Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 27
ATVINNULIF Heildverslunin Antarishf. FYRIR ÞREMUR ÁRUM var Kristján B. Þór- arinsson að hugsa um að fara á sjóinn aftur, eftir að hafa gegnt starfi sem bflstjóri sjávar- útvegsráðherra í tvö ár og verið gestabílstjóri ríkisstjómar íslands í 13 ár. Hann hafði verið sjómaður áður og fannst tími til kominn að breyta til. Breytingin varð meiri en hann hafði órað fyrir. Nú situr hann á skrifstofu heildverslun- arinnar Antaris h.f. sem framkvæmdastjóri og Heðeigandi tveggja fyrirtækja: Antaris h.f. og Hauks og Ólafs h.f., sem er raftækjaverslun og rafverktakafyrirtæki. Samtals starfa hjá báð- uni fyrirtækjum 18 til 20 manns. Vöxturinn úefur verið hraður. Antaris h.f. var stofnað fyrir rúmum þrem- Ur árum og gerðist Kristján þá sölumaður og Var um hríð annar tveggja starfsmanna þess en Það flytur inn landmælingatæki, rafmagnsvör- Ur og verkfæri, smávömr fyrir byggingar, taekjabúnað fyrir fiskeldisstöðvar, lím, þétti- efni, garðáhöld o.m.fl. í svipuðum dúr. Ántaris byrjaði á því að flytja inn landmæl- 'ngatæki og verkfæri, en keypti fljótlega stór- an hluta af umsetningu íslenska verslunar- fúlagsins, sem þá var að breyta um rekstrar- f°nn. Sölusvæðið er allt landið. Nú í vor keypti Antaris h.f. síðan hið §amalgróna fyrirtæki Hauk og Ólaf, sem starfrækt hefur verið í hartnær fjömtíu ár, nú u'n síðustu í Ármúla. Kristján segir ástæðuna fyrir þeim kaupum hafa verið þá, að með því að bæta við reksturinn hafi eigendum Antaris i'f sýnst vera komin rekstrareining af heppi- egri stærð. Verslunina Hauk og Ólaf kveður úann rekna með eitt markmið: að bjóða vandaða vöm og að þar verði unnt að fá allt ”fafmagnskyns“ fyrir heimilið á einum stað. Verslunin hefur þekkt merki á boðstólum, svo sem Panasonic og Elram, Hobart rafsuðu- vélar og alls konar verktæki til iðnaðar, Motorola og ýmis önnur þekkt merki. Sjampóslagurinn Nexxus blandar sér í máliö VIÐ HÓFUM INNFLUTNING á Nexxus- vörunum í mars og vonumst til að vera búnir að ná þriðjungi markaðarins eftir tvö til þrjú ár. Nú þegar bjóða 40 hársnyrtistofur upp á þessar vörur, en alls munu vera um 300 stof- ur á öllu landinu," sagði Karl Þorsteinsson, sölumaður hjá Pyramid, en það fyrirtæki flytur inn Nexxus-sjampó og hársnyrtivörur. Pvramid hefur nýhafið mikla auglýsingaher- ferð í tímritum landsins til aö undirstrika markaðssókn sína með vörumerkið Nexxus. Nexxus-vörurnar eru frá Bandaríkjunum og ekki með öllu óþekktar hér á landi, því að áöur en Pyramid hóf innflutning á þeim fengust þær á nokkrum rakarastofum. Nú hefur Pyramid tekið alveg yfir innflutning á þessum vörum hingað til lands og hefur jafn- framt umboð fyrir Nexxus á hinum Norður- löndunum fjórum. Nexxus-vörurnar eru ein- göngu seldar á hársnyrtistofum. "Við teljum okkur vera með nrjög góða vöru í höndunum og fagmenn hafa staðfest þá trú okkar," segir sölumaðurinn Karl Þor- steinsson. Nú verðum við að einbeita okkur að því auka markaðshlutdeild okkar." Nú eru þrjú vörumerki. Joico, KMS og Kerast- ase langmest notuð á hársnyrtistofum. Pyramidmenn hyggja á söluferðir út á lands- byggðina og styrkja þannig stöðu sína, en mikil samkeppni ríkir á þessu sviði. „Einnig er brýnt að kenna fagfólki að nota Nexxus- vörurnar, það tekur alltaf tíma að læra á ný merki, sérstaklega ef það hefur notað önnur í mörg ár," segir Karl. „Þaö er lítið gagn í því að vörurnar séu til á hársnyrtistofunum ef þær eru ekki notaðar.” ÞJÓÐLÍFSTÖLUR Lánveitingar Húsnæðisstofnunar ríkisins frá ársbyrjun 1984 til ársloka 1986: 12.5 miljarðar. Lánveitingar Húsnæðisstofnunar árið 1987: 5-6 miljarðar. Fjöldi leikinna framhaldsþátta í ríkis- sjónvarpinu og á Stöð 2 í viku að meðal- tali: 43 Heildarverðmæti í fiskeldi árið 1986: 266 miljónir. Heildarsala á „rauðum" Winstonsíga- rettum í sept.: 600 000 pakkar. Áætluð heildarvelta fasteignasala á ári: 12-14 miljarðar. Fjárveiting á fjárlögum í ár til íþrótta- sambands íslands: 26.2 miljónir. Fjárveiting til ÍSÍ í fjárlagafrumvarpi fyrir 1988: 14.4 miljónir. Heildarhagnaður ÍSÍ af lottói fyrstu 8 mánuöina: 70 miljónir. Lækkun framlags til Kvikmyndasjóðs á fjárlögum 1988 miðað við fjárlög 1987 í krónum: 15 miljónir. Niðurskuröur á fjárveitingu skv. fjár- lagafrumvarpi 1988 til starfsemi KFUM og KFUK milli ára: 45%. Hækkun framfærsluvísitölu sept./okt.: 1.67%. Árshraði veröbólgu miðað við þessa hækkun: 21.7%. Hækkun lánskjaravísitölu í sept./okt.: 2.45%. Árshraði verðbólgu miðað við þessa hækkun: 33.7%. Hækkun vísitölu byggingarkostnaðar sept./okt.: 4%. Heimildir: Alþingisttðindi. Fréttubréf Hiís- nœðisstofnunar ríkisins. Skýrsla um fram- leiðslu I íslensku fiskeldi 86. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.