Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 17

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 17
IN N LENT Kolbrún Jónsdóttir Alþýöutlokki og Gunnar G. Schram Sjálfstæðisflokki). Aö endingu eru svo þeir sem reyndu sig í framboði en komust ekki á þing (dæmi: Davíð Aðalsteinsson Framsóknarflokki, Guðmundur Einarsson Alþýðuflokki og Björn Dagbjartsson Sjálfstæðis- flokki). Fleiri ástæður má nefna s.s. útskiptareglu Kvennalistans sem Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, Kvennalista, fylgdi þegar hún ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til þings. Þá eru dæmi þess að pólitísk andstaða innan flokks eða í kjördæmi verða þess að einhverju leyti valdandi að þingmenn draga sig út úr stjórnmálum (Garðar Sigurðsson?). OLÍK STÖRF. Það má finna fyrrverandi þingmenn á flestum starfssviðum þjóðfélagsins. Þeir sem átt hafa stöðu eða embætti hjá ríkinu geta yfirleitt gengið að því starfi vísu eftir að þingmennsku lýkur. Þannig gegnir Gunnar G.Schram Sjálfstæðisflokki, áfram prófessors- stöðu sinni við lagadeild Háskóla íslands og Haraldur Ólafsson Framsóknarflokki, er lektor í mannfræði við háskólann en hann tók sæti á Alþingi við andlát Ólafs Jóhannessonar. Fleiri þingmenn hafa horfið til fyrri starfa; Árni Johnsenstarfarsem blaðamaðurá Morgun- blaðinu og fyrir ríkissjónvarpið, Ellert B. Schram, sem sagði sig úr þingflokki sjálfstæðis- manna, er áfram ritstjóri DV. Davíð Aðalsteinsson Framsóknarflokki, sinnir áfram bústörfum á búi sínu á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð og Guðmundur J. Guðmundsson sem sagði sig úr Alþýðubandalaginu fyrir skömmu, einbeitir sér að kjarabaráttunni sem formaður Dagsbrúnar en hefur auk þess fengist við að rekja endurminningar sínar í viðtalsbók sem Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri, skrásetur. Pétur Sigurðsson Sjálfstæðisflokki, er forstöðumaður Flrafnistu sem fyrr og er auk þess í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, m.a. formaður bankaráðs Landsbankans. Valdimar Indriðason Sjálfstæðisflokki kveðst hafa tekið að sér framkvæmdastjórn hjáSíIdar-og fiskimjölsverksmiðju Akraness um tíma en hann sinnti því starfi áratugum saman áður en hann var kjörinn á þing 1983. Krístín S. Kvaran sem sat á þingi fyrir Bandalag jafnaðarmanna en gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn er bandalagið var lagt n>ður, starfar nú hjá Krabbameinsfélaginu og er auk þess við þáttagerð á Stöð tvö. Og enn fleiri þingmenn hafa sótt í tjölmiðlunina; Ingvar Gíslason Framsóknarflokki gerðist ritstjóri Tímans þegar þingmennskunni lauk. Það má jafnvel finna fyrrverandi þingmann í verkamannavinnu. Garðar Sigurðsson Al- Þýðubandalagi, starfar nú sem sjómaður á flutningaskipi í millilandasiglingum og innan verslunargeirans er fyrrverandi þingmann að finna; Kolbrún Jónsdóttir Alþýðuflokki (áður Bandalagi jafnaðarmanna) ákvað að kaupa og reka fataverslun við Klapparstíginn í Reykja- V]k. Flokksbróðir hennar, Stefán Benediktsson arkitekt, fór fyrst til starfa í menntamálaráðu- neytinu þegar þinginu lauk í vor, en fékk nýlega umdeilda ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli. Það er Guðmundur Einarsson Alþýðuflokki, sem er líkast til sá eini úr hópnum sem hefur stJÓrnmáI enn sem sitt aðalstarf en hann er nú framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins og starfar í nanum tengslum við þingflokk kratanna. Helgi Seljan Alþýðubandalagi, hefur ekki fundið sér ákveðið starf frá því að hann ákvað að b®tta þingmennsku en hefur þó haft ýmislegt fyrir stafni s.s. skriftir og vinnur auk þess að ymsum verkefnum fyrir flokkinn sinn. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Kvennalista, er ekki í launuðu starfi en ver mestum tíma sínum í að skrifa doktorsritgerð í mannfræði. Tveir þingmenn létu af þingmennsku á miðju síðasta kjörtímabili. Tómas Árnason Fram- s°knarflokki, tók stöðu bankastjóra við Seðlabankann í ársbyrjun 1985 og situr þar enn, og *-árus Jónsson Sjálfstæðisflokki varð bankastjóri Útvegsbankans sama ár. Hann lét af því starfi þegar Útvegsbankanum var breytt í hlutafélagsbanka s.l. vor og hefur undanfarið ferðast nrn landið á vegum Þróunarfélags íslands við að kynna heimamönnum hugmyndir Þróunar- e,agsins um stofnun fjárfestingarfélaga á Iandsbyggðinni. Björn Dagbjartsson tók sæti Lárus- ar á þingi 1985 og var í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra en náði ekki inn á þing. Hann er nú forstöðumaðurÞróunarsamvinnustofnunar íslands. J-Oks má geta Þórarins Sigurjónssonar Framsóknarflokki, sem er líkast til sá eini úr þessum °P' sem kominn er á eftirlaun. Hann sat á þingi fyrir Sunnlendinga í þrettán árog situr nú á hó búi s'nu á Laugardælum í Flóa. Fað er greinilega ekki sjálfgefið að fyrrverandi þingmenn setjist í valdamiklar eða mikilvæg- ar stöður eftir að þingmennsku lýkur. Annars eiga þeir ugglaust ekki við meiri aðlögunar- Jsnda að stríða en margur annar sem skiptir um starf. Samkvæmt lögum um þingfararkaup Þ'ngismanna á sá alþingismaður sem setið hefur á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, rétt á 'ölaunum, er hann hættir þingmennsku, sem eru jafnhá þingfararkaupi og eru greidd í þrjá JJHnuði eftir eins kjörtímabils þingsetu en í sex mánuði eftir þingsetu í tíu ár eða lengur. Af pessu yfirliti má vera ljóst að enginn þeirra situr aögerðalaus í dag og sumir bíða færis þegar næst verður raðað á framboðslistana. Ómar Friöriksson HELGI SEUAN: Helgi Seljan, Alþýðubandalagi, var þing- maður fyrir Austurland óslitið frá kosning- unum 1971 en ákvað að láta staðar numið við lok síðasta kjörtímabils. Hvað hefur hann fengist við síðan? „Eg hef ekki verið í neinu föstu starfi frá því að þingmennskunni lauk," segir Helgi en kveðst þó ekki hafa setið með hendur í skauti heldur haft ýmislegt á prjónunum. „Ég 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.