Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 52
LISTIR Dokumenta 8 í Kassel DOKUMENTA, LISTASÝNINGIN í Kassel sem haldin er fimmta hvert ár, er orðin slík véfrétt að aðstandendur eiga erfitt með að standa undir nafni. Sýningin á að vera yfirlit yfir það sem er merkilegast aö gerast í mynd- list á hverjum tíma. Gallinn er sá að sérhver sýning veröur að skera sig afgerandi frá síðustu sýningu og um leið móta hefðogsýna þróun. Hætta er á að það „nýja" sé þá búið til. Eða eins og Richard Fry sem kom hingað eftir sýninguna orðaði það svo skemmtilega: ,,Það nýja í því nýja." Ekki er hægt að segja annað en að sýningin nú sé verulega frábrugðin Dokumenta 7. Á þeirri sýningu var nýja1 málverkið allsráð- andi. Ritdi Fuchs, sem þá réð mestu um val verka, ætlaði að hafa málverk eingöngu, en var stoppaður af. Menn eins og Joseph Beuys, Gilbert og George, Joseph Kosuth og nokkrir aðrir ,,konsept"-listamenn voru á þeirri sýningu og eru nokkrir þeirra með nú og gert ntjög hátt undir höfði. Ef dæma má Dokumenta 8 er Nýja málverkiö týnt. Þeir málarar sem þar eru með, eru gamlar kemp- ur eins og Leott Golttb eða ungir, naturalísk- ir málarar eins og Eric Fischi. EFTIR fyrstu umferð unt sýningarsalina festust þrjú hugtök í huga mér: pólitík, tækni og fjölbreytni. Ef marka má Kasselsýning- una er nútíminn samsettur úr þessu þrennu. Mörg verka sýningarinnar voru áberandi pólitísk, en þó ekki flokkspólitísk í neinum íslenskum skilningi. Það var ekki hægt að lesa út úr verkunum stefnuyfirlýsingar Krata, Framsóknar eða Alþýðubandalags. Á sýninguna voru valin tjölmörg verk sem með einhverjum hætti miðluöu áhyggjum eða reiði einstakra listamanna yfir stöðu mála í dag. Augljós er áherslan á pólitík með því að gera þá Bettys og Klaus Staeck að heiöurs- gestum. Bettys var einn af stofnendum Græningja og reyndi af fullri alvöru að stofna háskóla í þágu lýðræðis - nokkuð sem nú er komið í framkvæmd að mér skilst. Staeck er einn ötulasti plakatgerðarmaður eftirstríðs- áranna og veggspjöld hans hafa haft áhrif á við heila flokksmaskínu í Vestur-Þýska- landi. Flest pólitísku verkanna hafa þó óbeina tilvísun. Verk sem óhjákvæmilega vekja upp hugmyndir um umhverfi okkar. náttúruna og þær ógnir sem að henni steðja. En á sýninunni má einnig sjá stórborgarlist, gagnrýni á stjörnustríðið, kúgunina í þriðja heiminum. Einna athyglisverðust þóttu mér verk Jenny Holzer, en hún hefur komið sér inn á auglýsingaskilti stórborganna með boðskap sinn sem oft á tíðum er nokkuð • Fjórir blökkumenn. Leon Golub, 1985. sitt eigið lífog gesturinn varð aðfara sérhægt til þess að halda í hughrifin. Á svona sýning- um er auðvelt að glápa yfir sig. snúinn: Forðid mérfrá löngunum mínum lét hún varpa út með tilkynningaljósi Caesars Palace, einu helsta spilavíti Ameríku! Það er gott til þess að vita að nú, þegar stjórnmálamennirnir kvarta yfir því að tlokka þeirra vanti málefni til að greina sig frá starfsbræörum þeirra í hinunt llokkun- um, séu listamennirnir aftur farnir aö takast á við vanda okkar og vonir. Á nteðan flokks- pólitíkin er að fletjast út í sérhagsmuni og valdapot virðast listamenn í auknum mæli reyna að glíma við þversagnir nútímans. Oft á persónulegan og frjóan hátt. Þaö var þessi pólitíska vídd sem kom mér hvað mest á óvart á Dokumenla 8. TÆKNIN var mjög áberandi í Kassel og þá tækni í tvennum skilningi. Það var unun að sjá hversu góðum tökum margir listamenn hafa náð á þeim miðlunarleiðum sem þeir hafa valið sér. Sérstaklega var þetta áberandi í umhverfisverkunum eða installasjónunum. Þarna var að finna verk gerð í tré, málm og gler sem unnin voru af fagmannlegri tilfinn- ingu fyrir tjáningarmöguleikum efnisins. Aðrir gátu blandað saman ólíkum efnum og hlutum og fengið út úr því sterka heild. Árangurinn varð sá að áhorfandinn gekk úr einu herbergi í annað rétt eins og hann gengi á milli gjörólíkra og aðskilinna heima. Sér- hver salur sýningarhallanna tveggja átti sér • Mynd af hundi. Eric Fischl, 1987. Er þá í lagi að vera vand virkur? 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.