Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 35
ERLENT
IN-PRESS
• Úr kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í janúar 1987. Talið frá vinstri: Petra Kelly, Otto
Schily og Marieluise Beck-Oberdorf.
Græningjar í kreppu
Otto Schily þingmadur í Þjódlífsviötali
Þuð hefur gengið á ýmsu í herbúðum vestur-
þyskru græningja uð undanförnu. Pingmenn
jlokksins hafa verið ótrauðir við að senda
hvor öðrum tóninn og ágreiningsefnin œði
'nörg. Svo rammt hefur kveðið að þessum
skœrum, að einstaka ruddir hafa verið uppi
11 »1 að samtökin séu í þann mund að klofna í
tvennt. Pað kemur reyndar ekki á óvart, að
orói geri vart við sig í herbúðum grœningja.
Allt frá stofnun samtakanna hefur hér verið
um sundurleitan hóp að rœða. Grœningja-
sveitin hefur að vísu staðið saman um ákveð-
l,i stefnumið, en viðltorfin luifa verið ólík til
ymissa baráttumála. Par er skemmt að
minnast fjaðrafoksins sem varð, þegar grœn-
uigjar gengu til stjórnarsamstarfs við jafn-
aðarmenn í fylkinu Hessen og oddamaður
þeirra í fylkinu, Joschka Fischer, settist í ráð-
herrastól. Pá mátti vart á millisjá, hvorir vœru
argari út í Fischer ogfélaga hans, lagsbræður
llr samtökum grœningja, eða skelfdir góð-
borgarar, sem óttuðust upplausn og stjórn-
leysi, efekki eitthvað þaðan afverra.
Sú spurning, hvort grœningjar skuli reiðu-
búnir að ganga til samstarjs við jafnaðarmenn
eða halda sig fjarri „spillingu valdsins" liefur
frá upphafi verið eitt helsta bitbeinið í
forystusveit samtakanna. Til skamms tíma
virtist sá hópur fjölmennari, sem var fús að
ganga til liðs við jafnaðarmenn, - ef ákveðn-
um skilyrðum væri fullnægt. Nú erhins vegar
svo komið, að „harðlínumenn" hafa náð
undirtökum í hreyfingunni. Formælendur
þingflokks græningja eru flestir úr röðum
þeirra, sem vilja halda uppi róttækri stjórnar-
ándstöðu og hafna hvers kyns samkrulli við
aðra flokka.
Einn þeirra sem setið hefur á þingi fyrir
grœningja nœr óslitið frá því að þeir komust
inn á sambandsþingið í Bonn fyrir tœpum
fimm árum, er lögjræðingurinn Otto Schily.
Schily varð þekktur hér í Pýskalandi á síðasta
35
L