Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 41
M ATUR Ileira er matur en magurt kjöt Mörg undanfarin ár hefur því verið haldið að neytendum að feitt kjöt væri óhollt, og víst er það satt að sjálf fitan er ekki sem best fallin «1 manneldis. Hins vegar er það augljóst mál að vel alinn gripur er betri en horgemlingur þegar að matreiðslunni er komið. Um daginn efndu Kjötvinnsla Jónasar og veitingahúsið Þrír Frakkar til kynningar á nngnautakjöti í samvinnu við KP á Hellu - og Þar sem undirrituð er nautakjötsfrík þáði hún boðið. Kjötið sem gestum var boðið var af ungnautum, sem sérstaklega voru fóðruð a kornblöndu, er Fóðurblandan h.f. hefur þróað. Útkoman þykir svo góð, að Kí> er nú að hefja sölu á blöndunni og hyggst Jafnframt verðlauna þá bændur sem ala gripi s'na á henni og þykja ná tilhlýðilegum ár- angri með kr. 3.000. Ennfremur hefur Kjöt- Hnnsla Jónasar skuldbundið sig til að taka v'ð öllu kjöti af þeim nautgripum sem aldir eru á þennan sérstaka hátt, en skilyrði fyrir Verðiaunaveitingu eru þau, að fallþungi sé a m.k. 180 kg, að holdfylling sé góð og að fitulag sé jafnt og þekji allan skrokkinn. Og þá erum við komin að kjarna málsins. K-jötið þarf að vera feitt til að það geti verið í h$sta gæðaflokki skv. þessum staðli, enda gefur það auga leið að vöðvar þurfa að vera vel fituofnir til að kjötið sé meyrt og safaríkt. Matreiðslumeistarinn góðkunni, Matthías fóhannsson, töfraði fram glæsilega rétti, en fipír Frakkar hafa haft kjöt frá Kjötvinnslu ■lónasar á boðstólum frá stofnun þess. Emil Oíslason, kaupfélagsstjóri KÞ, bauð gesti velkomna og sagði m.a., að sláturhúsið á Úellu væri eitt af fáum á landinu, sem væri rekið allt árið. Jónas Þór bauð síðan við- stöddum að koma með fyrirspurnir og urðu Umræður all fjörugar. Það var athyglisvert, að Jónas lagði mikla áherslu á þann þátt í kjöteldi, er lýtur að umönnun og líðan skepnunnar frá fyrsta degi að dauðastund, en hann taldi nauðsynlegt að dýrið væri laust við alla streitu. Þessi ummæli leiddu hugann að frásögu merkismanns, sem ég hitti í Færeyjum fyrir þremur árum. Maður þessi, Marner Simonsen, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Þórshöfn, eyddi heilli kvöldstund í að út- skýra fyrir okkur hjónum gildi þess að slátur- dýr væru í jafnvægi og án streitu. Þessu til áréttingar sýndi hann okkur tvo kinda- skrokka í kjallaranum hjá sér. Annar þeirra var innfluttur og íslenskur, hinn þarlendur. Munurinn var mikill, en Færeyingar hafa engin sláturhús á okkar mælikvarða, enda stunda þeir heimaslátrun og skera sitt fé í stað þess að skjóta það. „Þegar skepnan er hrædd og kvíðin á dauðastundinni," sagði hann, „streymir adrenalínið út í blóðið og gerir það að verkum að það nær ekki að renna til fullnustu. Þess vegna er ekki hægt að gera íslenskt kjöt að skerpukjöti." Eg fagna því að íslendingar eru farnir að gera sér grein fyrir því að þessi þáttur er mikilvægur. Dýrin eru e.t.v. ekki eins skyni skroppin og margir vilja halda fram. Nýjasta dæmið er sundafrek kýrinnar Hörpu, síðar Sæunnar, yfir Önundarfjörð, en hún var sem kunnugt er af fréttum á Ieið til siátrunar þeg- ar hún sleit sig lausa við sláturhússdyrnar og lagði á haf út. Svo vitnað sé í orð fyrrverandi eiganda hennar, Halldórs Mikaelssonar, sem sagði eftir þennan atburð: „Þótt maður viti auðvitað aldrei hvað svona skepnur hugsa, er engu Iíkara en hún hafi skilið hvað til stóð.“ í Svíþjóð ntá víða sjá í verslunum kjöt, pakkað í neytendaumbúðir, merkt „streitu- laust" og er það að sjálfsögðu miklu dýrara kjöt, því miður. Enda segir Jónas Þór að streitukjöt sé í besta falli nothæft í hakk! Kjötvinnsla Jónasar hefur frá upphafi starfsemi sinnar, eða frá árinu 1981, lagt aðaláhersluna á að vanda vel til allra verka, en kjötvinnslan er sú fyrsta hér á landi sem notar kælda vinnuaðstöðu. Eins er kjöt- vinnslan brautryðjandi í því að nýta sér þjónustu rannsóknarstofu Matvælatækni, sem sérhæfir sig í gæðaeftirliti, en sú þjón- usta felst m.a. í gerlarannsóknum, eftirliti og leiðbeiningum um þrifnað. Kjötvinnsla Jón- asar kaupir megnið af sínu kjöti frá tveimur sláturhúsum, KÞ á Hellu og Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík, en ástæðan fyrir þessu vali er að sögn fyrst og fremst sú að þarna er þrifnaður og umgengni um kjötið í betra lagi en gengur og gerist og kjötið fær að hanga í tíu daga eða lengur, sem er nauðsynlegt til að gæðin verði sem best. Að sjálfsögðu eru þau mörg sláturhúsin í landinu sem hafa þessi mál í lagi, en hin eru þó ugglaust fleiri sem ekki uppfylla einföldustu skilyrði. Það er óskandi, að brátt getum við neyt- endur keypt okkur nautakjöt í hvérri versl- un, án þess að taka þá áhættu að við séum að eyða öllu kvöldinu í að tyggja gamalt kýrkjöt sem selt er á sama verði og hágæðakjöt, en því miður er það allt of algengt í verslunum og svo sannarlega ámælisvert. • Bergþóra Árnadóttir ASKRIFENDAHAPPDRÆTTI Ætlar þú að vera með í áskrifenda- happdrætti Þjóðlífs? Því ef þú verður skuldlaus áskrifándi um áramótin verðurðu búin(n) að tryggja þér aðild. Dregið verður þann 15. janúar um átta glaesilega vinninga: 1. Ferðavinningur að eigin vali frá Ferðaskrifstofunni Sögu, að verðmæti 15.000,- 2. íslendingasögurnar með nútíma stafsetningu frá Svart á hvítu, að verðmæti 12.250.- 3. FAM-ryksuga frá versluninni Hauki og Ólafi, að verðmæti 12.700.- 4. -8. Hljómplata, Bergþóra í seinna lagi. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.