Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 24
INNLENT
„Smárfld“
Ný tegund áfengisútsala
AÐ UNDANFÖRNU HAFA ÍBUAR nokk-
urra kaupstaöa á landinu samþykkt í al-
mennri atkvæöagreiðslu að óska eftir því aö
opnuö yröi áfengisútsala á viðkomandi stöð-
um. Heldur þóttu viöbrögð forsvarsmanna
Áfengis- og tóbakíjverslunar ríkisins dauf við
þessum óskum í fyrstu, en nú virðist orðin
breyting þar á. ÁTVR hefur nefnilega í kjöl-
far þessara óska markað nýja stefnu í út-
sölumálum og þessi nýja stefna felur í sér að í
staö þess að koma á fót áfengisútsölum eins
og þeim sem fyrir eru verði á tveimur stöðum
gerð tilraun með að opna smærri ú^sölur.
Þannig að segja má að í stað þess að koma
fleiri „ríkjum" á laggirnar verði stofnað til
„smáríkja".
Um mánaðamótin október-nóvember var
fyrsta „smáríkið" opnað í Ólafsvík. Par er
útsalan til húsa í vefnaðarvöruverslun og eru
vínföngin á boðstólum í afmörkuðum hluta
verslunarinnar. Aðeins einn starfsmaður
sinnir afgreiðslustörfum í „smáríkinu", en
gert er ráð fyrir að starfsfólk þeirrar verslun-
ar sem hýsir ríkið aðstoði á annatímum. Óls-
arar eru því fyrstir til að kynnast þessari nýju
tegund áfengisútsala og þeir kaupa sínar
guðaveigar innan um klæðastranga og fatnað
af ýmsu tagi.
Gert er ráð fyrir að „smáríkin" bjóði upp á
ca. 80 víntegundir, en geta má þess að í nýja
„ríkinu" í Kringlunni er hægt að fá keyptar
yfir 500 tegundir. Ekki er fyrirhugað að smá-
ríkin sinni neinskonar pöntunarþjónustu og
ekki munu þau heldur selja tóbak í heildsölu.
Hlutverk þessara nýju áfengisútsala verður
því fyrst og fremst að þjóna venjulegum
þörfum viðskiptavina á tiltölulega fámennu
markaðssvæði.
í desember n.k. verða liðin tvö ár frá því
að meirihluti kjósenda í Neskaupstað sam-
þykkti að óska eftir áfengisútsölu í bæinn.
Voru menn orðnir langeygir eftir einhverj-
um viðbrögðum af hálfu forsvarsmanna
ÁTVR, en nú eru uppi hugmyndir unt að
næsta „smáríki" verði opnað í Neskaupstað í
vetur. í októbermánuöi sl. kom Höskuldur
Jónsson forstjóri ÁTVR austur til Neskaup-
staðar í þeim tilgangi að kanna alla mögu-
leika í sambandi við húsnæðismál og starfs-
aðstöðu væntanlegrar útsölu. Athugaði hann
m.a. valkosti eins og byggingavörudeild
Kaupfélagsins Fram og veiðarfæraverslun
Samvinnufélags útgerðarmanna.
í viðtali við ÞJÓÐLÍF sagði Höskuldur að
húsnæðismálin ættu ekki að standa í vegin-
um fyrir því að lítil áfengisútsala yrði opnuð í
Neskaupstað, en ætlunin væri að hefja þar
ekki starfsrækslu útsölu fyrr en einhver
reynsla væri komin á reksturinn í Ölafsvík.
Taldi hann sennilegt að „smáríkið" í Nes-
• Sopinn veröur seldur í smáríkjum
í Ólafsvík og Neskaupstað.
kaupstað tæki til starfa snemma á næsta ári.
Aðspurður sagði Höskuldur að ekki væri
enn til umræðu að opna litlar útsölur víðar en
í Ólafsvík og Neskaupstað. Þrír aðrir kaup-
staðir hafa óskað eftir þessari þjónustu, en
þeir munu allir vera á stór-Reykjavíkur-
svæðinu og ekki hefur enn verið tekin af-
staða til þess hvernig óskir þeirra verða
meðhöndlaðar hjá ÁTVR.
Höskuldur sagði að „smáríkið" væri hug-
mynd, sem ætti sér eðlilega skýringu í ís-
lenskum aðstæðum. í Svíþjóð og Finnlandi
væri t.d. álitið nauðsynlegt að á markaðs-
svæði hverrar áfengisútsölu byggju a.m.k.
tuttugu þúsund manns, en hér á landi væri
slíkt viðmið óraunhæft. En til þess að koma
til móts við óskir neytenda úti á lands-
byggðinni þurfti að finna lausn sem tók mið
af fámennu markaðssvæði með kannski tvö
þúsund íbúum eða svo. Og þá kom fram
hugmyndin um „smáríkið". Og nú er bara að
bíða og sjá hvernig til tekst í Ólafsvík og
Neskaupstað.
• Smári Geirsson
Seinagangur við
sjúkrahús
ísfiröingar langeygir eftir
18ára biö
NÚ ERU LIÐIN MEIRA en tólf ár síðan
fyrsta skóflustungan var tekin að nýju tjórð-
ungssjúkrahúsi á ísafirði. Það var 16.
september 1975, nánar til tekið kl. 3 eftir
hádegi, að Matthías Bjarnason þáverandi
heilbrigðisráðherra tók sér skóflu í hönd á
Torfnesinu á ísafirði.
í samtímafrásögn í Vestfirðingi segir, að
málið hafi þá verið á dagskrá allt frá L
nóvember 1970 en byggingarnefnd var
stofnuð 1971. í nokkur ár gekk hvorki né
rak, málið þvældist fram og til baka í stjórn-
kerfinu gegnum ýmsar nefndir og ráð. Deilur
komu upp um staðarval, skiptingu kostnaðar
við gerð þeirrar lóðar sem endanlega var
valin, en húsið er byggt á uppfyllingu sem
dælt var uppúr Pollinum. Einnig var deilt um
kostnaðarskiptingu milli þeirra sveitarfélaga
sem að rnálinu stóðu. Það virðist vera sam-
dóma álit manna að með töku fyrstu skóflu-
stungunnar hafi ráðherra í rauninni höggvið
á þann hnút sem málið var komið í.
Húsið er 6182 fermetrar að flatarmáli-
Arkitekt var fenginn Jes Einar Þorsteinsson-
Húsið er á þremur hæðum, auk turns. A
t’yrstu hæð er heilsugæslustöð, sem flutt var
inn í í ársbyrjun 1983, aðstaða fyrir fjóra
tannlækna, þrjár læknamóttökur, mæðra-
skoðun og ungbarnaeftirlit. Skrifstofur
framkvæmdastjóra, héraðslæknis og
röntgendeild eru á annari hæð og fyrirhugað
er að þar verði skurðstofudeild til húsa ásamt
aðgerðastofum vegna slysatilfella.
Á jarðhæð sem er niðurgrafin er endur-
hæfingarstöð með sundlaug, sem reyndar
hefur aldrei virkað eins og ráð var gert fyrir,
og er þar einkum því um kennt að húsið
standi of lágt, en jarðhæðin er að hluta undir
sjávarmáli á flóði.
í dag er sjúkrahúsið fullbúið að utan, en
beðið er eftir því að hægt verði að flytja
starfsemina af gamla sjúkrahúsinu yfir göt-
una.
Lengi vel var horft til þess með nokkurri
bjartsýni að hægt yrði að flytja í apríl 1986.1
dag telja raunsæir menn að með kröftugum
endaspretti við framkvæmdir verði hægt a®
flytja vorið 1988. Þolinmæði starfsfólksins
sem vinnur störf sín við t'rumstæðar og ófuH'
nægjandi aðstæður í gamla sjúkrahúsinu, er a
þrotum og hefur yfirlæknirinn, Einar Helga'
son, lagt fram uppsögn sína og nefnir að-
stöðuleysi og seinagang við framkvæmdt''
sem helstu ástæður.
SEINAGANGURINN við framkvæmdirnar
hefur haft margvíslegar atleiðingar. AHal1
24