Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 13
INNLENT ;>Allt er spennandi nema gröfin“ ÞJÓÐLÍF á námskeidi í heimspeki meö 10 ára börnum ”BÖRN eru náttúrulegir heimspekingar,“ ^egir dr. Hreinn Pálsson. Hann stendur nú 'nr námskeiöum í heimspeki fyrir tíu og e letu ára börn í Reykjavík „Við viljum ekar kalla þetta heimspeki með börnum en !ynr börn,“ segir hann í samtali við ÞJÓÐ- , „Börnin eru virkir þáttakendur í e>rnspekilegum samræðum sem kennarinn stJórnar. Markmið þess að stunda heimspeki ^eö börnum er að vekja og efla þau til sjálf- ar „ rar’ fökréttrar og skapandi umhugsun- begar Hreinn ákvað að brjóta upp á því ^yntæli hér á landi að auglýsa námskeið í I eitTlsPeki með börnum, gerði hann sér ekki ugarlund hvaða viðbrögð það gæti vakið þ P' Þau urðu meiri en hann þorði að vona. ^ratt fyrir Htla kynningu var fullbókað í öll ^ mskeiðin á einni viku. Hann er nú með 40 °rn í þremur hópum. Hver hópur fær 24 ennslustundir á tólf vikum. ÞJÓÐLÍF brá sér í nokkra tíma með tíu ára krökkum og fylgdist með samræðunum. í flestum kennslustundunum byrjuðu þau á að lesa kafla úr bók eftir bandaríska heimspek- inginn Matthew Lipman sem hann skrifaði fyrir börn í þessum tilgangi. Því næst upp- hófust fjörugar og frjóar samræður. Þegar við komum inn í tímann höfðu þau nýlokið við að lesa kafla um jafnaldra sína sem veltu því fyrir sér fram og aftur hvort hægt væri að læra eitthvað í skólum ef skóla- stundirnar væru leiðinlegar. Út frá þessu spunnust miklar umræður um tilgang þess að vera í skóla, hvað gerði skólastundir skemmtilegar, hver ætti að stjóma skólum, frjálsa mætingu og fleira. „Krakkar geta alla vega ekki stjórnað skólum. Maður þarf að læra til að geta stjórnað skólum alveg eins og flugmenn þurfa t.d. að vera góðir í reikningi til að geta stjórnað flugvél," segir Gúndi. „Krakkar • „Þessi kennsla er erfið og krefst þolinmæði, en hún er líka skemmtileg því börnin eru svo gefandi á þessu sviði.“ Dr. Hreinn Pálsson með nemendum sínum, heimspekingunum tilvonandi. ættu nú samt að geta verið ritarar,“ segir Geiri, „ég hef heyrt að krakkar í Kína vinni sem ritarar...“ „Hverjir svo sem stjórna skólum ættu samt að skilja krakka," skaut einhver inní. „En hvað gerir þá kennslustundir skemmtilegar?" spyr dr. Hreinn. „Mér leiðist þegar það er hávaði í tím- um,“ segir Gúndi. Kári:„Mér leiðist ef ein- hverjir eru að hvíslast á.“ „Það er leiðinlegt í kennslustundum ef einhver er illa lesinn, þá eyðileggur hann allt,“ segir Hreggviður. “En er það þá nóg til að gera kennslu- stundir skemmtilegar að það sé alger þögn og allir eru vel lesnir?“ spyr kennarinn. Nei, ekki voru þau á því. „Það er yfirleitt mest gaman ef við fáum að vinna eitthvað sjálfstætt og gera spurning- ar upp úr bókum,“ segir Sólveig, „svo getur verið skemmtilegt í kennslustundum þó að kennarinn sé leiðinlegur.“ „Kennarinn minn er skemmtilegur,“ segir Hildur, „en það er samt oft leiðinlegt í tímum þegar strákarnir 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.