkur vel að koma ekki skemmd út úr þessu. Þessi bransi er svo rotinn. Það sem Derek hefur raunverulega verið að gera er að starfa fyrir okkur fyrir utan bransann og hann hjálpar okkur að vera við sjálf þrátt fyrir að bransinn sé kominn utanum okkur." Björk: „Derek hefur farið bakdyramegin að bransanum. En sem dæmi um það hvenig þessi breski bransi gengur fyrir sig þá var mér sagt í Bretlandi um daginn að ein manneskja ynni við það í fullu starfi að koma Terence Trent D Arby í réttu partíin." - Eru Sykurmolarnir tónlistarlega í fremstu röð í Bretlandi núna, Derek? „Já, tvímælalaust og þau eru eina hljómsveitin sem hefur komist á tvær forsíður tónlistarblaðanna strax eftir fyrstu plötu. Birthday hefur nú selst í 15 þúsund eintökum sem er einstakt miðað við hversu litla kynningu platan fékk framan af.“ - Geta þau endurtekið þetta í Bandaríkjunum? 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.