Þjóðlíf - 01.11.1987, Blaðsíða 25
INNLENT
• Nýja sjúkrahúsið á ísafirði. Arkitekt Jes Einar Þorsteinsson. Húsið
hefur þegar verið 12 ár í byggingu og verður ekki séð að því Ijúki í bráð.
Að mörgu leyti úrelt nú þegar. Flestar hönnunarteikningar eru tíu ára
eða eldri.
• Núverandi fjórðungssjúkrahús á ísafirði. Byggt 1926. Teiknað af
Guðjóni Samúelssyni. Þar búa sjúklingar jafnt og starfsfólk við ólýsan-
leg þrengsli. Þolinmæði starfsfólks er löngu þrotin og yfirlæknir hefur
þegar sagt upp. Viðhald hússins hefur setið á hakanum undanfarin
átján ár, eða allar götur frá því farið var að huga að byggingu nýs
sjúkrahúss.
byggingartímann hafa endurbætur á gamla
sjúkrahúsinu setiö á hakanum. Heilbrigðis-
fulltrúi ísafjarðar hefur marglýst því yfir, að
nauðsynlegt sé orðið að loka húsinu vegna
ófullnægjandi aðstæðna. Margir halda því
fram að nýja sjúkrahúsið sé þegar orðið úr-
elt. Framfarir í gerð sjúkrahúsa og búnaði
þeirra hafa verið hraðar á þeim tólf árum
sem liðin eru síðan byggingin var hönnuð.
Sem dæmi má nefna, að þegar átti að leggja
rafmagn í nýja sjúkrahúsið tókst með
naumindum að afstýra því að sett yrði upp
rafmagnstafla með skrúfuðum öryggjum,
eins og hin tólf ára gamla teikning gerði ráð
fyrir.
OG HVERJAR eru svo ástæðurnar fyrir
þessum hægagangi?
I grein sem Hörður Högnason, starfsmað-
úr sjúkrahússins, skrifaði 22. október sl. í
^estfirska fréttablaðið nefnir hann nokkrar
ástæður. Helstar telur hann þær að illa hafi
verið staðið að undirbúningi framkvæmda af
hálfu ríkis og heimamanna. Útboðsgögn hafi
sjaldan eða aldrei verið tilbúin fyrir lok hvers
nfanga og því hafi framkvæmdir oftast
stöðvast um nokkurra mánaða skeið eftir að
hverjum áfanga var lokið. Framkvæmdir
hafa allan tímann verið í fjársvelti og er það
áliti Harðar að nokkru leyti sök bygg-
'hgarnefndar sem sýnt hafi linku og litla
eftirgangssemi við fjárveitingavaldið. Fjár-
veitingar til tækjakaupa hafa ávallt verið
skornar miskunnarlaust niður. Samstarf
Þeirra aðila sem standa hafa átt að byggingu
hússins hefur alla tíð verið stirt. ítrekaðar
tilraunir hafa verið gerðar til þess að fá leyfi
úl þess að fulltrúi sjúkrahússins fengi rétt til
setu á fundum byggingarnefndar. Nefndin
hefur ávallt neitað því, án þess að nokkur rök
v®ru leidd fram máli hennar til stuðnings. Þó
ber að geta þess, að sl. ár hefur yfirlæknir
fengið að sitja flesta fundi byggingarnefndar.
Hörður Högnason segir í grein sinni að af-
greiðsla byggingarnefndar hafi oft á tíðum
verið svifasein og betri árangur hafi fengist
með því að vera í beinu sambandi við aðra
byggingaraðila í stað þess að „bergmála er-
indin gegnum byggingarnefnd". Þess er og
að geta, að byggingarnefnd hefur aldrei
fengist til þess að skipa sérstakan fram-
kvæmdastjóra að byggingunni eins og alsiða
er við stórar byggingar.
Núverandi áfangi er sá fjórði í röðinni af
fimm. Hann er eins og hinir áfangarnir langt
á eftir. Verktakinn sem unnið hefur við
áfangann hefur lent í vandræðum og hefur
nú beðið um lausn frá verkinu. Reyndar var
aldrei skrifað undir formlegan verksamning
við hann. Þrátt fyrir seinagang og sýnileg
vandræði verktakans, sá byggingarnefnd
aldrei ástæðu til að skerast í leikinn. Pantanir
á tækjum ganga seint og verður ekki séð fram
á að allar heimildir verði notaðar vegna
deilna milli ríkis og sveitarfélags um greiðslu
vaxtakostnaðar af láni, sem heimild fékkst
fyrir að taka. Því virðist sem bygging nýja
fjórðungssjúkrahússins sé að sigla í strand
rétt einu sinni.
OG HVER er svo ábyrgur fyrir öllu því sem
hér er að framan talið? Ekki er gott að henda
reiður á því. Hver bendir á annan og segir
„ekki ég". Einn af viðmælendum mínum í
sambandi við þetta mál sagðist ekki geta séð
betur en að ábyrgðin lægi að stórum hluta hjá
byggingarnefnd og því hvernig hún hefur
kosið að standa að málum. Þó virðist sem
hvorki bæjarstjórn, byggingarnefnd, þing-
menn eða heilbrigðisyfirvöld hafi haft áhuga
eða úthald til að fylgja málinu eftir af því
harðfylgi sem oft virðist þurfa. „Við erum
orðnir of seinir," sagði stjórnarmaður í
sjúkrahúsinu í samtali við greinarhöfund,
„það hefði þurft að setja byggingarnefndina
af fyrir löngu og ráða grimman fram-
kvæmdastjóra að byggingunni."
Hér verður ekki lagður dómur á það hver
ber ábyrgð á því klúðri sem byggingarsaga
nýja sjúkrahússins óneitanlega er. Þaðan af
síður verður bent á einhverjar patentlausnir
til þess að ljúka verkinu. Hitt er annað mál,
að Isfirðingar hafa þegar beðið talsverðan
álitshnekki vegna þess máls. Og reyndar ekki
þeir einir. Vinnubrögð af þessu tagi varpa
skugga á alla landsbyggðina, sem á undir
högg að sækja þegar um stórar og fjárfrekar
framkvæmdir er að ræða.
Að lokum langar mig til að grípa niður í
áður tilvitnaða grein Harðar Högnasonar,
þar sem hann er að lýsa aðstöðunni á gamla
sjúkrahúsinu.
„Þar þarf að marséra með lík út um aðal-
dyr hússins og út á hlað til þess að koma því í
líkhús. Það er regla fremur en undantekning
að vista þarf sjúklinga á göngum... Á þeim
sömu göngum eru fata- og línskápar, hand-
laugar starfsfólks og sjúklinga, tól og tæki og
meira að segja matborð fyrir 6 sjúklinga
vegna þrengsla. Þar eru hægðabekjur og
sóttmenguð áhöld sótthreinsuð í bölum á
gólfum 2 fermetra skolherbergja eins og
tíðkaðist á öðrum spítölum fyrir stríð.
Þar þarf obbinn af 80 manna starfsliði að
notast við 2 búningsherbergi 4 og 5 fermetra,
auk handlauga, fataskápa eða sturtu. Annað
er fyrrverandi sturtuklefi í kjallara og hitt
aðgangur að háalofti."
• Páll Ásgeirsson
25