Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 36

Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 36
ERLENT áratug, en þá var hann verjandi Andrésar Baaders og annarra forsprakka Baader- Meinhof-hryðjuverkasamtakanna. Otto Schily hefur löngum verið talinn einn snjall- asti málsvari grœningja. Hann þykir lipur rœðumaður, auk þess sem þekkingu hans og rökfestu er við brugðið. Það er ti! marks um vinsœldir Schilys, að í síðustu þingkosning- um hlaut hann fleiri atkvœði í kjördæmi sínu en nokkur grœningi annars staðar í Sam- bandslýð veldinu. ÞEGAR ÉG VAR Á ferð um Rínarland á dögunum hafði ég samband við ritara Schilys í Bonn og óskaði eftir viðtali við þingmann- inn. Þrátt fyrir stranga stundatöflu féllst Schily á að fórna mér einni dagsstund. Þegar ég kom til fundar við hann í þinghúsinu í Bonn komst ég að því, að þjóðernið hafði komið mér til góða. Schily sagðist hafa orðið forvitinn, þegar hann heyrði að Islendingur falaðist eftir viðtali við hann og ákveðið að sleppa einum fundi til að hitta þennan eyjar- skeggja úr norðrinu. Hann kvaðst aðeins einu sinni liafa séð íslending áður. Það hefði verið rauðbirkinn og krullhæröur hljóðfæra- leikari, sem hefði troðið upp á tónlistarhátíð á Ítalíu í fyrrasumar. Þegar Schily minntist á tónlistina varð mér hugsað til þess, að hann þykir sjálfur liðtækur spilari. Hann tróð m.a. upp sem slíkur í sjónvarpi á dögunum og lék kalla úr sígildum verkum á píanó. Við héld- um spjallinu áfram og ég komst að því, að Schily hefði mikinn hug á að heimsækja ís- land. Hann kvaðst eiga góðan vin, sem hefði ferðast um hálendi íslands og orðið berg- numinn af fegurð íslenskrar náttúru. Að loknu þessu létta spjalli venti ég rnínu kvæði í kross og beindi talinu að pólitískri baráttu græningja. Ég bað Schily fyrst að segja mér, hvern hann teldi helstan árangur af þeirri baráttu sem græningjar hafa háð frá því að samtökin komust á legg fyrir tæpum sjö ár- um. „Samtök græningja voru stofnuð áriö 1980,“ segir Schily. „Segja má að á þeim tíma hafi sú umræða sem frarn fór á þinginu í Bonn verið komin úr öllum tengslum við þá umræðu, sem átti sér stað í samfélaginu. Það hafði myndast verulegt gap milli ráðamanna og borgaranna. Græningjar gripu ýmis vandamál á lofti, sem brunnu á alþýðu manna og settu þau í pólitískt samhengi. Það voru einkum tveir málallokkar, sem græn- ingjar létu til sín taka. Annars vegar voru friðarmálin, þ.e.a.s. sú spurning, hvort rétt væri að halda áfram að vígbúast í austri og vestri í anda svonefndrar „fælikenningar", eða hvort ekki væri mál til komið að gefa slíkar vígbúnaðarhugmyndir upp á bátinn og freista þess að tryggja friðinn með öðrunt hætti. Annaö mál sem græningjar settu á oddinn var umhverfisvernd. Við drógum í efa, að sú stefna að ganga miskunnarlaust í skrokk á móður náttúru til að auka hagvöxt- inn leiddi til aukinnar velferðar. Við bentuni á að slík stefna, sem miðar að því einu að auka þjóðartekjurnar, hvað sem það kostar, stofnar auðlindum náttúrunnar og þar með lífsskilyrðum okkar sjálfra í hættu. Því má svo bæta við, að í seinni tíð hafa græningjar í auknunt mæli látið lýðræðisvandann til sín taka, en þar á ég við baráttu fyrir auknu lýðræði í samfélaginu. Gömlu llokkarnir. eins og við köllum þá, - þó að við séum reyndar sjálfir komnir á sjöunda ár - hafa sýnt veruleg hningunarmerki á síðari árum. Þeir hafa lagt sífellt mcira kapp á það eitt að komast til valda og hafa svifist einskis til að ná því marki. í þeirri baráttu hefur ýmsuni óvönduðum meðölum verið beitt. sem bera vott um djúptæka pólitíska spillingu. Það hefur reyndar frá upphafi verið á stefnuskrá græningja að stemma stigu við misnotkun valdsins." í FRAMHALDI AF þeim orðum gat ég þess að „gömlu flokkamir" hefðu gert sér dælt við ýmsar hugmyndir græningja, svo sem í afvopnunar- og umhverfismálum. Þær radd- ir hefðu heyrst, aö græningjar hefðu unnið þarft verk með því að vekja athygli annarra flokka á ýmsunt þjóðþrifamálum, sem tlokk- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.