Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 58
NATTURAN
Islendingar eru í hópi örfárra þjóöa á
Vesturlöndum sem enn hafa ekki fengist til
að samþykkja CITES-sáttmálann. Á þeim
alþjóðlega „hættulista," þarsem skráðareru
dýrategundir sem eru komnar undir hættu-
mörk og sáttmálinn nær yfir, eru hvalateg-
undir. Fengu íslendingar aö kynnast ákvæð-
um hans þegar stjórnvöld í Þýskalandi
stöðvuöu hvalkjötið í Hamborg fyrr á þessu
ári. Þar var taliö að verið væri að brjóta þýsk
lög sem byggðu á ClTES-sáttmálanwn, meö
hvalkjötssölunni.
Fréttir berast nú af því aö þjóðgarðar og
verndarsvæði villtra dýra geri ekki það gagn
sem vænst var. Ástæðan er fyrst og fremst sú
að landrými er ekki nóg. Útrýming á sér stað
innan dýragaröa sem utan. Prófessor PaulR.
Ehrlich, við Stanford háskólann í Banda-
ríkjunum, sagði á fyrrnefndri ráðstefnu um
útrýmingarhættuna: „Dýragarðar hafa
miklu hlutverki að gegna í þessum málum,
en ég tel að aðeins í undantekningartilvik-
um, og með miklum kóstnaði, getum við
vænst þess að hægt verði að viðhalda dýra-
stofnum yfir langan tíma á verndarsvæðum
og hleypa þeim síðan aftur út á náttúruleg
búsvæði þeirra... Við erum aðeins að blekkja
okkur ef við ímyndum okkur að svo lengi
sem við verndum þjóðgarðana þurfum við
ekki að hafa neinar áhyggjur af fjölbreytni
lífríkisins."
Sem dæmi er nefnt aö einn grábjörn flakk-
ar um 300 þúsund hektara landrými.
Yellowstone-þjóögaröurinn í Bandaríkjun-
um er 900 þúsund hektarar. „Dýragarðar
hjálpa dýrunum til að skrimta," segir einn
dýrafræðingur. Nú er svo komið að allir
eftirlifandi vísundar í Bandaríkjunum geta
rakið ættir sínar í Bronx dýragarðinn.
Meðal þeirra dýrategunda sem eru á lista
náttúruverndarsamtaka vegna yfirvofandi
útdauða eru blettatígurinn, risaskjaldbök-
urnar á Galapagos. onyx-antílópan, górillan
g gráúlfsundirtegund í Bandaríkjunum. Ef
heldur sem horfir bætist Afríski fíllinn brátt í
þennan hóp. Fækkun hans hefur verið
óhugnanlega hröð síðustu ár.
Eyðingaröfl mannsins þrengja sífellt meira
að lífríkinu. Prófessor Paul R. Ehrlich segin
„Utrýming mannsins á náttúrunni getur haft
stórvægilegar afleiðingar fyrir allt vistkerfið -
afleiðingar. sem eyða um leið þeim afnotum
sem við höfum haft af lífríkinu og byggjum líf
okkará."
• Ornar Friðriksson
Heiinihlir: Aiiinuil E.uinctiuns. Smithsonian tnstitutiofí
l'ress. U.S.News & Worki Report. The Economist. Tune
o.fl.
Mikilvægast að vernda
búsvæðin
INGI ST. AGNARSSON
KristinnSkarphédinsson,líffrædingur
hjá Náttúrufrædistofnun íslands
ÞAÐ VERÐUR að segjast að maður fylltist hálfgerðu vonleysi við að
kynna sér útrýmingu í lífríkinu því þetta stefnir allt niöur á við," segir
Kristinn Skarphéðinsson, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun ís-
lands, í samtali við ÞJÓÐLÍF. Kristinn lagði stund á framhaldsnám í
Bandaríkjunum og sótti þá námskeið hjá þekktum prófessor sem
fjallaði um útrýmingu dýra. Prófessor þessi, Stanley A. Temple.
hefur lagt stund á að athuga útrýmingarvandamálið og er t.d. í hópi
þeirra vísindamanna sem reyna nú að bjarga Kondórnum í Kali-
forníu.
„Það var komið víða við í náminu því þessi mál eru margflókin og á
þau má líta ekki bara líffræöilega, heldur og frá pólitísku. félagslegu
og efnahagslegu sjónarmiði. Meginatriöið er það að við Vestur-
landabúar eigum mjög erfitt með að búa í sambýli við náttúruna og
erum sífellt aö ganga á höfuðstólinn," segir Kristinn.
„Aðalvandamálið er að veriö er að eyðileggja kjörlendi dýranna.
Ef það á að breytast verður maðurinn hreinlega að breyta lífsháttum
sínum. Náttúruverndarsamtök hafa í auknum mæli beint sjónum frá
því að vernda einstakar dýrategundir yfir í það að koma á verndun og
friðun búsvæða. Mönnum er orðið þaö Ijóst að nú verður að velja og
hafna, því það eru ótal dýrategundir og lífverur í bráðri útrýmingar-
hættu, eöa eru þegar horfnar af sjónarsviðinu.
Þau svæði sem búa yfir fjölbreyttasta lífríkinu eru í mestri hættu í
dag, þ.e. regnskógarnir. Enn hafa vísindamenn ekki aflað nægrar
þekkingar á þeirri mergð tegunda lífvera til að átta sig á hvað glatast.
en það er vitað að eyðing skóga og votlendis og náttúrurask á ýmsum
eyjum í Kyrrahafinu og við strendur Afríku, hefur mjög alvarlegar
afleiðingar. Mest útrýming einstakra dýrategunda virðist helst eiga
sér stað á einangruðum eyjum þar sem vistkerfið er mjög viðkvæmt
• Kristinn Skarpéðinsson: „Fylltist vonleysi."
fyrir hvers kyns raski og það getur haft afgerandi þýðingu fyrir
afkomu dýranna."
Kristinn segir að rökin fyrir verndun dýrategunda og lífríkisins séu
marghliða. Sú siðferðilega skylda að varðveita fjölbreytni lífríkisins
er oft nefnd. En efnahagsleg rök vega líka þungt. Úr regnskógunum
táum viö geysilega mikið af nytjaplöhtum sem við neytum í daglera
lífinu og eins til lyfjaframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Eyðíng regn"
skóganna getur haft úrslitaáhrif á áframhaldandi líf hér á jörðin"1
vegna þess hver súrefnisverksmiðja skóearnir eru fyrir andrúmslot1'
ið.
Eru einhverjar dýrategundir í útrýmmgarhœttu hérlendis?
„Nei. Það eru engar tegundir sem bundnar eru við ísland í útrýw'
ingarhættu. Hins vegar eru hér nokkrar tegundir sem eru rnj°e
fáliöaðar. Þar má nefna bjöllutegund. húsasmiðinn, sem hefur tæk '
að mikið eftir að hætt var að búa í torfhúsum. og e.t.v. mætti 6nn.
fleiri pöddur sem eru að nálgast útrýmingu, þó að það se e*
58