Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 10

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 10
INNLENT • „Heimsfrægðin já .. Derek: „Þaö er þegar byrjað. Þau eru komin inn á topp tíu lista í háskólaútvarpsstöðvunum og hafa þegar fengið tilboð frá bandarískum aðilum. Enigma bauð þeim t.d. 75 þúsund dollara samning fyrir eina hljómplötu, sem er mjög óvenjulcgt (tæpar þrjár miljónir ísl. kr.). Oftast vilja þeir gera bindandi samning í þrjú til sex ár en í þessu tilviki eru þeir reiðubúnir að gera samning um aðeins eina plötu." - Erud þið tilbúin aðfara í hljómleikaferð til Bandaríkjanna? Einar: „Við Björk erum búin að gera með okkur samkomulag að fara á tólf konserta í Ameríku. Fjóra á austurströndinni, þrjá í miðjunni og fjóra á vesturströndinni, síðan til Hawaii - og þegar við höfum spilað í strandpartíi á Hawaii ætlum við að fara til Japan. Þetta ætlum við að reyna að gera á næsta ári." Björk: „Eitt sinn hitti ég litlar Hawaiistúlkur í klúbbi í Greek Street og síðan senda þær mér öðru hvoru bréf vegna þess að þær sáu einn konsert með Kuklinu. Þær vilja endilega fá okkur til Hawaii." Derek: „Ráðandi og virt fyrirtæki í Bretlandi hefur boðið þeim 30 daga tónleikaferð sem á að hefjast uppúr tuttugasta nóvember. Það er mjög óvenjulegt að svo stór tónleikasamningur standi til boða nema þegar um vel þekktar hljómsveitir er að ræða. Þeim stendur líka tónleikatúr til boða í Bandaríkjunum. Eg tek ekki ákvarðanirnar heldur fæ tilboðin í hendur, segi þeim frá hvað stendur til boða og læt þau alveg um að ákveða hvað þau vilja gera...“ Einar: „Þrjátíu daga tónleikaferðalag með jafn mörgum tónleik- um um Bretland kemur ekki til greina. Við munum kannski segja umboðsmanni þessa fyrirtækis að við séum til í að spila á sex eða sjö stórum tónleikum. Þá fær hann sjokk en gerir okkur svo annað tilboð. Ég get líka sagt þér að útsendarar hljómsveita eins og Siouxie and the Banshees og Cure vilja að við hitum upp fyrir þau á tónleik- um í desember. Það er því hitt og þetta í gangi sem við getum valið úr en við ætlum okkur samt alltaf að eiga heima á íslandi." - Hvað tneð útgáfu á fleiri plötum? Einar: „Þar sent Ammæli gengur svo vel í sölu núna, verður Cold Sweat ekki gefin út í Bretlandi fyrr en í janúar og stóra platan stuttu síðar. Þá vitum við frekar hver raunveruleg staða okkar er - hvort draumurinn núna á eftir að snúast upp í martröð." - Derek, verða þau orðin heimsfræg eftir árið? „Eftir þrjá mánuði, gæti ég trúað," segir Derek. „Þau hafa þegar fengið tugi tilboða um að leika á tónleikum með frægum hljómsveit- um. Venjulega þurfa hljómsveitir að kaupa slíkt dýru verði. Þetta eru alger umskipti frá því sem venjulega gerist." Einar: „Heimsfrægðin já. Það er algert grundvallaratriði fyr>r okkur að eiga heima á íslandi. Við höfum prófað að starfa úti og það kemst hálfgert los á okkur strax eftir eina viku því þá er maður Sykurmoli í 24 tíma á dag og ræðir ekki um neitt annað en sjálfan sig og tónlistina. Þegar við Björk fórum í viðtalaferðirnar til Bretlands fundum við að það er mjög auðvelt að týna sér í þessu. Þess vegna ætlum við að 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.