Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 28
FÓLK Ekki er ólíklegt að þann 27. maí í vor hafi verið slegið heimsmet í hljóðveri Sigurðar R. Jónssonar, Stúdíó Stemmu, þegar Bergþóra Ámadóttir og hljómsveit hennar voru þar við live-upptökur og hljóðrituðu alls 19 lög á hálfum sjötta tíma. Sjónvarpið var mætt á staðinn og sýndi nýlega þátt af upptökunum og þessa dagana er svo að koma út hljóm- plata þar sem fimm þessara Iaga er að finna auk fjögurra nýrra laga eftir Bergþóru sem tekin voru upp í september. Auk þess kemur út geisladiskur með níu lögum frá upptök- unni í vor. Platan ber heitið Bergþóra í seinna lagi. „Pað voru svo sannarlega farnar ótroðnar slóðir við þessar upptökur," segir Bergþóra, ,,en ég gerði þó þá breytingu að fá unga og bráðefnilega söngkonu til að syngja í stað mín í einu Iagi en hljóðfæraleikurinn er óbreyttur frá því í vor. Þar er á ferðinni Gígja Sigurðardóttir úr Grindavík, sem þekkt er fyrir framlag sitt sem Stína stuð, úr látúns- barkakeppni Stuðmanna í sumar." „Samvinnan á milli allra sem komu við sögu kvöldið góða í maí, var alveg fádæma góð og skemmtileg, stemmningin sérstök og þarna voru líka milli 30 og 40 áheyrendur saman komnir,“segir hún. Meðal nýrra laga á plötunni er eitt sem Bergþóra samdi við ljóð eftir tvítuga dóttur sína, Birgittu, sem heitir Sandkorn. Ljóðið birtist í ljóðabókinni Ljóðormur nr. þrjú, fyrir tveimur árum og var nýlega valið í nýja útgáfu skólaljóða sem væntanleg er á næsta ári. ,,Sandkorn er það lag plötunnar sem ég er ánægðust með," segir Bergþóra. „Við syngjum það saman, ég og Pálmi Gunnars- son. Pálmi hefur spilað með mér í fjölda mörg ár eða allar götur frá 1976 og sá reynd- ar til þess á sínum tíma að fyrsta sólóplata mín, Eintak, var gefin út.“ - Sú plata er nú löngu uppscld. Þaö er Skífan sem sér um útgáfuna á Berg- þóru í seinna lagi í samvinnu við fyrirtækið Þor, sem þau eiga í sameiningu Bergþóra og eiginmaður hennar, Þorvaldur Ingi Jónsson. Liðin eru tvö ár frá því að seinasta plata Berþóru, Pað vorar, kom út en þar fékk hún breska fiðluleikarann Graham Smith til liðs við sig. „í millitíðinni hefur svo komið frá mér hljóðsnældan Skólaljóð, sem er fyrst og fremst ætluð krökkum - og kannski íslend- ingum erlendis á þriðja glasi," segir Berg- þóra sposk. Á nýju plötunni eru úrvalsmenn á öll hljóðfæri; Pálmi Gunnarsson bassa, Tryggvi Hubner gítar, Hjörtur Howser hljómborð, Sigurður Reynisson trommur, Abdou Dhour slagverk og svo sá Sigurður Rúnar að sjálfsögðu um upptökustjórnina. Að sögn Bergþóru er á döfinni að gefa plötuna út í Skandinavíu í gegnum Nordvisa, sem er hagsmunafélag starfandi vísnasöngv- ara. „Eg hef dvalist mikið á Norðurlöndun- um og hef kynnt mig vel í heimi vísnatónlist- ar og vísnarokksins og sit í stjórn Nordvisa- • Bergþóra með köttinn Bjart. samtakanna," segir hún. „Það er greinilegt að vísnasöngur er á mikilli uppleið í Skandi- navíu og eflaust gæti ég haft það mjög gott ef ég byggi þar að staðaldri - en ég nenni bara ekki að vera langtímum saman í burtu frá íslandi." • Þessa dagana er að koma út hljómplata með nokkrum gömlum og nýjum lagaperlum Jóns Múla Ámasunar. Þótt þeirrar tilhneigingar hafi gætt undanfarið að músíkrásirnar blási lífi í dægurflugur sjötta og sjöunda áratugar- ins er það ekki sú endurvakning sem ýtti við mönnum - gæði þessara djassættuðu og rómantísku laga er næg ástæða til að setja velunna plötu með lögum Jóns Múla og text- um Jónasar Árnasonar á markað. Þessi fína músík hefur alltaf verið freistandi fýrir vand- aða tónlistarmenn. Þannig var Tómas R. Einarsson, bassaleikari, lengi með þá hug- mynd í kollinum að safna saman góðum kröftum og vinna úr þessu efni Jóns Múla. En tímásetning útgáfunnar hittir í mark. Alla yfirumsjón með tónlistinni hafa þeir Eyþór Gunnarsson, hljómborðsleikari og fyrrnefndur Tómas. Upptökur fóru fram 1 stúdíó Stemmu og þangað lögðu margir toppmenn í músíkbransanum leið sína til að leggja hönd á plóginn. Hér mætast tvær kyn- slóðir tónlistarmanna á einni plötu. „Heljar- ins mikið glanslið í íslensku tónlistarlífi,' segir Sigurður G. Valgeirsson útgáfustjóri Almenna bókafélagsins sem gefur plötuna út undir heitinu Lög Jóns Múla Árnasonar við texta Jónasar Árnasonar. Kreditlistinn er fjölskrúðugur. Fyrstan skal frægan telja látúnsbarkann Bjarna Arason sem syngur tvö lög, annað á mot* Ellen Kristjánsdóttur og er það hið gamal- kunna Án þín. Ellen kemur við sögu í fle*rl lögum. Bubbi Morthens syngur Við heim1' um aukavinnu, Magnús Eiríksson syngureit* lag og leikur með á gítar, Sif Ragnhildardótt' ir syngur nýtt lag eftir Jón Múla: Það vaxa blóm á þakinu og er textinn fenginn úr einu verka Halldórs Laxness. Þá syngja Þe,r 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.