Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 15
I N N LENT
HELGI FRIÐJÓNSSON
þjálfa HEIMSPEKILEGA VÍDD. Og svona
halda þau áfram aö velta fyrir sér hlutunum
undir stjórn kennarans. Hann heldur sig fast
v'ð oröalag krakkanna og skráir öll atriöin á
íófluna sem mynda umræðuskrá kennslu-
stundarinnar. „Það hefur sýnt sig aö þaö
reynist best ef umræöurnar spinnast út frá
hugmyndum krakkanna sjálfra um efni
bókarinnar sem við lesum," segir hann í sam-
tali við ÞJÓÐLÍF. „Að loknum lestrinum
spyr ég krakkana hvaö þau vilji ræða úr því
sem Iesiö var; sjónarmiö sögupersóna, ein-
stakar setningar, orö, hugmyndir eöa spurn-
'ugar sem vakna meö nemendunum koma öll
greina. Þá legg ég fyrir þau beitur, t.d.
ukveðin hugtök eins og skemmtilegur og
spennandi, og reyni aö ná þeim á flug - oftast
fekst það. Með þessu læra þau t.d. aö gera
Sfeinarmun á skyldum hugtökum og draga
skil á milli hlutanna.
Einn mikilvægur ávinningur af þessu er að
samræðurnar leiða smátt og smátt til þess aö
hörnin fara aö hlusta á hvaö hin hafa að
j*egja, spyrja hvert annað og vísa í þaö sem
"ln hafa sagt. Ég er þegar farinn að sjá þetta
gerast hjá þessum krökkum þó að námskeið-
'ð sé ekki nema hálfnaö," segir hann.
Hreinn segir að í Bandaríkjunum sé heim-
sPeki með börnum víða viðurkennd náms-
8fein „og er stundum sagt að engin náms-
8rein skólanna sé betri til að kenna börnum
^ugsun," segir hann. Hann er sjálfur sér-
^henntaður á þessu sviði og vann doktors-
verkcfni sitt út frá þessu námsefni við
Montclair State University í Bandaríkjun-
i,Það var á seinni hluta sjöunda áratugar-
ltls uð heimspekingurinn Matthew Lipman
Se«ist niður til að skrifa heimspekilegar
. aldsögur fyrir börn og unglinga. Hann var
a þeirri skoðun að það skorti heimspekilega
vídd í kennslu barna og unglinga. Síðan hef-
ur þessi grein smám saman aukist enda hefur
reynslan með námsefni Lipmans staðfest að
það má þjálfa börn í heimspekilegum sam-
ræðum og að þau hafa gaman af þessu. Þetta
hef ég ííka fundið hjá þeim hópum sem ég er
með hérna. Þau mæta vel og eru öll virk í
samræðum allan tímann. Eins hafa foreldrar
þegar haft samband við mig og lýst yfir
ánægju sinni með reynslu barnanna," segir
hann.
Hreinn segir að um og uppúr tólf ára
aldrinum fari börn að líkjast fullorðna fólki-
nu og ýta frá sér heimspekilegri yfirvegun.
„Þankagangur fimm til níu ára bama er
heimspekilegri en eldri barna. Ef hægt væri
að ná börnum mjög ungum á svona nám-
skeið, þá er hægt að halda þessari heimspeki-
legu vídd opinni fram eftir öllum aldri."
ERFITT EN SKEMMTILEGT. „Enn sem
komið er hef ég ekki ákveðið hvort ég verð
með námskeið fyrir yngri börn en tíu og
ellefu ára, en viðtökurnar sem þetta nám-
skeið fékk í haust hvetur mig mjög til að
halda þessu áfram á næsta ári og taka þá fleiri
aldurshópa í þjálfun. Þessi kennsla er erfið
og krefst þolinmæði, en hún er líka skemmti-
leg því börnin eru svo gefandi á þessu sviði,“
segir Hreinn og bætir í lokin við stuttri lýs-
ingu á æfingakennslu sem hann stundaði í
Bandaríkjunum:
„Mér eru alltaf minnisstæðar samræður
sem ég átti með sjö ára börnum þar sem rætt
var um býflugur og stungur þeirra. Einn
nemenda varpaði því fram að býflugur hefðu
sama rétt til lífs og menn. Þetta leiddi til
samræðna um réttindi dýra, barna og full-
orðinna, hver þau væru og hvaðan komin.
Meðal þessara barna mátti finna fulltrúa
heimspekingsins Descartes (dýr hafa ekki sál
• Þegar við lítum aftur inn í bekkinn hafa þau
af einh verjum ástæðum upphafið vangaveltur
um skólaskyldu.
og flugur eru vissulega tilfinningalausar), og
Hobbes (hver maður hefur náttúrlegan rétt
til að gera allt sem hann getur til að halda sér
á lífi) og svo Rousseau (allir menn eru góðir
að eðlisfari en þeir lenda í slæmum félags-
skap og fara að troða hver á öðrum). Niður-
stöður barnanna mörkuðu engin tímamót í
sögu heimspekinnar en í þessu tilviki held ég
að hugmyndir og hugsun barnanna um inn-
tak hugtaksins „réttindi" hafi skýrst og orðið
þeim til frekari umhugsunar, og það kom
ljóslega fram að við gátum ekki skoðað hug-
takið eitt og sér. Þetta held ég að hafí verið
strax nokkur ávinningur," segir hann.
Þegar við lítum aftur inn í bekkinn hjá tíu
ára börnunum hafa þau af einhverjum
ástæðum upphafið vangaveltur um skóla-
skyldu: „Mér finnst frjáls mæting í skóla vera
slæm hugmynd,“ segir Hákon. Geiri tekur
undir þetta og segir: „Já, þetta yrði eins og í
Háskólanum þar mætir fólk bara í tímana ef
því dettur það í hug.“ Stebbi: „Flestir vilja
læra til að verða menntaðir og þó það væri
frjáls mæting þá myndu flestir mæta - nema
einhverjir vitleysingar.“ „Við töluðum um
það um daginn að ef ekki væru neinir skólar
þá væru bara allir „stúbídó.“ Menntun er
nauðsynleg," segir Gúndi. „Maður lærir
alltaf eitthvað þótt skólinn sé leiðinlegur,"
heyrum við Simma segja all spekingslega,
þegar við yfirgefum þessa óvenjulegu og
skemmtilegu kennslustund.
• Ómar Friöriksson
15