Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 20
IN N LENT
starfi. „Þingmennskan er mjög sérstætt starf
og þaö er hægara sagt en gert að losna út úr
ýmsu þar að lútandi. Þaö er gert ráð fyrir því
að þingmenn hafi þrjá mánuði til að finna sér
nýtt starf og ég efast um að þaö sé nógu
langur tími. Þingmenn sem hafa setið lengi á
þingi eru á launum í sex mánuði sem er raun-
hæfara.*'
Arni bendir á að kjör þingmanna séu ekki
spennandi. „Það eru fyrst og fremst hug-
sjónirnar sem ráða því að menn sækjast eftir
því að komast á þing en ekki launin. Það eru
um hundraðþúsund króna laun fyrir þetta
starf og því fylgir gífurlega mikil yfirvinna, að
ógleymdum allskonar kostnaði." Það er því
kannski ekki af miklu að missa Iaunalega séð
þó að menn falli út af þingi og Árni segir, að
það megi ekki ganga út frá því sem gefnu að
fyrrverandi þingmenn notfæri sér ýmis sam-
bönd sem komast á í gegnum þingmennsk-
una til að koma sér fyrir í þægilegu starfi.
„Ugglaust er það hægt, en það er ekki þar
með sagt að menn noti slíkar aðferðir," segir
hann.
Auk blaðamennskunnar hefur Árni unn-
ið fyrir ríkissjónvarpið að gerð nokkurra við-
talsþátta og náttúruþátta. „Nýverið lukum
við gerð þáttar sem við nefnum Undir kinn-
um Eyjafjallajökuls, sem er um ferð á hest-
um upp með Skógánni, upp á Fimmvörðu-
háls og aö jökulsporðinum. Síöan er gengið
niður í Þórsmörk eftir gamalli og ævintýra-
legri gönguleið. Þetta er einn af nokkrum
náttúrulífsþáttum sem ég hef unnið að
undanfarið og auk þess hef ég unnið að fleiri
þáttum í þáttaröðinni Maður er manns gam-
an,“ segir Árni og er auðheyrilega hinn
ánægðasti með sitt hlutskipti þó ekki vermi
hann þingsæti á þessu kjörtímabili.
GUÐMUNDUR EINARSSON:
Guðmundur Einarsson Alþýðuflokki, er líf-
fræðingur að mennt og var lektor í lífeðlis-
fræði við læknadeild Háskóla íslands þegar
hann tók sæti á þingi fyrir Bandalag jafn-
aðarmanna 1983.
„Ég átti samt enga stöðu vísa við háskól-
ann þegar þingmennsku minn lauk," segir
hann, „því ég lét stöðu mína þar sigla sinn sjó
þegar ég tók sæti á Alþingi. Háskólans vegna
er erfitt að halda stöðum fyrir menn sem
hverfa þaðan um hríð. Þetta á sérstaklega við
um raunvísindagreinar þar sem menn eru
með tækjabúnað og aðstoðarfólk í kringum
sig og þess vegna er varla gerandi að halda
slíkum stöðum opnum í langan tíma," segir
hann.
Guðmundur gekk til liðs við Alþýðu-
tlokkinn á síðasta ári og fór fram í fyrsta sæti
á lista flokksins á Austurlandi í kosningun-
um í vor en náöi ekki þingsæti. Hann segirað
hann hafi átt þess kost að velja á milli starfa
þegar ljóst varð að ekki yrði um frekari þing-
setu að ræða á þessu kjörtímabili og starfar
• Guðmunaur: Framkvæmdastjóri.
• Árni: I blaðamennsku.
nú sem framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins
og starfsmaður þingflokksins. Hann er sá
eini úr hópi fyrrverandi þingmanna sem hef-
ur stjórnmálin að aðalatvinnu og telst líklega
til þeirra sem eiga eftir að sækja aftur fram á
framboðsvöllinn í Alþingiskosningum þó
svo hann vilji engar yfirlýsingar gefa um það
nú. „Ég hef ekki ákveöið neitt í þeim efn-
um," segir hann.
-Sí; ■;
• Ingvar: Ritstjóri.
PÉTUR SIGURÐSSON:
Pétur Sigurðsson fyrrverandi þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skellihló
þegar hann var spurður hvort hann hefði átt 1
nokkrum erfiðleikum með að finna sér starf
eftir að þingmennskunni lauk. „Ég hef verið
í fjórum störfum mest allt mitt líf og unnið 18
tíma á sólarhring svo það er alveg nóg að
gera þó að ég starfi ekki lengur á þingi," segir
hann. „Ég er frekar að reyna að skera þetta
af mér smám saman," bætir hann við.
• Pétur: 18 tímar á sólarhring!
20