Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 44

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 44
LISTIR áhuga. Viö leggjum því mikla áherslu á aö þetta fari vel af stað,“ segir Guðmundur i samtali við ÞJÓÐLÍF. Næstu tónleikar í tónleikarööinni Námur. hal'a ekki verið tímasettir en tjölmargt er a döfinni. í kringum þetta menningarátak verður m.a. gerður myndbandsþáttur um Nántur og aðdraganda þeirra og undirbún- ingur er hafinn að útgáfu myndskreyttrar bókar um verkin og listamennina sem við sögu koma. Er og í bígerð að efna til sýninga á myndverkunum í Reykjavík og á lands- byggðinni og jafnvel að gefa seinna meir út hljóðritanir sem gerðar verða af tónverkun- um. Eitt meginatriði þessa verkefnis íslensku hljómsveitarinnar, sem nú á sex gróskurík starfsár að baki, er sú viðleitni að etla inn- lendar tónbókmenntir, íslenska listsköpun og að hérlendir listamenn fái tækifæri til að flytja verkin. Fyrirhugað er að á þarnæstu tónleikum verði þrettánda öld íslandssög- unnar viðfangsefnið og leggi þar Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, fram nýtt tónverk við Ijóð eftir Matthías Johannessen, ljóðskáld. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syng1 einsöng og afhjúpað verði myndverk eftu Hallstein Sigurðsson, myndhöggvara. Á þriðju tónleikunum er svo ætlunin að fjalla um ísland undir danaveldi þar sem Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld, frumflytur ljóð j sitt um Jón Indíafara og við það yrði fluú verk (trompettkonsert) eftir Pál Pálsson. tónskáld. Forsvarsmenn Islensku hljómsveitarinnat hafa þó ekki staðfest þessa dagskrá þar sem eftir er að hnýta ýmsa hnúta í viðamikiH1 undirbúningsvinnunni, en þegar að loknun' stórtónleikunum þann 5. desember verðut hrundið af stað mikilli kynningu á næstu lið" um þessarar tónleikaraðar. Með þessu menningarátaki er sérstök áhersla lögð á virkan stuðning almennings o g menningarstofnana við listsköpun í landin11 og býr einnig sú hugsun að baki að vekja athygli listamanna á þjóðlegum menningar' arfi. Þess má geta að íslenska hljómsveim1 greiðir viðkomandi listamönnum starfslau11 og er það nýlunda hér á landi að félagasam- tök út í bæ taki slíkt að sér. Þrátt fyrir að íslenska hljómsveitin eu1' beiti sér nú að þessu stóra verkefni er fleira döfinni því nýlega stóð hljómsveitin al stofnun strengjakvartetts sem mun bæ’ð' leika á tónleikum hljómsveitarinnar og li sjálfstæðum tónleikum í Reykjavík og 3 landsbyggðinni. Kvartettinn skipa Þ,iU Lovísa Fjeldsted, Elizabeth Dean, Signó111 Hrafnkelsdóttir og Seán Bradley. Er ek ' aðeins gert ráð fyrir því að kvartettinn leik>_’ tónleikum, heldur og við ýmis opinber tæk1 færi, á skemmtunum fyrirtækja og félaga samtaka, og í einkasamkvæmum. • Ómar Friöriksson • Nýstofnaöur strengjakvartett Islensku hljómsveitarinnar. * „Námur“ Islensku hljttmsveitiirinnar Listamenn margra listgreina sameinast á tónleikum 5 desember ÞANN FIMMTA DESEMBER næstkomandi ýtir íslenska hljómsveitin úr vör miklu menningarátaki sem er upphafið á tónleika- röð undir heitinu „námur". Þá frumflytur Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, og Is- lenska hljómsveitin, undir stjórn Guðmund- ar Emilssonar, tónverk í Hallgrímskirkju eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson, tónskáld, við frum- ort ljóð Sigurðar Pálssonar, skálds. Á tón- leikunum verður einnig frumsýnt nýtt myndverk eftir Gunnar Örn Gunnarsson, myndlistarmann, en verk þessi eiga öll að fjalla um landnámstímabil íslandssögunnar og voru verk þeirra Sigurðar og Þorkels gagngert samin fyrir Kristján Jóhannsson að frumkvæði hljómsveitarinnar. Hér er um einstæða nýbreytni í menningarlífinu að ræða. Á tónleikunum verða einnig flutt verk eft- ir þá Áskel Másson og Hilmar Þórðarson, tónskáld. og leikur Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari, einleik í verki Hilmars. Að sögn Guðmundar Emilssonar, hljóm- sveitarstjóra og stjórnarformanns íslensku hljómsveitarinnar, er með Námum ætlunin að fjalla um tiltekin brot úr íslandssögunni þar sem stefnt er saman mikilhæfum lista- mönnum margra listgreina. í kynningu á Námum segir: „Ljóðskáld, tónskáld og myndlistarmenn nema þjóðararfinn líkt og málm úr jörðu og beina sjónum að honum á öld sterkra erlendra menningaráhrifa. Lista- verkum þeirra er ætlað að túlka óblíða náttúru landsins, og glímu mannsins við hana og sjálfan sig.“ „Þessi tónleikaröð gæti varað í tvö til þrjú ár ef vel gengur og almenningur sýnir þessu 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.