Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 61

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 61
BILAR sem ekiö er eftir öngstrætum eöa hraðbraut- um. Skynsemin stáli slegin. ORKUBÚIÐ í Golf Sky er 75 hestöfl, sem fyrr getur, og þau hestöfl veröa til í 1600 m3 sprengirvmi. Vélin er staðsett frammí, situr þversunt og knýr framhjólin, eins og nú tíök- ast æ meir í minni bílum. Það er áberandi þegar litið er niður í vélarrúmið að þar er hinum ýmsu hlutum þannig fyrir komið að afar auðvelt er að komast að þeim til við- halds og umhirðu. Það skiptir sjaldnast beinu máli fyrir eigendur. nema þá laghentu sem sjá um slíkt sjálfir, en bifvélavirkjarnir verða glaðir og eiga hægara um vik að vinna sitt verk. Þar með ættu eigendurnir líka að verða glaðir þegar þeir sjá reikninginn. Vélin skilar prýðilegri vinnslu, jafnt við lágan snúningshraða sem háan, og skortir aldrei afl við venjulegar aðstæður. Það er Wssulega þægileg tilfinning að hafa ekki ein- Ungis nógan kraft, heldur aðeins rúmlega það. fólk spyr gjarnan um eyðslu þegar þaö hugleiðir bílakaup. Slíkum spurningum er ákaflega erfitt að svara. Eitt er hvað fram- leiðandinn gefur upp, annað hvernig fólk ekur og hve vel það sinnir því að hafa vél rétt stillta. réttan loftþrýsting í hjólbörðum og því um líkt. Samkvæmt upplýsingum framleiðanda eyðir Golf með þessari vélarstærð 5,3-8,7 h'trum á 100 km, eftir því hvort ekið er á stöðugum hraða eða í blönduðum bæjar- akstri. Þær tölur eru ugglaust ekki tjarri sanni og ríma raunar vel við þá þumal- fingursreglu að bíll eyði einum Iítra á 100 km fyrir hver 100 kg af þyngd sinni. Golf Sky vegur 870 kg og eyðir einmitt 8,7 lítrum á 100 km í blönduðum akstri samkvæmt ofan- §reindum upplýsingum. Þá skiptir máli, a.m.k. í akstri á stöðugum hraöa, hvort bíllinn er fjögurra eða fimm §íra, en um þaö má velja á Golf. Golf Sky er fitnm gíra og samkvæmt upplýsingum fram- leiðandans eyðir hann hálfum lítra minna á hverja 100 km en fjögurra gíra bíllinn, sé ekið stöðugt á hámarkshraða á þjóðvegum fiérlendis, þ.e. 90 km/klst. Það munar svo sem engum ósköpum. t.d. ekki nema 40-50 krónum á leiðinni Reykjavík-Vík í Mýrdal. ^lunurinn er lítið eitt meiri ef ekið er á 120 stöðugum hraða á hraðbrautum, en það §era góðir ökumenn ekki hér á landi. UUSAMÖL og þvottabretti hefur einatt fiorið á góma í þessum þáttum, þessi ramm- 'slensku einkenni íslenska vegakerfisins, sem eru þó svo þjóðleg að e.t.v. myndi maður s.akna þeirra ef allir vegir væru rennisléttir. ^8 renndi auðvitað Golfinum eftir slíkum vegarspottum og þar kom hann mér skemmti- ega á óvart. Fjöörun og aðrir aksturseigin- eikar eru aldeilis til fyrirmyndar við þær að- st$ður. Golfinn líður ntjúklega yfir argasta • Volkswagen Golf Sky: Önnur snjöll hugmynd að bíl. búnir slíku stýri. SA SEM tekur að sér aö hafa skoðun á bílum opinberlega hlýtur að leita eftir vanköntum, jafnt sem kostum. En það er satt aö segja erfitt að finna vankanta á Golf Sky. Þetta er þægilegur og ágætlega sprækur brúkunar- hestur, og mér segir svo hugur að enginn verði heldur svikinn eftir að hafa átt slíkan bíl í nokkur ár. Þarerum viöað vísu komin út á þann hála ís að rýna fram í tímann, en reynslan af Volkswagen er þannig að fáir munu treysta sér til að efast um að þeir hafi a.m.k. verið endingargóðir hingað til. Og veröið virðist mér sambærilegt við aöra bíla með líkum búnaði og eiginleikum. Þaö sem helst er hægt að finna að er þetta: Fremur lágt er undir bílinn og engin hlíf und- ir vél eða bensíntanki; auðvelt er að gleyma ljósunum á því þau slokkna ekki sjálfkrafa þegar drepiö er á bílnum og engin viðvörun er um að þau séu kveiki (það þarf hins vegar fáheyrðan klaufaskap til að læsa sig úti því bílstjórahurð verður einungis læst utanfrá með lykli); aftursætisbak er heilt og ekki j • Prótótýpan að gömlu bjöllunni, 1338. þvottabretti, kvartar lítt þótt ofaníburöurinn sé farinn og grjótið eitt eftir, og holur af öllu tagi hristir hann af sér án þess að æmta. Sama er að segja um lausamölina; oar heldur hann sér prýðilega stöðugum á lög- legum hámarkshraða. Hitt er annað mál að enginn skyldi treysta nokkrum bíl í hrað- akstur við slíkar aðstæður. Lausamölin er einhver lúmskasti slysavaldurinn á malar- vegum. Bremsur eru með hjálparátaki, eins og í flestum bílum í þessum verðflokki, og vinna eins og best verður á kosið. Stýri er nákvæmt og létt miðað við fram- drifsbfl, þó ekki sé það aflstýri. Flestir sem hafa vanist hæfilega léttu aflstýri, þ.e. stýri með hjálparátaki, komast hins vegar tæpast hjá því að verða þrælar þess vana; það er svo ntiklu auðveldara við þröngar kringumstæð- ur og gerir bílinn mun liprari. Undirritaður er einn þessara þræla og spáir því raunar að ekki muni líða mörg ár þar til flestir bílar í miðlungsverðflokki og þaðan af dýrari verði hægt aö leggja niöur helming þess til að afturí sé bæöi rými fyrir farþega og farangur þegar þannig stendur á (það er reyndar hægt á dýrari gerðum). Aöfinnslur í þessum dúr jaöra hins vegar við nöldur og ég get ekki varist þeirri til- finningu að vera hreint lúxusdýr þegar ég skrái þær. Það er svo með flesta bíla í þessum verðflokki að munurinn á búnaði og eigin- leikum felst í smáatriðum sem skipta litlu máli: t.d. að þurfa að teygja sig nokkrum sentímetrum lengra eða skemmra í þennan eða hinn rofann ellegar þurfa að borga örfá- um krónum meira eða minna fyrir að aka hverja 100 km. Margir velta því fyrir sér hvernig í ósköp- unum þeir eigi að fara að því að kaupa og reka bíl. En það er e.t.v. að verða vandi meirihluta íslendinga aö geta valið á milli hinna ýmsu lúxusþarfa og láta þaö verða að höfuðverk. Það getum við kallað „lúxus- vandamál". • Ásgeir Sigurgestsson L 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.