Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 56
NÁTTÚRAN
• Kondór nr. 5 á flugi. „í dag eru 27 Kondórar á lífi — allir í búrum."
og ef ein af hverjum 120 þessara plöntuteg-
unda gæti nýst viö lyfjagerð þá getum við rétt
ímyndað okkur hvaða missir það yrði ef 200
gagnlegar plöntutegundir verða útrýmingu
að bráð... Par nemur skaðinn hundruðum
miljóna dollara á ári aðeins vegna útrýming-
ar plantna..."
Oftast er það vegna gáleysis og vanþekk-
ingar sem tegundum er útrýmt. Á fýrr-
nefndri ráðstefnu kom fram að vísindamenn
áætla að 450 miljónir tegunda hafi komið
fram í sögu jarðar frá upphafi. Tegundir hafa
dáið út að meðaltali á um 20 miljónum ára.
Það er náttúrulegur hluti þróunarinnar að
tegundir deyi út, en sú hraða útrýming sem á
sér stað í dag er allt annars eðlis. Nornum
Myers segir: „Ef við reiknum með að við
missum eina tegund lífvera á hverjum degi
nú. þá er raunhæft að ætla að í lok þessa
áratugar muni ein tegund deyja út á klukku-
stundarfresti að meðaltali og um aldamót má
búast við að tugir dýra- og plöntutegunda
hverfi af sjónarsviðinu með hverri klukku-
stund sem líður hjá." Hann bendir ennfrem-
ur á að margir vísindamenn telji að útrým-
ingartíðnin verði mun örari.
ORSAKIR útrýmingar eru í langflestum til-
vikum vegna þess að maðurinn hefur gripið
harkalega inn í viðgang náttúrunnar og líf-
ríkisins. Náttúruvísindamenn beina nú sjón-
um sínum sérstaklega að fruntskógum hita-
beltisins. Þar er fjölbreytni lífríkisins mest.
Til dæmis eru fleiri fuglategundir í Panama
en í allri Evrópu. Vísindamenn hafa þó ekki
uppgötvað nema hluta þeirra tegunda sem
lifa í frumskógunum. Það er t.d. ekki vitað
hversu margar skordýrategundir lifa nú a
jörðinni.
Til að vekja áhuga fólks á nauðsyn um-
hverfisverndar hafa náttúruverndasamtök
Utrýining dvraiina
Ásókn og mengun mannsins
þrengir uggvænlega að iífríki jaröar
ÁTROÐNINGUR, framkvæntdir og mengun
mannanna ógnar sífellt fleiri dýrategundum
um allan heim. Hundruð velþekktra dýra-
tegunda eru nú í yfirvofandi útrýmingar-
hættu. Hundruðþúsundir lífvera eru í útrým-
ingarhættu fyrir aldarlok. Náttúrufræðingar
draga nú upp þá mynd fyrir mannkynið að
gríðarlegur fjöldi tegunda dýra og plantna
séu í útrýmingarhættu um víða veröld.
Eina virka úrræðið til að sporna við fótum
er að vernda heimkynni dýranna, segja nátt-
úruvísindamenn. „Það stoðar lítið að verja
stórum fjárhæðum til að bjarga einstökum,
vinsælum dýrategundum. Það verður að
vernda búsvæðin og friða regnskóga og vot-
lendissvæði þar sem fjölbreytni lífríkisins er
mest,“ segja þeir.
Fyrir nokkrum vikum dó síðasti einstak-
lingurinn af spörfuglategund sem hafðist við
í Flórída. Fyrir aðeins um 20 árum voru
spörfulgar þessir þúsundum saman í náttúr-
unni, nú er tegundinni útrýmt um aldur og
ævi.
19. apríl í ár var síðasti Kondórinn sem lék
lausum hala í náttúrunni, handsamaður og
komið fyrir í dýragarði í Kaliforníu. I dageru
aðeins 27 kondórar á lífi - allir lokaðir í
búrum.
Kostnaður við umfangsmiklar tilraunir til
að koma í veg fyrir yfirvofandi útrýmingu
kondórsins nemur 200 þúsund bandaríkja-
dölum á ári. Stefnt er að því að fá þessa fugla
til að fjölga sér innan dýragarða og sleppa
þeim síðan út í náttúruna. Enn sem komiö er
hafa Kondórarnir ekki orpið í haldi og hafa
rnargir uppi efasemdir um að takist að snúa
vörn í sókn.
GÁLEYSI OG VANÞEKKING. Fuglar og
spendýr fá mesta athygli almennings þegar
baráttan gegn útrýmingu ber á góma. Yfir-
vofandi vandamál er langtum víðtækara.
Áætlað er að 5 - 10 ntiljónir tegunda lífvera
lifi nú í náttúrunni. Þó er ekki nema brot af
þeirri fjölbreytni á skrá líffræðinga. Ef spár
ganga eftir má búast við að um einni miljón
tegundanna verði útrýmt fyrir aldarlok.
Þetta er niðurstaða sérfræðinga víðsvegar að
úr heiminum sem mættust á ráðstefnu í
Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum um
þessi mál en erindi þeirra hafa nýlega verið
birt í bók sem ætlað er að vekja almenning til
umhugsunar um þetta bráða vandamál.
Bandaríski líffræðingurinn Norman Myers
hefur þetta að segja um útrýmingu plantna í
heiminum: „Það má áætla að um 250 þús-
und plöntutegundir finnist í náttúrunni og
ein af hverjunt tíu er nú í útrýmingarhættu.
Vísindamenn hafa komist að því að að
meðaltali má nota eina af hverjum 120
plöntutegundum við lyfjaframleiðslu gegn
mörgum sjúkdómum s.s. hjartasjúkdómum
og háum blóðþrýstingi. Þær u.þ.b. 40 plöntu-
tegundir sem eru nýttar í dag við lyfjafram-
leiðslu gefa af sér um 40 ntilljarða dollara á
ári. Það er vel hugsanlegt að við munum
glata 25 þúsund plöntutegundum fyrir lok
þessarar aldar vegna útrýmingarhættunnar
56