Þjóðlíf - 01.11.1987, Page 17
IN N LENT
Kolbrún Jónsdóttir Alþýöutlokki og Gunnar G. Schram Sjálfstæðisflokki). Aö endingu eru
svo þeir sem reyndu sig í framboði en komust ekki á þing (dæmi: Davíð Aðalsteinsson
Framsóknarflokki, Guðmundur Einarsson Alþýðuflokki og Björn Dagbjartsson Sjálfstæðis-
flokki).
Fleiri ástæður má nefna s.s. útskiptareglu Kvennalistans sem Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir, Kvennalista, fylgdi þegar hún ákvað að gefa ekki aftur kost á sér til þings. Þá eru dæmi
þess að pólitísk andstaða innan flokks eða í kjördæmi verða þess að einhverju leyti valdandi að
þingmenn draga sig út úr stjórnmálum (Garðar Sigurðsson?).
OLÍK STÖRF. Það má finna fyrrverandi þingmenn á flestum starfssviðum þjóðfélagsins. Þeir
sem átt hafa stöðu eða embætti hjá ríkinu geta yfirleitt gengið að því starfi vísu eftir að
þingmennsku lýkur. Þannig gegnir Gunnar G.Schram Sjálfstæðisflokki, áfram prófessors-
stöðu sinni við lagadeild Háskóla íslands og Haraldur Ólafsson Framsóknarflokki, er lektor í
mannfræði við háskólann en hann tók sæti á Alþingi við andlát Ólafs Jóhannessonar.
Fleiri þingmenn hafa horfið til fyrri starfa; Árni Johnsenstarfarsem blaðamaðurá Morgun-
blaðinu og fyrir ríkissjónvarpið, Ellert B. Schram, sem sagði sig úr þingflokki sjálfstæðis-
manna, er áfram ritstjóri DV. Davíð Aðalsteinsson Framsóknarflokki, sinnir áfram bústörfum
á búi sínu á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð og Guðmundur J. Guðmundsson sem sagði sig úr
Alþýðubandalaginu fyrir skömmu, einbeitir sér að kjarabaráttunni sem formaður Dagsbrúnar
en hefur auk þess fengist við að rekja endurminningar sínar í viðtalsbók sem Guðmundur Árni
Stefánsson bæjarstjóri, skrásetur. Pétur Sigurðsson Sjálfstæðisflokki, er forstöðumaður
Flrafnistu sem fyrr og er auk þess í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, m.a. formaður
bankaráðs Landsbankans. Valdimar Indriðason Sjálfstæðisflokki kveðst hafa tekið að sér
framkvæmdastjórn hjáSíIdar-og fiskimjölsverksmiðju Akraness um tíma en hann sinnti því
starfi áratugum saman áður en hann var kjörinn á þing 1983. Krístín S. Kvaran sem sat á þingi
fyrir Bandalag jafnaðarmanna en gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn er bandalagið var lagt
n>ður, starfar nú hjá Krabbameinsfélaginu og er auk þess við þáttagerð á Stöð tvö. Og enn
fleiri þingmenn hafa sótt í tjölmiðlunina; Ingvar Gíslason Framsóknarflokki gerðist ritstjóri
Tímans þegar þingmennskunni lauk.
Það má jafnvel finna fyrrverandi þingmann í verkamannavinnu. Garðar Sigurðsson Al-
Þýðubandalagi, starfar nú sem sjómaður á flutningaskipi í millilandasiglingum og innan
verslunargeirans er fyrrverandi þingmann að finna; Kolbrún Jónsdóttir Alþýðuflokki (áður
Bandalagi jafnaðarmanna) ákvað að kaupa og reka fataverslun við Klapparstíginn í Reykja-
V]k. Flokksbróðir hennar, Stefán Benediktsson arkitekt, fór fyrst til starfa í menntamálaráðu-
neytinu þegar þinginu lauk í vor, en fékk nýlega umdeilda ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar í
Skaftafelli.
Það er Guðmundur Einarsson Alþýðuflokki, sem er líkast til sá eini úr hópnum sem hefur
stJÓrnmáI enn sem sitt aðalstarf en hann er nú framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins og starfar í
nanum tengslum við þingflokk kratanna.
Helgi Seljan Alþýðubandalagi, hefur ekki fundið sér ákveðið starf frá því að hann ákvað að
b®tta þingmennsku en hefur þó haft ýmislegt fyrir stafni s.s. skriftir og vinnur auk þess að
ymsum verkefnum fyrir flokkinn sinn. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Kvennalista, er ekki í
launuðu starfi en ver mestum tíma sínum í að skrifa doktorsritgerð í mannfræði.
Tveir þingmenn létu af þingmennsku á miðju síðasta kjörtímabili. Tómas Árnason Fram-
s°knarflokki, tók stöðu bankastjóra við Seðlabankann í ársbyrjun 1985 og situr þar enn, og
*-árus Jónsson Sjálfstæðisflokki varð bankastjóri Útvegsbankans sama ár. Hann lét af því
starfi þegar Útvegsbankanum var breytt í hlutafélagsbanka s.l. vor og hefur undanfarið ferðast
nrn landið á vegum Þróunarfélags íslands við að kynna heimamönnum hugmyndir Þróunar-
e,agsins um stofnun fjárfestingarfélaga á Iandsbyggðinni. Björn Dagbjartsson tók sæti Lárus-
ar á þingi 1985 og var í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra en náði ekki inn á þing. Hann er nú forstöðumaðurÞróunarsamvinnustofnunar íslands.
J-Oks má geta Þórarins Sigurjónssonar Framsóknarflokki, sem er líkast til sá eini úr þessum
°P' sem kominn er á eftirlaun. Hann sat á þingi fyrir Sunnlendinga í þrettán árog situr nú á
hó
búi
s'nu á Laugardælum í Flóa.
Fað er greinilega ekki sjálfgefið að fyrrverandi þingmenn setjist í valdamiklar eða mikilvæg-
ar stöður eftir að þingmennsku lýkur. Annars eiga þeir ugglaust ekki við meiri aðlögunar-
Jsnda að stríða en margur annar sem skiptir um starf. Samkvæmt lögum um þingfararkaup
Þ'ngismanna á sá alþingismaður sem setið hefur á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, rétt á
'ölaunum, er hann hættir þingmennsku, sem eru jafnhá þingfararkaupi og eru greidd í þrjá
JJHnuði eftir eins kjörtímabils þingsetu en í sex mánuði eftir þingsetu í tíu ár eða lengur. Af
pessu yfirliti má vera ljóst að enginn þeirra situr aögerðalaus í dag og sumir bíða færis þegar
næst verður raðað á framboðslistana.
Ómar Friöriksson
HELGI SEUAN:
Helgi Seljan, Alþýðubandalagi, var þing-
maður fyrir Austurland óslitið frá kosning-
unum 1971 en ákvað að láta staðar numið
við lok síðasta kjörtímabils. Hvað hefur
hann fengist við síðan?
„Eg hef ekki verið í neinu föstu starfi frá
því að þingmennskunni lauk," segir Helgi en
kveðst þó ekki hafa setið með hendur í skauti
heldur haft ýmislegt á prjónunum. „Ég
17